Dagblaðið - 29.10.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 29.10.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. Niðurstöður skoðanakönnunar Dagblaðsins: STOR HOPUR ALÞYÐUBANDALAGS- MANNA VILL TAKA VIÐ „KANAFÉNU” Meðal alþýðubandalagsmanna eru talsvert skiptar skoðanir á því hvort taka skuli við bandarísku fé til að byggja nýja flugstöð á Keflavíkur- flugvelli, samkvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins. Sama fólkið hefur í könnunum DB verið spurt þessarar spurningar og hvaða stjórnmálaflokk það styddi. Því má skoða hvernig afstaðan til „Kana- fjár” til flugstöðvar dreifist eftir af- stöðu til flokkanna. Hjá öllum öðrum flokkum en Alþýðubandalaginu er yfirgnæfandi meirihluti fylgjandi því að Bandarikja- menn leggi fram um helming fjármagns (eða meira) til nýrrar flugstöðvar. Þetta kemur ekki á óvart miðað við afstöðu forystumanna þessara flokka. í Alþýðubandalaginu er meirihlutinn hins vegar andvígur bandarísku fjár- magni til flugstöðvar, en athyglisvert er, hversu margir alþýðubandalags- menn eru fylgjandi því að tekið verði við þessu fé. Af alþýðuandalags- mönnum í könnuninni sögðust 62,8 af hundraði vera þessu andvígir en 37,2 af hundraði kváðust því fylgjandi. Þótt hafa verði allan fyrirvara á slíkri niðurstöðu, þar sem verið er að skipta upp tiltölulega lágum tölum, bendir þessi niðurstaða eindregið til talsvert skiptra skoðana á þessu máli í röðum almennra kjósenda Alþýðubandalagsins. í 76. skoðanakönnun Dagblaðsins: Ertu fylgjandi eða andvígur þvf að Bandaríkjamenn ieggi fram um helming fjármagns til nýrrar f lugstöðvarbyggingar á Kef lavíkurflugvelli? Þrír af hverjum fjórum vilja bandarískt fé í nýja flugstöð —af þeim, sem taka af stöðu í skoðanakönnun blaðsins Yfirgnæfandi mcirihluti lands- manna vill að Ivlcndingar þiggi bnð Handarikjamanna um sem næ\i hclming\framlag til byggingar nýrrat flug\löðvar á Kcflavikurflugvclli. Dag- blaðið spurði i vkoðanakonnun: F.rlu fylgjandi cða andvigur þvi að Randa- rikjamcnn leggi fram um helming fjir- magns til nýrrar flug\löð\arbyggingar á Kcflavikurflugvdli? Margir lóku fram að Banda- rikjamenn mxttu gjarnan lcggja fram meira en helming lil þcwarar bygging- r, jafnvcl allan kosinaðinn. 64.3*'« af. hundraði \ögðu\i i konn- uninni vcra fylgjandi hdmingvfram- lagi Handarik jainanna (eða mcira'l 20,5 af huudraði kváðust andvigir þvi. I imm af hundraði voru óákvcðnir. \cm cr lág tala. I.oks vildu 10.2 af hundraði ;kki wara þcssari spurningu. Þciia þýðir að um þrir af hvcrjum fjórum \cm taka afstððu eru fylgjandi slikum framlögum Bandarikjamanr.a lil nýrrar flugsiöðvarbyggingar á Kefla- vikurflugvelli Nánar lillekið eru 75,K prósem fylgjandi og 24,2 prósem and- vígiraf þcim sem lakaaísiöðu. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Fylgjandi 386 eða 64,3% Andvigir 123 eðe 20,5% Óákveðnir 30 oða 5,0% Vilja okki svara 61 eða 10,2% Ef aðoins oru toknir þoir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi 75,8% Andviglr 24,2% Ummæli fólks í skoðanakönnuninni: Þcssi mcirihluii cr mcð þvi rncsia sem komið hefur úi úr skoðana- könnunum l)agblað\in\. Uikoman minnir á niðursiöður skoðanakönnun- ar Dagblaðsins um ..aronskuna" i júni I976: Þá var spuri hvori Islcndingar ailu að laka gjald fyrir aðsiöðu Bandarikjamanna á Kcflavikurllug vclli. Rúm 70 af hundraði sögðu að Mcndingar-ællu að laka gjald lyrir. Rúm IR próseni voru þvi andvigir og rúm II próscni óákveðnir cða svöruðu ekki. Af þeim sem tóku afsioðu lýsiu þannig 79,3 af hundraöi fylgi við gjaldið en 20,7 af hundraði voru þvi andvigir. „Eins og adrir leigjendur" ,,Þeir xiiu að borga mcira helming,” sagði kona á Vestfjörðum, þcgar hun svaraði sp.irninsunni i skoðanakönnuninni. ,,Ég vil4ndilega ef við hefðum viljað laka i útréita hönd þeirra." sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. ..Þeir cru eins og hverjir aðrir lcigjcndur og verða að greiða sinar að ganga á lagið og láta þá aðstoða okkur á fleiri sviöum, lil dæmis við uppbyggingu þjóðvegakerfisins,” sagði karl á Revkiavikursvzðinu. vikursvæðinu. „Eg er alfariö á móii þvi að við séum að beila um allan heim eins og aumingjar. Við erum mcð rikiisiii ».«r---— Af sjálfstæðismönnum í könnuninni sögðust um 85 af hundraði vera fylgjandi viðtöku bandarísks fjár- magns til flugstöðvar. Um ll af hundraði voru því andvígir og rúmlega 4% óákveðnir. Af framsóknarmönnum voru um 84 af hundraði fylgjandi viðtöku banda- rísks fjár, um 13% andvígir og um 3% óákveðnir. Meðal alþýðuflokksmanna í könnuninni voru um 77 af hundraði fylgjandi viðtöku bandarísks fjár- magns. Rúm 15% voru því andvígir og um 8% óákveðnir. Af jieim stóra hóp, sem var óákveðinn gagnvart flokkunum eða svaraði ekki spurningunni um flokk, voru um 52 af hundraði fylgjandi því að bandarískt fjármagn til flugstöðvar yrði þegið. Tæplega 22 af hundraði í þeim hópi voru því andvígir og 6% óákveðnir. Loks vildu 20 af hundraði í þeim hópi ekki svara spurningunni um flugstöðina. (Sjátöflur.) -HH. Afstaða fólks til spurningar- innar um bandarískt fjár- magn til flugstöðvar droifð- ist sem hór segir eftir stjórn- málaflokkum: SJÁLFST ÆÐISMENN Fylgjandi 134 eða 84,8% Andvígir 17 eða 10,8% Úákveðnir 7 eða 4,4% FRAMSÓKNARMENN Fylgjandi 57 eða 83,8% Andvigir 9 eða 132% Úákveðnir 2 eða 2,9% ALÞÝÐUBANDAIAGSMENN Fylgjandi 16 eða 37,2% Andvígir 27 eða 62,8% ALÞÝOUFLOKKSMENN Fylgjandi 20 eða 76,9% Andvígir 4 eða 15,4% Úákveðnir 2 eða 7,7% ÓÁKVEDNIR UM FLOKK EDA SVARAEKKI UM FLOKK Fylgjandi 159 eða 52,1% Andvlgir 66 eða 21,6% Úákveðnir 19 eða 6,2% Svara ekki 61 eða 20% Úr leikritinu Sagan um litla kritarhringinn. t þvi er mikið af söng og hljóðfæraslætti. Ljósm. LR. Enn f erdast Leikfélag Reykjavíkur um grunnskólana —að þessu sinni með Söguna um litla krítarhringinn Sagan um litla krítarhringinn nefnist leikrit sem leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur sýna um þess- ar mundir í grunnskólum höfuðborg- arinnar. Þetta er annar veturinn í röð sem Leikfélagið efnir til flökku- sýningar í grunnskólunum. í fyrra var farið um með Hlyn og svaninn á Heljarfljóti. Þaö var spænskur höfundur, Alfonso Sastre, sem samdi Söguna af litla krítarhringnum. Leikritið hefur verið sýnt víða um lönd. Þórarinn Eldjárn þýddi það. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir, lýsingu annast Daníel Williamsson og leik- mynd og búninga sá Magnús Pálsson um. Leikendur eru Aðalsteinn Bergdal, Hanna María Karlsdóttir, Jóhann Sigurðarson og Soffía Jakobsdóttir. „Skólayfirvöld hafa sýnt þessari sýningu okkar mikinn áhuga og hópurinn er þegar víða bókaður,” sögðu leikhússtjórar LR á blaða- mannafundi sem efnt var til vegna barnaleikritsins. f fyrra sáu um sjö þúsund börn Hlyn og svaninn á Heljarfljóti á 45 sýningum. Búizt er við að sýningar verði jafnvel fleiri á Sögunni um litla kritarhringinn. Um hvað fjallar svo leikritið? Jú, það er litil dæmisaga. Magga litla eignast bilaða dúkku sem Rósa hefur fleygt. Með aðstoð nokkurra hand- verksmanna og fyrir eigin umhyggju gerir Magga úr henni svo eftir sóknarverða brúðu að fyrrverandi eigandi vill endilega fá hana aftur. Til þess að skera úr um hvor þeirra eigi rétt til brúðunnar er beitt gamla prófmu með krítarhringinn. Að sögn aðstandenda sýning- arinnar hentar hún fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára. Leikritið var frumsýnt í síðustu viku í Langholts- skóla. -ÁT- Læknadeilan á Selfossi: Læknafélagið hafði forgöngu um lausnina —báðir fyrri deiluaðilar hafa lýst yf ir að nýja lausnin sé varanleg „Það vona allir að nú sé endanlega leyst svonefnd læknadeila við hið nýja Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi,” sagði ísleifur Halldórsson, héraðs- læknir á Hvolsvelli og einn úr stjórn Sjúkrahúss Suðurlands, í viðtali við DB ígær. „Læknarnir sem þarna hafa mest komið við sögu, Daníel Daníelsson yf- irlæknir og Brynleifur Steingrímsson héraðslæknir, hafa báðir lýst þvi opinberlega ■ yfir að þeir telji málið endanlegaleyst.” ísleifur sagði að sá starfssamningur sem Daníel hefði nú undirritað væri til kominn fyrir milligöngu Læknafélags ísland og þá sérstaklega formanns þess, Þorvaldar Veigars Halldórssonar, og lögfræðing félagsins, Páls Þórðar- sonar. Þegar Læknafélagið væri búið að staðfesta samninginn væri hann opinbert plagg. Slík staðfesting væri í þessu tilviki aðeins formsatriði því félagið hefði haft forgöngu um gerð samningsins. Sem kunnugt er eiga fímm aðilar aðild að Sjúkrahúsi Suðurlands. Eru það Árnes-, Rangárvalla- og V-Skafta- fellssýslur, Selfosskaupstaður og Selfosslæknishérað. Ríkið greiðir 85% af stofn- og rekstrarkostnaði en sýslurnar og Selfoss 15%. Heima- mönnum er gert að reka sjúkrahúsið samkvæmt rekstrarsamningi frá 1971. Hlutur Árnesinga í stjórnunarmálum spítalans er langstærstur og þeir hafa mest að segja um stjórnun sjúkra- hússins. Ríkið ákvað að allt starfsfólk gamla sjúkrahússins flyttist yfir á hið nýja. Stjórn sjúkrahússins vildi þá gera nýjan starfssamning við Daniel yfirlækni einan af öllu starfsliðinu. Hann neitaði. Og nú hefur Læknafélagið gengizt i að miðla málum og fundið lausn sem allir vona að verði varanleg, að sögn ísleifs Halldórssonar. -A.St. FENGU BINGOTÆKIAÐ GJ0F íþróttafélaginu Eilífi í Mývatnssveit barst nýlega góð gjöf frá Þuríði GísL- dóttur í Reynihlíð. Var um að ræða tæki til bingóhalds. Tækin voru vígð um fyrri helgi á fjölsóttri bingóskemmtun í Hótel Reynihlíð. Voru spilaðar sex umerðir. Bingó-skemmtanir eru vinsælar í Mývatnssveit og nýju tækin verða félaginu væntanlega drjúg tekjulind, því áður þurfti að ráðast i leigu- og flutning tækja langt að til að halda bingóskemmtanir. -Finnur, Mývatnssveit. Bandalag kvenna í Reykjavík sendir samgönguráðherra yfiriýsingu: VIUA FRESTA SKREFATALNINGU Bandalag kvenna í Reykjavík hefur sent samgöngumálaráðherra yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við þingsályktunartillögu um könnun á afstöðu símnotenda til mismunandi valkosta við jöfnun sím- kostnaðar. Þá beinir bandalagið þeim til- mælum til samgönguráðherra, að hann beiti sér fyrir því að umrædd könnun verði gerð og fresti framkvæmd og ákvörðun um skrefa- talninguna þar til afstaða símnotenda liggur fyrir í máli þessu. í Bandalagi kvenna í Reykjavík eru nú 32 aðildarfélög með um 15 þúsund félaga. -ELA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.