Dagblaðið - 29.10.1981, Page 3

Dagblaðið - 29.10.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981: 3 SJÓNVAL ER MEÐ FIDEUTY UMBODID —Kjartan R. Stefánsson á Sjónval Þór Agnarsson skrifar: Þann 11. ágúst sl. skrifaði ég Röddum lesenda bréf og greindi frá óförum mínum í viðskiptum við Rafiðjuna, þ.e.a.s. eiganda hennar, Kjartan Stefánsson. Fyrirsögn þeirra skrifa var: Hefur beðið eftir varahlut síðan í nóvember í fyrra — og bíður enn. Hér er um svokallaða IC-rás að ræða, fyrir Fidelity plötuspilara, og er rásin enn ókomin. í tengslum við bréf mitt í ágúst hafði blaðamaður DB samband við Kjartan Stefánsson og spurðist fyrir um þetta. í svari Kjartans segir orðrétt: ,,í fyrsta lagi er Rafiðjan ekki með umboð fyrir Fidelity. Rafíðjan hefur einungis séð um sölu á þessum tækjum síðan fyrir áramót. Fidelity á sjálft lagerinn og við höfum selt af honum. Ég hef enga partalista yfír þessi tæki svo ég verð að fara eftir þeim númerum, sem viðskipta- vinirnir gefa upp.” Síðan spurði blaðamaður hver væri með Fidelity umboðið, fyrst hann færi ekki með það. Kjartan sagði umboðið vera Sjónval á Vestur- götu 11. Þann 14. þ.m. hafði ég síðan aftur samband við Kjartan Stefánsson, eig- anda Rafiðjunnar, var hann þá með skæting og sagðist ekki ætla að þakka mér „auglýsinguna” í Dag- blaðinu. Sagði hann að ég gæti pantað þetta sjálfur og að hann hefði ekkert með þetta að gera. Spurði ég hann þá hver væri umboðsaðili fyrir þessi tæki og svaraði hann að það kæmi málinu ekkert við og viidi ekkert frekar við mig ræða. Það er greinilega ekki hættulaust að kaupa Fidelity tæki. Hver er með þetta umboð? Upplýsingar firmaskrár og hlutafélagaskrár Dagblaðið hafði samband við Sjónval, Vesturgötu 11 og fékk þær upplýsingar að fyrirtækið væri umboðsaðili fyrir Fidelity. Síðan snéri blm. DB sér til Firma- skrár Reykjavíkur og fékk þær upplýsingar að 3. nóvember 1978 hefði Sjónval verið skráð hjá þeim sem einkafyrirtæki Kjartans R. Stefánssonar, Bólstaðarhlíð 54, Rvk., og fer hann einn með prókúru. Tilkynning þessa efnis birtist i Lögbirtingablaðinu 10. janúar 1979. „Kjartan R. Stefánsson, Bólstaðarhlíð 54, Reykjavík, rekur með ótakmarkaðri ábyrgð fyrirtæki hér í borg undir firmanafninu Sjónval. Tilgangur fyrirtækisins er hvers konar viðskiptarekstur heild- sölu og smásölu ásamt inn- og út- flutningi,” segir í tilkynningu Kjartans til Firmaskrár. Hjá Hlutafélagaskrá íslands fékk blm. DB síðan þær upplýsingar, að Rafiðjan hf. hefði verið skráð hjá þeim 5. marz 1981. Formaður er Guðrún Anna Kjartansdóttir, Holts- götu 35, Rvk. Meðstjórnendur eru: Guðrún Jóhannesdóttir, Bólstaðar- hlíð 54, Rvk. og Kjartan R. Stefáns- son, einnig að Bólstaðarhlið 54, Rvk. -FG. Kjartan R. Stefánsson 1 Rafiðjunni, Kirkjustræti 8b, er skráður eigandi Sjónvals, Vesturgötu 11. DB-myndir: Gunnar örn. Fyrirtækið Sjónval, Vesturgötu 11, reyndist vera umboðsaðili fyrir Fidelity tæki. Police á næstu Listahátíð — áskorun frá aðdáanda hljómsveitarinnar Einar Bergur Ármannsson hringdi: Ásgeir Tómasson lagði til í DB fyrir skömmu, að hljómsveitin Police yrði fengin hingað til lands fyrir næstu Listahátíð. <---------- Hljómsveitin Police á erindi á Lista- hátið, finnst Einari Bergi Ármanns- syni. Ef ekki er þegar búið að fullskipa lista þeirra, sem þar eiga að koma fram, þá vil ég skora á forsvarsmenn Listahátiðar að taka þessa ábendingu Ásgeirs til greina. Sjálfur á ég tvær plötur með Police og er mikill aðdáandi hljóm- sveitarinnar. Ég vil gjarnan nýta þetta tækifæri til þess að þakka Ásgeiri Tómassyni fyrir skrif hans sem ég fylgist gaumgæfilega með. SÍÐUMÚLA 32 - SIMI 86544 ÞotmKrtTOMir opnari fyrir' bílskúhihurðir, j stað þess að berjast yiÁ hurðina styður þú á bnáþþ inni í hlýjum bílnum, huröin opnast sjálfkrafa og kveikir Ijós. Þú ekur inn, styður á hnappinn og hurðin lokast. í tækinu er sérstakur rafeinda- minnislykill þannig að ekkert annað tæki getur opnað þinn skúr — eða þína vörugeymslu. Kynnist þessari tækni, sláið á þráðinn — við erum í síma 86544. Ars abyrgð Fullkomin viðgerða- og varahluta- # heirrn heitir Fyrir fjölskyldunaN^ fyrirtæki ' bílageymslur V" FRAU.S.A. FYRIRUGGJANDI: BHskúrshurðarjám. EinangraOar bilskurshurðir. Hver heldur þú að verði næsti formaður Sjálf- stæðisflokksins? Jón Ágústsson nemi: Ef ég á að gizka tel ég að það verði Friðrik Sophusson. Guðlaugur Bjarnason innrammari: Geir. Er það ekki alveg öruggt? Ragnhildur verður svo varaformaður. Haraldur Þór Jónsson baðvörður: Ég er nú lítið stjórnmálasinnaður. Ef til vill verður það Ragnhildur Helgadóttir, en kannski það sé bara óskhyggja. Hilmar Gunnarsson bankastarfs- maður: Ég veit það ekki og vil helzt ekki gizka. Er nema einn í framboði? Hulda Þórðardóttir: Ég vil helzt hafa Ellert í því sæti. Ég kann vel við hann. Sigurjón Finnsson bankafulltrúi: Ég reikna með að Geir Hallgrímsson verði formaður. Mér finnst allar líkur benda til þess.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.