Dagblaðið - 29.10.1981, Side 13

Dagblaðið - 29.10.1981, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. 13 N fárra. Ég efast um að þeir fáu, t.d. samninganefndamenn, séu nokkuð ánægðari með þetta hlutskipti en hinir. En hvað veldur þátttökuleysi, áhugaleysi eða skorti á vilja félags- manna til að hafa áhrif? Ýmsir skella skuldinni á breytta þjóðfélagshætti svo sem að margs- konar annað félagsstarf dragi úr þátt- töku fólks í stéttarfélögum. Sjónvarpsgláp og annarskonar menningarneysla freistar æ fleiri. Velmegun og ofát skapar ekki kvöð til að mæta á fundi um kjaramál, o.s.frv. En skyldi það vera satt að launa- fólk hafi það svo rikulegt og gott nú til dags, að það nenni ekki að skipta sér af því sem verið er að gera í þjóðfélaginu og varðar hagsmuna- mál þess? Það er vissulega rétt að miklar breytingar hafa orðið í þjóðfélaginu — en eru ekki alltaf að verða breytingar á þjóðfélaginu? Og hvað er það í þjóðfélaginu sem breytist og gerir það að verkum að fólk nennir ekki að skipta sér af kjaramálum með því að taka þátt í stéttarfélags- starfinu? Hefur starfsemi félaganna Kjallarinn af, vegna þess að þau sækja þessa þekkinguekki. Þjóðhagsdæmið Okkur er í sífellu tjáð að at- vinnuvegir þjóðarinnar séu reknir með tapi. Það er enginn afgangur til að semja um. Atvinnurekendur setja fram kröfur um að við tökum þátt í að borga tapið með því að þola kjara- rýrnun. Ríki og sveitarfélög eiga enga peninga afgangs fyrir kjarabætur launafólks. Þjóðarskútan ber sig ekki. Það fer samt ekki framhjá neinum, að sumir bera sig betur en aðrir. Hefur nokkur tekið eftir því að þeir ríku verði fátækari — eða réttara sagt minna ríkir? Hverju breytir það þjóðhagsdæminu þótt þeir sem byggja flottustu villurnar með fínasta innbúinu verði látnir basla í nokkur ár, en þeir sem nú basla með 2—3 herbergja íbúðir fái að rétta úr bökunum? Það er nefnilega ekki svo að launakjör ráðist af afkomu þjóðarbúsins. Launakjör almennings ráðast fyrst og fremst af því hversu miklum hluta gróðans launafólki tekst að ná til sín. En það er enginn gróði, segir nú hinn sítapandi at- vinnurekandi. Hefur nokkur heyrt um atvinnurekandann sem rekur fyrirtæki sitt árum saman í tapi? Og hefur nokkur séð þann at- vinnurekanda verða minna ríkan á slíkum rekstri? Hvort sem um er að ræða tap eða ekki tap, þá er gróði ætíð hluti uppgjörs og gróðanum er ætíð komið fyrir áður en tapuppgjörið er gert. Þannig er hægt að græða á tapinu. Það er því helber blekking þegar því er fleygt framan i launafólk að ekki sé hægt að bæta því kjörin umfram það sem afkoma þjóðarbúsins leyfir. Samningar eru gerðir milli launafólks og at- vinnurekenda, en ekki launafóiks og þjóðarbúsins. Eða er málum e.t.v. komið þannig að allir at- vinnurekendur landsins eru í reikningi hjá þjóðarbúinu? Albert Einarsson, kennari. Albert Ðnarsson samningamálin snertir er enn unnið að þvi að þjappa völdunum saman í einn stað. Kemur mér ekki við Því skyldi sá hugsunarháttur — mér kemur þetta ekki við — ekki verða algengur þegar launafólki er ekki gert kleift að hafa áhrif. Og þá sjaldan slíkt er gert, t.d. með þvi að segja álit sitt á kröfugerð, er farið með þá kröfugerð eins og mannsmorð þegar út í samninga er komið. Samninganefndir eru þögular eins og gröfin og þegar upp er staðið er samningurinn oftast í engu samræmi við kröfugerðina. Það er breyst og komið til móts við breytta þjóðfélagshætti? Er ekki nær, í stað þess að skella ! skuldinni á ytri aðstæður, að athuga betur uppbyggingu og starfsaðferðir stéttarféiaganna. Skipulag t.d. aðild- arfélaga BSRB er ákaflega flókið og þungt í vöfum. Fjarlægðin á milli forystu og almennra félaga er mikil og sama er að segja um það sem forystan er að fást við og það sem al- mennir félagar fást við, ef þeir þá fást yfirhöfuð við málefni félags síns. Þó ekki sé það með vilja gert, eða svo ætla ég, að ræna almenna félaga ráðum, þá er það gert með því að þeim er örsjaldan ætlað að vera með í ráðum. Það skortir verulega á vald- dreifingu i félögunum. Hvað svo sem gott og blessað, að ekki er hægt að ná fram því sem krafist er, en ef þörf er á að fá samþykki eða álit félagsmanna á kröfugerðinni í upphafi ætti þá ekki að vera sama þörf á að fá fram álit eða samþykki félagsmanna á breytingum, sem gerðar eru á meðan á samningum stendur — allavega þegar kröfugerð er breytt í meginatriðum, eða fallið er frá stórum kröfum? Þetta er ekki gert. Er þá að furða að félagsmenn sýni kröfugerð og samningum heldur lítinn áhuga. Reyndin er samt sú að launafóik er fullt áhuga á kjörum sínum. Kjara- mál eru rædd á vinnustöðum og margir sitja inni með mikla þekkingu, sem félögin fara varhluta hve hratt skuli sökkva henni. Vissu- lega geta stjórnmálamenn bætt hér úr — t.d. með þvi að fylkja kjósendum til atlögu gegn efnahagsgrunninum — sem mest framhjá kjörkössunum. En hvorki Jón né aðrir borgaralegir þingmenn gera það og er þá varla furða þótt 30% kjósenda taki ekki afstöðu með einhverjum flokkanna á þvi herrans ári upplýsinga og þekk- ingar, 1981. Sjálfstæðisflokkur á krossgötum Sjálfstæðisflokkur á sér ekki sveigjanlegan og fræðilegan grund- völl handa þorra flokksmanna. Fræðslu- og útbreiðslustarf risa- flokksins er eins og hjá litlum vinstri samtökum að umfangi. Flokksmenn hafa löngum staðið saman um mjög huglægar hægri forsendur, um lítt skilgreinda andstöðu við sósíalisma og marxisma, um blint traust á bandarískri varnar- og utanríkis- stefnu og um alls kyns (og sumpart ágæta!) íhaldssemi á veraldargæði. Ávallt hefur þurft „sterkan mann” (Ólaf, Bjama, Ingólf o.fl.) til þess að halda flokknum saman. Virkur flokkskjarni, með fræðilega skólun, er mjög lítill. Vegna þessara aðstæðna hefur Sjálfstæðisflokkur ávallt þolað lítil skoðanaátök eða mótlæti. Nú koma skýrar en áður fram mismunandi og lítt sættanlegar stefnur sem aldrei hafa fengið að takast á í raun og veru og gera flokk- inn samstilltari. Þess ber og að gæta að innan flokksins eru hörðustu tals- menn þeirrar auðhyggju og stétta- samvinnu sem getur ekki vísað fram á við í íslensku samfélagi (svo var þó fyrst á öldinni). Hún heldur áfram að rýja flokkinn trausti þegar litið er til nokkurra kjörtímabila í senn og leiðir til augljósra (og örvæntingarfullra) upphlaupa á borð við leiftursóknar- áætlunina. Sjálfstæðismenn, þeir er sjá hvert stefnir, hafa brugðist við á tvennan hátt. Lítill hópur reynir að koma nýrri fræðilegri undirstöðu undir báknið með frjálshyggjustefnu. Þar fara ungir menn í bandalagi við sér- fræðinga, en með afar lítið lifandi og mjög torskiljanleg fræði. Stærri hópur reynir aftur á móti að sveigja flokkinn til meiri frjálslyndis og kratisma. Ótaldir eru þá þeir sem eru óákveðnir eða halda að unnt sé að sætta sjónarmið. Miklar líkur eru á klofningi flokksins, nú í haust eða á næsta ári. Allavega verður Sjálf- stæðisflokkurinn aldrei samur og áður. Framsóknarflokkur í vanda Framsóknarflokkurinn stríðir við ýmis vandamál — m.a. manna- og stefnufátækt — sem flokksforystan viðrar ekki opinberlega og eru lítt áberandi í ytra starfi flokksins. Fylgi hans byggist meir á vinsældum ein- stakra forystumanna en vel kynntri og lifandi stefnu. Stefna Framsóknarflokksins er of almenn og hefur ekki Iagað sig að þeirri staðreynd að bændum hefur fækkað mjög í áratugi og flokkurinn verið jafn seinn að finna sér farveg í nútímanum. Samtímis hafa nokkrir menn verið að búa til „samvinnu- stefnuna” (m.a. uppúr ritum Jónasar frá Hriflu) eftir því sem SÍS stækkar og verður augljósari einokunar- og auðfyrirtæki. Einhver hreyfing virðist þó vera á annarri stefnumótun eftir fremur lítið gengi í undanförn- um þingkosningum — þótt ekki sé um almenna flokksvirkni að ræða. Loks má ekki gleyma andstæðum innan flokksins, t.d. um utanríkis- mál. Það bendir flest til þess að Framsóknarflokkur sé veikbyggður og muni eiga erfitt með að skera sig úr almennu miðjumoði eða hreinni auðhyggju og verða landsmönnum skýr valkostur til aðjátast eða hafna. Klofni Sjálfstæðisflokkur mun frjáls- lyndari hluti hans hirða verulegt fylgi af Framsóknarflokki. Alþýðubandalagið stirðnað Alþýðubandalagið hefur aldrei náð umtalsverðri fylgisaukningu eftir kosningarnar 1942. Hægar fylgis- sveiflur sýna ekki sókn né stafa heldur af því að flokkurinn er rót- tækur og skýr valkostur fyrir sósía- lisma og fjðldabaráttu. Menn hverfa fljótt fráslæmum „skásta” kosti. Ofuráhersla AB á þingsalabaráttu og sífelld biðlun til hægri hefur haft a.m.k. tvennar afleiðingar. Aukið fylgi frá miðju en fráhvarf róttæks fólks — sem sest oftar en ekki í helgan pólittskan stein. Auk þess er AB merkileg sam- steypa alls kyns stefnuhópa og reynir að innsigla óbreytta stöðu með því að dempa skoðanabaráttu og halda fá- breyttri stefnumótun við stofnanir flokksins eða fremur fámenna fundi. Sígildir borgaralegir starfshættir flokksins leiða til þess að um 10% flokksmanna telst í raun verulega virkir — og þá aðallega I stofnana- bundnu starfi í þjóðfélaginu. Flokks- félögin á landsbyggðinni eru ótrúlega líflítil. Samt er alltaf sami lúðra- þyturinn og sömu frasana að heyra í sóknartali forystunnar. Alþýðubandalagið berst við vanda- mál efnahagskerfisins á þess eigin forsendum. Það felur árásir á launa- fólk með óhæfu talnaflóði eða með úrbótum sem tekist hefur að fram- kvæma. „Vinstri sinnaður, lýðræðis- legur sósíaldemókrataflokkur”, — segir Hjörleifur Guttormsson og hittir 1 mark. Hver gæti enda sannað að grundvallarmunur væri á fram- tíðarsýn AB og Alþýðuflokks eða leiðum til hennar? Um utanríkis- stefnuna skal ekki fjölyrt hér. Framtíð Alþýðubandalagsins er líklega sú að enn um hríð heldur áfram að kvarnast úr flokknum til vinstri, meðan hann bætir fyrir með auknu kratísku fylgi. Um afgerandi (og sósíalíska) sókn verður ekki að ræða nema með gjörbyltingu stefnu ogstarfshátta. Alþýðuflokkur er deyjandi Jóni Baldvini, sem telur kratism- ann bestu lausnina, og öðrum hug- myndafræðingum Alþýðuflokksins væri hollt að leyfa reynslu að vera mælikvarða á nytsemi flokksstefn- unnar. Fylgi flokksins og áhrif hafa dvínað í 40 ár. Kratisminn, sem stefna umbóta á auðvaldsskipulaginu og boðar jöfn áhrif stéttanna, hefur sannarlega ekki sýnt ágæti sitt í bún- ingi Alþýðuflokksins. Undanfarið hefur flokkurinn hvorki haft djörf- ung til að setja fram heildstæða og róttækari sósíaldemókratíska stefnu en Alþýðubandalagið né til að af- marka sig frá Sjálfstæðisflokki. Til- vist hans í flokkakerfinu er því sem næst útilokuð til lengdar. Flokkurinn lifir enn á gamalli hefð og gömlu fylgi — ef frá er talinn hópur yngri manna í flokknum sem skynjar tímans kall og vill tilraunastarfsemi. Opin prófkjör,, skipulagsbreytingar í átt til hálfgildings samfylkingar ólikra stefnuhópa og hugmyndir um stóran vinstri samsteypuflokk eru dæmi um tilraunirnar. En litlu máli skiptir þótt Alþýðuflokkurinn taki upp þessa starfshætti eina eða geri sæmilegar ályktanir í einstökum dægurmálum. Flokknum er ekki við- bjargandi ef hann mótar ekki rót- tæka heildarstefnu. Það gildir fyrir hann eins og Alþýðubandalagið að framtíð farsæls flokks er fólgin í sósíalískum og samhentum verka- lýðsflokki sem byggir fyrst og fremst á utanþingsstarfi og þorir að móta stefnu er snýr íslenskri efnahags- og ríkisskipan á hvolf þannig að launa- fólk skipuleggur og rekur þjóð- félagið. Samráð höfuðstéttanna hefur löngu beðið skipbrot. Eitthvað þessu líkt er ekki á færi Alþýðuflokksins. Það liggur fátt annað fyrir honum en hægfara upp- lausn eða bráðabirgðatilvera sem ein- hvers konar millilendingarstaður fyrir hluta af þeirri róttæku hreyf- ingu sem mun kristallast úr núver- andi flokkakerfi. Líklega er Alþýðu- bandalagið þegar orðið slikur staður og ekki útilokað að það og hluti Alþýðuflokks myndi síðar nýjan krataflokk. Uppstokkun Það er sérkennilegt að sjá forystu flokkanna fjögurra streitast við að horfa framhjá staðreyndum og ræða um sókn eða samhug. íslenska flokkakerfið er að nálgast nokkurn veltipunkt. Kommúnistar (að frátöld- um Sovétsinnum), sósíalistar og allir sem vilja alþýðusinnaða pólitik eiga að ýta undir uppstokkun flokkanna. Menn skyldu muna viðhorf sjálf- stæðismanna fyrr á öldinni. Þeir sáu fyrir nýja flokkaskipan með vaxandi sjálfstæðisbaráttu og fullveldinu. Hún varð að raunveruleika. Nýir umbrotatímar tákna eina breyting- una enn og þó ekki þá róttækustu. Hún verður enn síðar. Ari T. Guðmundsson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.