Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 2
TRÉSMIÐ eöa mann vanan trésmíði vantar á opinbera stofnun nú þegar. Starfið felst í því að leiðbeina fólki sem er að búa sig undir hinn almenna vinnumarkað. Tilboð sendist augldeild DB fyrir 30. okt. merkt „Endurhæfing”. Smurbrauðstofan BJORNINN Njáisgötu 49 - Sími 15105 FÉLAGSFUNDUR UM KJARAMÁL Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fé- lagsfund að Hótel Sögu (Súlnasal) mánudag- inn 26. október 1981 kl. 20.30. FUNDAREFNI: Tillögur um breytingar á kjarasamningi félagsins. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981. „Þeir sem stjórna þessari gatnagerð ættu að aka þar um i svartamyrkri og rigningu og sjá hvernig þeim likar,” segir Guðrún S. Guðmundsdóttir um vegarkaflann við Fossvogskirkjugarð. _ DB-mynd: Einar Ólason. Vegarkaflinn hjá Fossvogskirkjugarði — hættulegur, illa merktur og óupplýstur 9(ðn. Smiðjuvegi 6 - Sími 44544 Verzlunarmannafólag Reykjavíkur. HVILDARSTOLLINN Best hvildarstolhnn er meö færanlegu baki. Þú getur valið um átta mismun- andi stillingar. Best hvíldarstóllinn er bólstraður með leðri eöa áklæði. HÚSGAGNASÝNING SUNNUDAG KL. 2-5 Guðrún S. Guðmundsdóttir hringdi: Ég vil taka undir með Unnari Andréssyni um þennan vegarkafla hjá Fossvogskirkjugarði og þær framkvæmdir sem þar standa yfir. Þeir, sem stjórna þessari gatna- gerð, ættu að aka þarna um i svarta- myrkri og rigningu og sjá hvernig þeim líkar. Mér er meðal annars óskiljanlegt hvers vegna ekki var hægt að setja uppgröftinn handan við veginn í stað þess að hrúga honum á aðra akreinina. Ég kviði sannarlega fyrir þegar veruleg hálka og snjór koma i vetur. Óskandi er, þeirra vegna sem ábyrgir eru fyrir þessu verki, að ekki verði slys þarna. Þess má geta að malbikið glansar ótrúlega mikið í rigningu, þannig að maður sér illa út fyrir veginn. Nýlega var þetta ekki einu sinni merkt, þótt nýlega hafi verið komið fyrir einhverjum örlitlum, hvítum merkisneplum við verstu kaflana. Siðan er vegurinn ekki einu sinni upplýstur þarna, og varla hefði mátt koma fyrir fleiri S-beygjum þótt reynt hefði verið. yyVerða Jón Sigurðsson og Jón as Hallgrímsson túlkaðir sem óraunsæir uppreisnarmenn?” „Kvikmyndin um Boxarauppreisnina i Kina, sem sjónvarpiö sýndi sl. laugardags- kvöld <17. okt.) var ekki aðeins lágkúruleg, heldur var boðskapurinn vægast sagt hæpinn,” segir Þorvaldur örn Árnason. Þorvaldur Örn Árnason skrifar frá ísafirði: Kvikmyndin um Boxara- uppreisnina í Kína, sem sjónvarpið sýndi sl. laugardagskvöld (17/10) var ekki aðeins lágkúruleg, heldur var boðskapurinn vægast sagt hæpinn. Þarna var öllum tiltækum sálfræðibrellum beitt til að réttlæta og fegra málstað nýlenduveldanna, sem á þessum tíma höfðu kastað sér yfir Kína eins og hrafnar á hræ. Umboðsmenn og hermenn hinna erlendu kúgara voru upp til hópa hugprúð glæsimenni, heiðarleg út í fingurgóma, en Kínverjar hins vegar undirförlir óeirðaseggir, sem fengu makleg málagjöld. Ekki skorti á skrautlegar senur, dráp og flugelda- sýningar, til að örva hégómagirnd áhorfandans. Hví í fjandanum er verið að draga upp svona sorp og senda út á bezta útsendingartíma íslenzka sjón- varpsins? Þetta er þvi miður ekki einsdæmi. Eru það kannske viðbrögð sjónvarpsins við videoæðinu og há- værum kröfum sums fólks um að sýna helzt eintómt amerískt afþreyingarefni, sem þarna er verið að koma til móts við? Ef svo er, þá er sannarlega þörf á því, að við hin, sem viljum gera listrænar og siðfræðilegar kröfur til þess, sem borið er á borð fyrir alþjóð, förum að láta meira í okkur heyra. Kannski næsta stórverkefni sjónvarpsins á eftir Snorra Sturlusyni verði kvikmynd um sjálf- stæðisbaráttu íslendinga, þar sem danskir einokunarkaupmenn verði sýndir sem valin glæsimenni, allir af vilja gerðir til að bjarga hinum heimsku og lötu slor- og sveitadónum frá brennivins- og hungurdauða. Jón Sigurðsson og Jónas Hallgrímsson yrðu náttúrlega túlkaðir sem óraunsæir og ljótir uppreisnarmenn, sem dönsku hetjurnar reyndu að koma vitinu fyrir, svo lífi þjóðarinnar væri ekki stefnt í voða. Kvennamálum og barnauppeldi Dananna yrðu gerð góð skil, svo og samkvæmislifi öllu, en íslendingar væru aðeins sýndir tilsýndar, skítugir og heimskir og sífellt að hrökkva upp af úr hungri. Þeir einu, sem fengju uppreisn æru, væru þeir, sem gengju danskinum á hönd. Einn helzti gailinn við þetta mynd- efni yrði náttúrlega skortur á bar- dagaatriðum. Kannski mætti að einhverju leyti fylla í það skarð með þvi að sýna nærmyndir af drukknandi sjómönnum í dönskum verbúðum á Suðurnesjum, og hetjulegum aðförum danskra við björgunarstörf. Eins mætti gera sér mat úr því, þegar þoldsveikisjúkling- ar væru að bana komnir. Þannig mætti kannski gera alíslenzka afþreyingarmynd, sem gæfi þeim amerísku ekkert eftir. Þá sæti margur afþreyingarsjúklingurinn sæll fyrir framan kassann. Svo væri það ágæt landkynning að senda myndina út um heimsbyggðina, svo afþreyingar- sinnar allra landa mættu sameinast í að njóta áhrifamikillar litilsvirðingar ar á sögu sjálfstæðisbaráttu forfeðra okkar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.