Dagblaðið - 24.10.1981, Page 13

Dagblaðið - 24.10.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981. I 13 I Erlent Erlent Erient Erlent Ævisaga Goldu Meir kvikmynduð í Israel: Ekki bara harðskeytt amma, heldur einnig hlý og tilfinningarík kona — Ingrid Bergman fer meö hlutverk for- sætisráöherrans sem gaf sér tíma til að sinna ástinni þrátt fyrir umfangsmikil stjórnarstörf Gunnlaugur A. Jónsson skrifar frá Lundi, Sviþjóð: Það komust fleiri karlmenn að í lífi Goldu Meir en bara Moshe Dayan, Ben Gurion og allir hinir ráð- herrarnir og hershöfðingjarnir sem hún hitti í vinnutíma sínum. Um þessar mundir er unnið í ísrael við gerð kvikmyndar um ævi Goldu Meir, fyrrum forsætisráðherra landsins, og þar sem sænska leik- konan Ingrid Bergman fer með hlut- verk Goldu leiðir það af sjálfu sér að Svíar fylgjast af talsverðri athygli með framgangi mála og mikið er skrifað í blöð hér um myndina. Veikgeðja eiginmaður í myndinni er talsverðu rúmi varið til að fjalla um ástamál Goldu Meir. Hún var nefnilega ekki alltaf hin harðskeytta amma eins og flestir muna eftir henni frá því að hún var forsætisráðherra ísraels. Eiginmaður Goldu, Morris, var heldur veikgeðja tónlistarunnandi, er alla tíð stóð í skuggann af hinni á- berandi eiginkonu sinni, enda sagði hún fljótlega skilið við hann. „Morris var virðingarverður, dlfinningaríkur maður en óþekktur og misskilinn,” sagði bandaríski sjónvarpsleikarinn Leonard Nimou sem fer með hlutverk hans i myndinni. Samnefnari elskhuganna í myndinni birtist einnig maður af nafni Efraim Ben Ariel. Hann er sem raunar eru með honum í Tel Aviv. „Okkur gengur ákaflega vel að búa saman þrjú, en það er ekki víst að það henti öllum að hafa þennan háttínn á,” segir Thompson. Yom Kippur-stríðið stærsti harmleik- urinn í Irfi Goldu Lokið er við að taka upp þá kafla myndarinnar sem gerast fyrir Yom Kippur-stríðið 1973, stríðið, sem markaði endalok á ferli Goldu. Hún gat aldrei fyrirgefið sjálfri sér að ísraelsmenn skyldu láta koma sér í opna skjöldu. „Golda var tilfínninganæm og henni varð auðveldlega komið úr jafnvægi. Stærsti harmleikurinn í lífi hennar var Yom Kippur-stríðið. Henni fannst sem hún sjálf bæri á- byrgð á dauða þeirra þúsunda fsraelsmanna sem féllu í stríðinu. Ég geri mér far um að túlka þennan þátt i lífi hennar,” segir Ingrid Bergman. Ingrid Bergman.sem er 66 ára gömul, leikur Goldu frá 45 ára aldri. í þeim þætti myndarinnar sem fjallar um yngri ár Goldu fer ástralska leik- konan Judy Davis með hlutverk hennar. skrifar f rá Svíþjóð leikkonunni Ingrid Bergman. „Golda var raunar ekki neinn dýr- lingur en hún var þjóðhetja. Hún var afskaplega hlý og hún þjáðist með hverjum hermanni sem særðist eða dó. Hún þjáðist vegna barna sinna sem hún gat ekki sinnt eins mikið og hún vildi og hún þjáðist vegna hjóna- bandins sem misheppnaðist henni. Hún var sannarlega ekki kaldlynd manneskja,” segir Ingrid Bergman. „Mitt síðasta hlutverk" „Jú. Þetta verður örugglega mitt síðasta hlutverk. Fyrir leikkonur á mínum aldri er ekki völ á neinum hlutverkum öðrum en einhverjum ömmuaukahlutverkum og þau kæri ég mig ekki um. Ég hef átt svo dásamlegan feril og hvers vegna skyldi ég enda hann með að halda niður á við? Og hvað gæti verið betra en að leika Goldu? Auk þess er það erfiðasta hlutverkið sem ég hef farið með á ferli mínum,” segir hin 66 ára gamla sænka leikkona sem að dómi þeirra, sem fylgzt hafa með töku kvikmyndarinnar um Goldu Meir, ferst hlutverkið ákaflega vel út hendi og tekst að túlka persónu hennar ótrúlega vel. Forsætisráðherrann Golda Meir: Við fáum líka að kynnast einkalífi hennar f kvikmyndinni. Ingrid Bergman i hlutverki Goldu. Atriði úr kvikmyndinni: Golda Meir (Ingrid Bergman ) ræðir hermál, m.a. við varnarmálaráðherra sinn, hinn nýlátna Moshe Dayan. ungur starfsmaður á samyrkjubúi og á að vera eins konar samnefnari fyrir þá karlmenn sem Golda hafði náið samband við í einkalífi sínu. Með hlutverk Ben Ariels fer Jack nokkur Thompson. Hann er maður um fertugt, bráðfallegur að sögn, og svar Ástralíu við Robert Redford. Thompson hefur ekki vakið mikla hrifningu meðal strangtrúaðra gyðinga vegna þess að hann skýrði frá því opinberlega, að hann hefði um tólf ára skeið búið í hamingjusamlegu „þrihyrnings- hjónabandi” með tveimur systrum, Fyrir þremur árum íýsti Ingrid Bergman því yftr að hún hefði hugsað sér að hætta að koma fram í kvikmyndum. En hún lét tílleiðast að taka að sér hlutverk Goldu, en segir jafnframt að það verði hennar siðasta hlutverk. Hélt að verið væri að grínast í viðtali við eitt blaðanna hér segir hún: ,,Ég hélt að það væri aðeins grín, þegar þeir buðu mér að fara með hlutverk Goldu. „Hvernig átti ég að geta leikið Goldu, ég sem er há og grönn og auk þess sænsk. Allir vinir mínir héldu líka að ég væri orðin vitlaus þegar ég lét undan miklum þrýstingi framleiðendanna og féllst á að taka hlutverkið að mér. Ingrid Bergman vissi ekki meirra um Goldu en að hún hefði verið for- sætisráðherra ísraels. En það var fljótlega bætt úr því. Hún var látin horfa á fjöldann allan af heimilda- myndum um hana. Hún las ævisögu hennar, viðtöl við hana o.s.frv. Og hún heillaðist af Goldu. Jeanne d'Arc ísraels „Hún var Jeanne d’Arc fsraels,” segir Ingrid Bergman. Franska bóndastúlkan Jeanne d’Arc sem uppi var á 14. öld og varð í senn dýrlingur og þjóðhetja meðal Frakka hefur verið í miklu uppáhaldi hjá BÓK í BLAÐFORMI VERÐ 27,00 KR. HEFTI OKTÓBER j Skop........................... 2 I Vændi: Ný og hættuleg þróun . 3 Flug kóngafiðrildanna........... 9 ! Hraðfleygasta njósnaflugvél heims...................... 14 Rubiks-teningurinn............. 20 Or heimi læknavísindanna .... 24 Rás eitt: lausnin á táningavand- anum? ....................... 27 Ferð til Kappadósíu............ 32 Undraverð menningarmiðstöð Parísar...................... 38 Alltergull. . . semglóir..... 45 Úrvalsljóð..................... 52 Stjórnaðu draumunum ........... 58 Haldið ykkur fast! ............ 63 Úr umferðinni............ 70 Gátur forndagatala leystar .... 72 Völundarhúsið ............. . 80 Dauðinn og töframaðurinn ... 81 Hugsuníorðum ................ 110 Allt er gull . . . sem glóir Bls. 45 Vændi: ný og hættuleg þróun Bls. 3 Hugur ofar efni Bls. 110 Bókin: Dauðinn og töfra- maðurinn Bls. 82 Hugur ofarefni: I. Nýjar sannanir fyrir dul- sálrænum fyrirbærum ........ 112 II. Innbyggði læknirinn í okkuröllum ..................117 Þetta kallar maður að faía í úti- iegu ....................... 123

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.