Dagblaðið - 29.10.1981, Side 12

Dagblaðið - 29.10.1981, Side 12
r 12* frjálst, úháð dagblað Útgofandi: Dagbladifl hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas KristjAnsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Símonarson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamonn: Anna Bjarnason, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefáns- dóttir, Elín Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Jóhanna Práinsdóttir, Kristján Már Unnarsson, Lilja K. Möller, ólafur E. Friðriksson, Siguröur Svorrisson, Viöir Sigurðsson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Práinn Porloifsson. Auglýsingastjóri: Ingólfur P. Stoins- son. Droifingarstjóri: Valgeröur H. Svoinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aöalskni blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugorö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 10. Askriftarverð á mánuði kr. 85,00. Verð í lausasöiu kr. 6,00. Líflegur landsfundur Fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins munu eiga ýmissa kosta völ, þegar kemur að kosningu formanns og varaformanns flokksins. Ný framboð koma fram annan hvern dag. Og enn fleiri bíða færis í sviptingum lands- fundarins. Valdamiðstöðin í flokknum nýtur takmarkaðs trausts, enda fjölgar þeim stöðugt, sem sjá, að stefna hennar er, að betra sé að hafa mikil völd í litlum flokki en lítil völd í stórum. Fyrir þetta er hún kölluð flokks- eigendafélag. Öflugustu framboðin á landsfundi eru einmitt frá þessu félagi. Geir Hallgrímsson er langbezta formanns- efni þess, einfaldlega af því að hann er formaður fyrir og mörgum fulltrúum mun þykja þungbært að rísa gegn slíkum. Ragnhildur Helgadóttir er ekki síður heppilegt fram- boð af hálfu flokkseigenda til varaformennsku. Hún fellur nákvæmlega að þeirri kröfu líðandi stundar, að nú loksins verði konur valdar til áhrifa, jafnvel að öðru ójöfnu. Uppreisnarmenn og stjórnarsinnar koma í annarri sveit, sem alls ekki er eins sterk á landsfundi og hún er meðal almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. En hún vill samt sína liðskönnun á landsfundi. Formannsefni þessa hóps er Pálmi Jónsson og vara- formannsefni væntanlega Friðjón Þórðarson, þótt sá síðarnefndi hafi ekki enn, þegar þetta er ritað, gefið neina yfirlýsingu um slíkt. Bæði eru þessi framboð öflug. Að baki svífur náttúrlega hinn einstæði töframaður íslenzkra stjórnmála, Gunnar Thoroddsen, sem orðinn er nánast þjóðhetja, þrátt fyrir gerðir, misgerðir og vangerðir ríkisstjórnar sinnar, — eða kannski vegna þeirra Á milli þessara fríðu hópa er á landsfundi mikill fjöldi fulltrúa, sem seint og illa verða dregnir í dilka. Fjölmennir eru þar fulltrúar, sem eru andvigir ríkis- stjórninni, en hafa jafnframt glatað trúnni á Geir. Mikilvægi þessa hóps sést bezt af því, að á morgni fyrsta landsfundardags höfðu fyrrverandi ráðherrar flokksins og aðrir hornsteinar hans ekki enn látið verða af því að lýsa stuðningi við núverandi formann. Sumir í þessum hópi gætu hugsað sér að fara í framboð til formanns eða varaformanns, ef þær aðstæður mynduðust á landsfundi, að á þau framboð yrði litið sem málamiðlun, er sæmilega breiður hópur fulltrúa gæti sætt sig við. Af hálfu stjórnarandstæðinga utan flokkseigenda- félags hefur Ellert B. Schram gefið hálfa yfirlýsingu um framboð í formennsku og Friðrik Sófusson heila yfirlýsingu um framboð í varaformennsku. Báðir höfða til ungra fulltrúa. Erfiðara er að staðsetja framboð Sigurgeirs Sigurðs- sonar til varaformanns. Hann er ekki Engeyingur og ekki beinlínis í flokkseigendafélaginu, en stendur þó nálægt því og gæti dregið sig í hlé í þágu Ragnhildar. Frá því að þetta er ritað og þangað til það er lesið, geta frambjóðendur verið orðnir fleiri eða færri. Sjálf- ur landsfundurinn verður svo vettvangur tilrauna til bandalaga milli einnstakra hópa, til dæmis um gagn- kvæman stuðning. Þegar kemur að atkvæðagreiðslu á sunnudaginn, geta frambjóðendur verið orðnir allt aðrir en þeir, sem hér hafa verið nefndir. Fulltrúar geta alls ekki kvartað um, að líf og fjör og leiki skorti í flokki þeirra. / DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. LAUNAFÓLK - KJARASAMNING- ARNIR K0MA YKKURVH) Kjarasamningar framundan. Loga verkfallsbál um þjóðfélagið eða verður gaufað fram á sumar? Atvinnuvegirnir eru í bullandi tapi. Verða gerðir samningar um tapið? Sumir foringjar launafólks tala um kjararán. Hver er ræninginn? Kröfugerðar- rómantík Við BSRB-félagar ættum að vera minnugir þess hvernig fór fyrir hinni ágætu kröfugerð BSRB í síðustu samningum. Hvorki var sú kröfugerð yfirdrifin eða óraunsæ. Hún bráðnaði engu að síður og varð að litlu er upp var staðið frá samninga- borðinu. Voru þó liðnir mánuðir og ár frá því að samningar runnu úr gildi. Enn á ný er farið af stað. Haldnar eru kjaramálaráðstefnur og útbúnar eru kröfur. Félagsfólki er tjáð að nú skuli það fá bætt það sem af hefur verið skafið á samningstímabilinu og eitthvað betur. Kröfugerð er kynnt og hún útskýrð og rætt um prósentur og vísitölustig. Þeir félagar sem enn hafa nennu á að mæta til funda og hlýða á boðskapinn fyllast vonum og kannski bjartsýni um að ekki sé allur dugur úr forystuliðinu, sem ætlar að leiða samningana. Hvað ættum við almennir félagar svo sem annað að gera? Það er ekki heiglum hent að álpast út í þá hringiðu sem kjaramál launafólks eru orðin að. Yfir- gnæfandi meirihluti félaga ASÍ og BSRB er hvergi með á nótunum þegar um kjaramál þeirra er fjallað. Þeir hafa lítil sem engin áhrif á kröfugerð samtaka sinna og vita þá fyrst hvað þeir bera úr býtum er þeim er sagt frá því á þeim fundum, sem efnt er til, til þess að útskýra samninginn. Þá er venjulegast sem minnst imprað á kröfugerðinni — því sem farið var fram á i upphafi samningsgerðar. Hvað er að? Sjálfsagt er flestum ljóst að stefnir í ófarnað með félagsstarf launafólks þegar kjaramálin í sínum víðasta skilningi eru orðin að prívatmáli ^ „Samninganefndirnar eru þögular eins og gröfín og þegar upp er staðiö er samningurinn oftast í engu samræmi við kröfugerðina.” Brátt breytíst flokkaskipanin 30% óákveðnir í skoðanakönnun DB fyrir skömmu voru rúml. 30% spurðra óákveðnir um stuðningsflokk við Alþingiskosningar. Kosningaúrslit undanfarna áratugi sýna líka óvenju stöðugt flokkafylgi, ef frá eru taldir Þjóðvarnarflokkur og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna. Sjálfstæðis- flokkur sveiflast um 40%, Alþýðu- bandalag um 20% og Framsóknar- flokkur sömuleiðis. Alþýðuflokkur hefur sýnt mestu fylgissveifluna og þá helst á kostnað Sjálfstæðisflokks- ins. Ekki sýnist manni þetta valda flokksforingjum sérstökum áhyggj- um eða opna leiðir fyrir gagnrýni og alvarlegri umhugsun innan flokk- anna. Yfirleitt eru tilraunir til slíks afgreiddar sem „klofningur, aðdrótt- anir, mannlegir harmleikir eða sleggjudómar” sbr. mál manna eins og Hrafnkels A. Jónssonar, Vil- mundar Gylfasonar eða Gunnars Thoroddsen. En mörgum finnst stöðnun flokkakerfisins áhugaverð og ekki ills viti ef uppstokkun þess fylgir. Óróleikamerkin í flokkunum benda til þess að umbrot verði í flestum flokkanna áður en langt um líður. Bundið efnahagsástandinu Kjallarinn AríT. Guðmundsson unum sem aðeins reyna að sníða agnúana af, heyja vindmyllubardaga, af því að ekki má hrófla við undir- stöðunum, og grípa allir til keimlíkra aðgerða sem þeir skamma hvor annan fyrir (allt eftir því hver er í stjórn, hvenær og með hverjum). Fólk er þreytt á hálfsviknum lof- orðum og yfirlýsingum (t.d. um kjör) sem koma engan veginn heim við raunveruleikann sem við því blasir. Svona ástand ber vissulega í sér hættu á pólitískri deyfð. Hún er vond og opnar óráðvöndum og mjög hægri sinnuðum öflum (sbr. Fremskrittspartiet i Noregi og Glistrupflokkinn i Danmörku) ýmsar leiðir í kosningum. Hér bera flokk- arnir sjálflr mesta ábyrgð. Svo má vonandi segja að áhugaleysi á flokk- unum fjórum sé ekki endilega það sama og almennt pólitískt áhugaleysi. Jón Baldvin, orðhagur og skólaður kratinn, hafði líka skýringar á efna- hagsástandinu á reiðum höndum. Vandinn er sá að við höfum fengið völd í hendur duglausum og vondum pólitíkusum — er inntakið í orðum Jóns. Skýringin hljómar ekki illa en er samt röng. Nær væri að skoða sjálfan grunninn í íslenzka hag- kerfinu — frelsið til að lifa á annarra vinnu og stunda hvers kyns belli- brögð (lögleyfð) til að koma sam- keppanda á vonarvöl en ráða sjálfur yfir sem mestu fé. Stjórnmálamenn- irnir eru alls ekki duglausir. Þeir notast bara við þá borgaralegu póli- tík sem viðurkennir rétt eins til að lifa á annars vinnu, rétt til að stofna ótakmarkaðan fjölda fyrirtækja (sem háð eru samkeppni), rétt vöruselj- enda til að halda sínu með sífelldum verðhækkunum og rétt manna til að stinga undan fé eða flytja út fjár- magn. Það er þetta fyrirkomulag, en ekki stjórnmálamenn, sem er að keyra skútuna margumtöluðu á kaf. Stjórnmálamennirnir þrátta helst um Stjórnmálastaðan er ekki laus úr tengslum við efnahagsástandið. Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því ágæt- lega í leiðara Alþýðublaðsins 22.10. („Undir ráðstjórn”): Of lág grunn- laun, gegndarlaus vinnuþrælkun, glórulausar eða vannýttar fjárfest- ingar, rányrkja, yfirborganir, skatt- svindl, bruðl ríkisins á sumum sviðum o.s.frv. o.s.frv. Þorri launa- fólks er sama sinnis. Það er auðvitað þreytt á þessu — á kerfinu, á flokk- £ „Það er sérkennilegt að sjá forystu flokkanna fjögurra streitast við að horfa framhjá staðreyndum og ræða um sókn eða samhug. íslenska flokkakerfið er að nálgast nokkurn veltipunkt.” V.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.