Dagblaðið - 24.10.1981, Side 5

Dagblaðið - 24.10.1981, Side 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981. „Alle tiders kammerjass” Tónleikar Phiiip Catherine, gftarleikara og Niela Henning Orsted Pedersen, bassaleikara, á vegum Jassvakningar, í Háskóiabfói 21. október. Það er ekki að sökum að spyrja, þegar Niels Henning Orsted Pedersen kemur hingað til að leika, fyllist stærsti tónleikasalur borgarinnar. Aðsóknin að tónleikum þessa geðþekka Dana talar sínu máli og enginn þarf að fara í grafgötur um á- stæðuna. Niels Henning á sér einfald- lega aðdáendur marga. Nú var hann hingað kominn ásamt kunnum sam- verkamanni sínum, Philip Catherine, gítarleikara. Oftast heyrir maður getið hins þriðja, Billy Hart, þegar þeir kumpánar eru nefndir, en nú voru þeir aðeins tveir á ferð. Það má raunar merkilegt teljast, að þetta er í þriðja sinn, sem Niels Henning leikur hér á tvíeykistónleikum. Fjöldi flytjenda skiptir samt ekki máli, þeldur leikurinn. Um leik þeirra félaga þarf tæpast að fjölyrða. Hann var hréinasta snilld. Það hafa verið ritaðar langar lofgerðarrollur um það hvernig Niels Henning leikur sér að þessu volduga hljóðfæri, bassanum. Hvernig hann þenur hann af krafti, á fleygiferð, eða undur blítt og ljóðrænt, án þess að virðast hafa nokkuð fyrir því. En allt eru þetta okkur íslenskum jassunnendum kunnar staðreyndir, þökk sé kærkomnum heimsóknum snillingsins, og enginn undrast lengur. Hinu er samt ekki að neita að mér, að minnsta kosti, þykir jafn mikið til snilli Niels Hennings koma þótt ég sé hættur að undrast. Philip Catherine er líka firna snjall gitar- leikari. Hann blandar skemmtilega saman tækni hins rafmagnaða gítars og hins hefðbundna og er, trúi ég jafnvígur á hvort tveggja. Sumt sækir hann í smiðju tillanda síns meistara Reinhards, en verður þó alls ekki. sakaður um að stæla hann. Það mæddi að vonum meira á Philip í tvímenning þessum en ella. Hann skilaði sínu hlutverki með stakri prýði. Samleikur þeirra félaganna var hreint frábær. Þannig verður það líka að vera i kammermúsík. Það sem þeir félagar höfðu fram að færa var að sönnu púra kammermúsík, en til að særa ekki tilfinkningar eins eða neins er víst réttast að kalla það kammerjass. En það vardíka „Alle dders kammerjass”. PS. Aldrei hefur tekist jafn vel um hljóðblöndun og á þessum tónleikum hja Jassvakningu. Niels Henning Orsted Pedersen og Philip Catherine sýndu frábæran samleik á hljómleikum sfnum 1 Háskólabfói. -DB-mynd: KÖE. Tónlist Tónleikar tveggja öðlinga þessa tónleika að stórviðburði. Þeg- ar listamenn hafa samleikinn svo gjörsamlega á valdi sínu verða tónleikar þeirra likari helgiathöfn en venjulegum tónleikum og út úr hverjum tóni skín einlæg lotning fyrir verkefni og höfundi. Svipuð auðmýkt, lotning og aðdáun og kom fram í hinni frægu ræðu Grillparzers. Undir mynd af helgrímu Beethovens var prentaður stúfur úr þeirri frægu ræðu í snilldarþýðingu Þorsteins heidns Valdimarssonar. Sú sögulega ónákvæmni kom þar að vísu fram, að ræðan hefði verið flutt við útför meistarans. Hún var nú að vísu flutt sex mánuðum síðar; við afhjúpun bautasteinsins á leiði meist- arans, eða eins og segir i upphafi ræðunnar „Sechs Monden sind’s, da standen wir hier an demselben Orte| klagend.weinend: denn wir begruben einen Freund.” — En auðvitað urðu slikir smámunir ekki til að skemma ánægjuna yfir stórkostlegum tónleikum tveggja öðlinga. Fyrir hálfu öðru ári léku Pina Carmirelli og Árni Kristjánsson allar þrjár sónötur Brahms fyrir fiðlu og píanó. Það var stórviðburður í tónlistarlífinu, eins og flestir muna sem með hafa fylgst. Nú sneru þau sér að Beethoven og léku Vorsónötuna, síðustu sónötuna, sem var tileinkuð Rudólfi erkihertoga og þá sjöundu, sem kennd er við Alexander 1. Rússakeisara. Skemmst er frá því að segja, að enn á ný upplifðu áheyrendur mikinn tónlistarviðburð. Þau Pina Carmirelli og Árni Kristjánsson lögðu að sönnu ekki mikið upp úr andstæðunum í tónlist Beethovens í túlkun sinni heldur skein miklu fremur mildi úr öllum þeirra samleik. En það var þessi makalausi samleikur, þetta óútskýranlega sálufélag, sem snjallir tónlistarmenn get eignast i leik sínum, sem gerði Tónleikar Tónlistarfélagslns f Austurbœjarbfól 17. október. Flytjendur Pina CarmlrsBi og Ami Kristjáns- son. Árni Kristjánsson. V__^_ Verkefni: Sónötur nr. 5 í F-dúr, op. 24; nr. 10 í G- dúr, op. 96; nr. 7 f c-moH op. 30, nr. 2 fyrir fiðiu og pfanó eftir Ludwig van Beethoven. Pina Carmirelll. SYNING Laugardag og sunnudag.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.