Dagblaðið - 24.10.1981, Síða 6

Dagblaðið - 24.10.1981, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981. ' " 6_________________________________________________ Stærsti galli myntbrey tingarinnar að upplýsast? Olli myntbreytingin marg- földun á verði smávamings? —Þingmaður hef ur heyrt um allt að hundraðf öldun verðs á smáhlutum—ómissandi þó „Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir að myntbreytingin um sl. áramót valdi sérstökum verðhækkunum, einkum á smærri vörum og minni háttar þjón- ustu, umfram aðrar verðhækkanir?” er fyrsti liður í fyrirspurn Helga Selj- ans (Abl) til viðskiptaráðherra en fyrirspurnin var-lögð fram á Alþingi á fimmtudag. Helgi spyr ennfremur, hvern- ig Verðlagseftirlitinu hafi verið beitt til aðhalds og eftirlits. Hann spyr einnig hvort til séu frá Verðlagseftir- liti samanburðarskýrslur varðandi ýmsar smærri vörur fyrir og eftir myntbreytingu, og ef svo sé, hvað þærhafi þá leitt í ljós. Loks spyr Helgi hvort ráðuneytið hafi leitað til Neytendasamtakanna varðandi mál þetta, og sé svo, hvað. hafi þá verið gert af hálfu samtak- anna. Helgi Seljan skrifaði kjallaragrein í Dagblaðið um þessi mál sl. 'mánudag. Þar heldur hann því fram að mynt- breytingin hafi verið nýtt á býsna óprúttinn hátt af kaupsýslumönnum til verulegra hækkana á vöruverði. Eigi þetta við um ýmsa smávöru — ómissandi þó — af ýmsu tagi. Nefnir Helgi ýmis dæmi sem hann hefur heyrt um í þá átt að myntbreytingin hafi verið notuð til margföldunar verðs ýmissa bráðnauðsynlegra smá- vara, allt að því hundraðfalt. Helgi spyr í umræddri grein hvort verið geti að treyst hafi verið á það í verulegum mæli að fólk átti sig ekki nægilega vel á gildisbreytingunni — hundraðfaldri — einkum á ýmsu því smærra sem fólki þyki skipta minna máli. Helga finnst að Neytendasamtökin eigi næsta leik. Þau ættu að birta vandaða skýrslu, nákvæma könnun á verðlagningu, þar sem myntbreyting og gengisbreytingar- kynnu að hafa haft óeðlileg áhrif. -A.St. Grundarfjörður: FERDIN END- AÐIÞAR SEM HÚN BYRJAÐI Ölóður maður um tvítugt brauzt inn í fiskverkunarhús í Grundarfirði aðfaranótt fimmtudagsins og stal vörubíl er þar var. Maðurinn hugðist aka áleiðis til Reykjavíkur en svo iila vildi til að þegar hann var að bakka bílnum. bakkaði hann beint aftur inn í fiskverkunarhúsið og stórskemmdi bæði bílinn og vörur sem í húsinu voru. Maðurinn náðist skömmu síðar er hann reyndi að flýja. „Þetta minnir á sögu sem gerðist hér fyrir nokkrum árum,” sagði Bæring Cecilsson fréttaritari DB 1 Grundarfirði. „Þá stal maður hérna jeppa og ætlaði hann sér að aka honum til Stykkishólms. Maðurinn var vel við skál og ók sem leið lá að næsta sveitabæ. Þetta var um nótt en maðurinn bankaði upp á, vakti heimilisfólkið og ságði við það: Hvernig stendur á því að húsið stendur hér á miðjum vegi? Viljiði bara gjöra svo vel að færa það strax. Sá maður komst ekki heldur langt undan,” sagði Bæring og hló bara að þessu öllu saman. -ELA. DB-mýnd Guðm. Sv. Akureyri, Trillukarlar á Akureyri vilja netaveiði burt. Trillukarlar á Akureyri uggandi um sinn hag: Vilja netaveiðina burt úr Eyjaf irði Trillukarlar á Akureyri eiga nú í vök að verjast fyrir netabátum og eru þeir uggandi um áframhald ef ekkert verður að gert. Aðalveiðisvæði þessara 12 trillukarla, sem eru með báta frá 1,5—5 tonna, er inn að Hjalteyri en þar stunda nú allt að 50 tonna netaveiðibát- ar veiðar. í samtali við fréttaritara DB á Akur- eyri sögðu trillukarlarnir að þeir væru með meðferðarlinu sem lítt væri þekkt nema í Eyjafirði og er hún alltaf í sjó. Hins vegar hefur gerzt að netaveiði- bátarnir leggi netin yfir línurnar. „Viljum við því krefjast þess að neta- og dragnótaveiði verði bönnuð innan við Hrísey.” Trillukarlarnir sögðu að þeir hefðu haft samband við aðstoðarmann Kjart- ans Jóhannssonar, er hann var sjávar- útvegsráðherra, en hann svaraði því til að þeim i ráðuneytinu væri sama hvort það væri prestur eða ljósmóðir sem veiddi fiskinn i Eyjafirði. „Við erum ekkert að ásaka neta- veiðisjómenn, við erum aðeins uggandi um afkomu okkar eins og staðan er í dag. -ELA/G.Sv. Akureyri. Stöðugar útvarps- og sjónvarpsbilanir á utanverðu Snæf ellsnesi: SNJÓKOMA Á SKJÁNUM, LIT- LEYSI, BJÖGUN 0G ÞÖGN —útsending hefst stundum ekki fyrr en í miðjum f réttatíma Frá því að sjónvarpið hóf út- sendingar í ágúst, að loknu sumar- leyfi, hefur ekki ein einasta vika liðið án þess að vart hafi orðið bilana og truflana í útsendingu. Ýmist er snjór á skjánum eða litur hverfur af skjánum. Þá kemur það og fyrir að útsending hefst t.d. ekki fyrr en í miðjum fréttatíma. Þá þekkist það og að myndgæði eru eðlileg en allt tal fellurút. Þaðer þó fátíðara. Er fréttaritari Dagblaðsins á Hellissandi hefur spurt tæknimenn lóranstöðvarinnar á Gufuskálum hverju þetta sæti, segja þeir að þetta sé bilun í sendinum á Vallnaholti. Sá sendirer fyrir Ólafsvík, Hellissand og Rif og þjónar þvi yfir tvö þúsund manns. Sendirinn yfirhleðst og slær út. Á þriðjudagskvöld kom sjónvarp á kl. 20.15 og fór aftur af kl. 20.25. Það kom síðan aftur kl. 20.40. Þá var stöðug snjókoma á skermum sjónvarpstækja og litur hélzt vart inni. Til þess að sendirinn yfirhitnaði ekki varð að minnka orkuna. í fyrra var sett upp nýtt kerfi sem flytur efnið eftir míkróbylgjum frá Stykkishólmi að Vallnaholti. Nú eru því ekki erlendar truflanir eins og undanfarin ár heldur eingöngu vegna sendisins á Vallnaholti. Sendirinn er 100 vatta og smiðaður hjá Landsímanum. Ofan á þetta bætist að FM útvarp hefur verið meira og minna bilað og bjagað í lengri tíma. Ekki er hægt að hlusta á langbylgju vegna lóran- stöðvarinnar. Að vísu er lítil stöð á miðbylgju en þar eru tóngæði engin. -JH/HJ Hellissandi. Skagaleikflokkurinn: Frumsýnir barnaleikrit íkvöld Skagaleikflokkurinn frumsýnir í dag kl. 16 barnaleikritið Litli Kláus og stóri Kláus eftir hinn kunna danska höfund H.C. Andersen. Æf- ingar hófust fyrir 6 vikum og hafa gengið prýðilega undir stjórn Herdís- arÞorvaldsdóttur. Öll hlutverkin eru í höndum ungra og efnilegra leikara á Akranesi og þess má geta að Valgeir Skagfjörð hefur samið tónlist við leikritið. Önnur og þriðja sýning á leikritinu verða i Bióhöllinni á Akranesi á sunnudagki. 16 og 20.30. -SSv. BINGO B0RGARAR GÓÐIR BORGARAR! Opnum í dag nýjan hamborgarastað BINGÚ B0RGARAR á horni Vitastígs og Bergþórugötu. Smakkið okkar frábæru BINGÚ B0RGARA með frönskum og öllu tilheyrandi. Einnig bjóðum við upp á ís, shake o.fl. BINGÓ BORGARAR - SÍMI: 13730. BING0 B0R6MUI

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.