Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.10.1981, Qupperneq 8

Dagblaðið - 29.10.1981, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent úr þessari hótun. Það er einnig vitað að Kaddafi hefur yfir að ráða nýjum sovézkum flugskeytum, sem dregið geta langt upp á meginland Ítalíu. Comiso er nú undir stjórn sósia- lista sem eru fylgjandi því að flug- skeytin verði staðsett við þorpið. Sósíalistarnir tóku við völdum fyrir þremur árum og bundu þar með enda OLAFUR EINAR FRIÐRIKSSON á 25 ára samfellda stjórn kommún- ista í þorpinu. Þeir eru sannfærðir um að herstöðin muni hafa í för með sér aukna velferð fyrir íbúana og mikla tekjumöguleika. Þeir gera lítið úr hættunni sem stafar af Líbýu, en viðurkenna hins vegar, að ef Sovét- menn gerðu árás eftir að flugskeytun- um hefur verið komið fyrir, myndi Endurnýjun kjarnorkuvopna í Vestur-Evrópu: KJARNORKUVOPNABURITALA VERDUR STADSETT Á SIKILEY — Sikileyingar óttast viðbrögð Kaddaf is Líbýuf orseta og áhrif 5 þúsund manna bandarísks herliðs á ef nahagslíf ið ítalska þingið hefur orðið fyrst allra allra þinga í Vestur-Evrópu til að samþykkja staðsetningu nýrra kjarnorkuflugskeyta á landi sinu, í samræmi við ákvörðun Atlantshafs- bandalagsins þess efnis frá árinu 1979. Þingið samþykkti fyrir skömmu, með naumum meirihluta, að 112 svokallaðar stýriflaugar (cruise missiles) skyldu staðsettar á suðurhluta Sikileyjar og gamall her- flugvöllur frá tímum Mússólínis gerður upp í því skyni. Sósíalistar klofnir Ákvörðunin olli klofningi meðal sósíalistanna í ríkisstjórn Spandol- inis. Margir þeirra voru andvígir því að taka við flugskeytunum, en þar sem meirihluti flokksins var því með- mæltur, ákváðu þeir að mæta ekki við atkvæðagreiðsluna og var áætlunin því samþykkt með naumum Mörgum Sikileyingum finnst þetta dæmigerð vinnubrögð stjórnarinnar í Róm, sem hafi komið fyrir kjarn- orkuveri á eynni fyrir nokkrum árum, með sama gjörræðinu. Óttast yfirlýsingar Kaddafis En íbúarnir óttast ekki síður bandaríska herstöð á eynni vegna nálægðarinnar við Líbýu. Flugskeyt- in draga bæði til Sovétrikjanna og eins til bandamanna þeirra i Líbýu og Sýrlandi. En þótt ítalskir hershöfð- ingjar hafi lagt á það ríka áherzlu, að flugskeytin yrðu undir yfirstjórn NATO og að þeim væri ekki beint gegn arabaríkjunum, eru nýlegir at- burðir sem ýta enn undir ótta Sikil- eyinga. Þegar bandariski herinn ögraði Kaddafi Líbýuforseta með heræfingum á Sidraflóanum, á svæði sem Líbýa telur innan sinnar land- helgi, endaði það með því að tvær Sovézk flugskeyti I Lfbýu. Með þau I handraöanum telur Kaddafi sig geta sett hvaða stórveldi sem er stólinn fyrir dyrnar. þörpið hverfa í reyk. Gegn rökum andstæðinga sinna vitna þeir til orða Pertinis forseta Ítalíu, sem sagði að ítalir verði að taka á sig hluta byrð- anna til að halda við jafnvægi milli austurs og vestur. Ef það jafn- vægi styrkist, segir Pertini, minnkar hættan fyrir Sikileyinga. En íbúarnir spyrja: Hvers vegna Sikiley? Hers- höfðingjunum hefur vafizt tunga um tönn við að svara þessari spurningu, en margir Sikileyingar telja svarið felast í því, að sú staðsetning feli í sér minni hættu en ef flugskeytin væru staðsett í þéttbýlli héruðum á megin- landi Ítalíu. Að vonum eru þeir ekki ánægðir með þá niðurstöðu. Fimm þúsund manna herstöð Andstæðingar flugskeytanna hafa dregið í efa að herstöðinni muni fylgja aukin velmegun. Flugskeytun- um munu fylgja um 1500 tæknimenn úr bandaríska flughernum og ásamt fjölskyldum þeirra verða um 5 þúsund Bandaríkjamenn i herstöð- inni. Margir Sikileyingar óttast að í kjölfar þeirra fylgi eiturlyf, vændi og verðbólga, sem séu dökku hliðarnar á þeim fjárhagslega ábata sem hugsan- lega megi hafa af nærveru her- stöðvarinnar. Aðrir íbúar eyjarinnar telja það fyllilega áhættunnar virði og þeir hafa nú náð yfirhöndinni með hjálp stjórnarinnar í Róm. Eftir að ríkisstjórnin hafði átt fund með öllum bæjarstjórum á eynni meðan umræðurnar stóðu yfir í þinginu, hafa ekki verið umtals- verð mótmæli gegn hinni fyrirhug- uðu herstöð opinberlega. Mótmæla- aðgerðir sem kommúnistaflokkurinn stóð fyrir voru ekki studdar af öðrum flokkum. Þeir meðlimir sósíalistaflokksins sem andvígir voru flugskeytunum drógu sig í hlé. Meiri- hluti flokksins komst því nálægt því takmarki sínu að sýna að Ítalía, sem er eitt stærsta aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins, væri áreiðanlegur bandamaður. ítalskar ríkisstjórnir hafa haft tilhneigingu til að styðja eindregið kjarnorkuvopnaáætlanir Atlantshafsbandalagsins, vegna þess eins að það gefur þeim sterkari stjórnmálalega stöðu. Ríkisstjórn Spandolinis hefur væntanlega tekizt þetta með ákvörðun sinni, en óánægjan.grefur um sig meðal vissra hópa á Sikiley. (Intern. Herald Tribune, Dagens Nyheter) meirihluta. Talið er að það sem einkum hafi vakað fyrir þeim sósía- listum sem greiddu áætluninni at- kvæði sitt, hafi verið að skapa flokknum ímynd hins ábyrga stjórn- málaflokks sem vestrænar ríkis- stjórnir og Bandaríkin gætu reitt sig á og skapa þannig mótvægi við hinn öfluga flokk kommúnista. Ekki síður hefur það haft áhrif að Bandaríkin munu greiða háar fjárupphæðir til að koma herflugvellinum í nothæft ástand og munu fara til þess 300 milljónir dollara á næstu tveimur árum. Herflugvöllurinn stendur við þorpið Comiso á Sikiley og búa þar um 26 þúsund manns. Flestir lifa af landbúnaði og velmegun er þar meiri en almennt gerist meðal þeirrar stéttar á Ítalíu. Ákvörðun ítalska þingsins vakti því nokkra óánægju meðal bændanna á svæðinu, þar sem þeir óttast að í kjölfarið fylgi eigna- upptaka á landi, sem myndi svipta þá atvinnu sinni. Þá hefur það einnig vakið gremju íbúanna, að þingið sá ekki ástæðu til að ráðgast við þá fyrirfram, en Sikiley hefur sjálf- stjórnarréttindi innan ítalska ríkisins. Talsmenn þingsins báru því við, að ekki hefði verið unnt að hafa samráð við íbúana af öryggisástæðum. líbýskar herflugvélar voru skotnar niður. Kaddafi hótaði að láta hart mæta hörðu ef slíkt kæmi fyrir aftur og sagði að hann myndi svara með árásum á bandarískar herstöðvar á Sikiley, á grísku eynni Krít og í Tyrk- landi. Engum dettur í hug að Kaddafi myndi gera greinarmun á NATO og Bandaríkjunum ef til þessa kæmi og hann væri liklegur til að gera alvöru Flugskeyti af þeirri gcrð sem munu heiðra Sikileyinga með nærveru sinni. Ekki dugir minna en 112 stykki ef að gagni á að koma. Kaddafi. Ógnvaldurinn sem hefur hótað að sprengja upp bandariskar herstöðvar á ttaliu, Krit og i Tyrklandi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.