Dagblaðið - 29.10.1981, Page 16

Dagblaðið - 29.10.1981, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. Gary ^uman m tónlistarferils,nn: „Það má eiginlega segja að ég hafi framið sjálfsmorð áður en ég var drepinn,” sagði Gary Numan er hann var spurður að því hvers vegna hann væri hættur að koma fram opinber- lega á hljómleikum. „Sannleikurinn er sá að ég tapaði stórum fúlgum á hverjum hljómleikum. Hallirnar voru einfaldlega ekki nógu stórar til að aðgangseyririnn nægði til að standa straum af kostnaði við hljóm- leikahaldið. — Nú, önnur ástæða er sú að flugið á hug minn allan um þessar mundir og mér veitir ekki af meiri tíma til að fást við það.” Gary Numan kom á flugvél sinni til Reykjavíkur á mánudagsmorgun- inn og stóð við í sólarhring. Blaða- mönnum var gefinn kostur á að ræða við hann þá um kvöldið í veitingahús- inu Hollywood. „Mér líkar ekki við diskótek,” sagði hann og fitjaði upp á nefið. „En mér sýnist þessi staður líkjast meira því sem við köllum klúbba í Englandi. Ég skrepp á svo sem tveggja til þriggja mánaða fresti á klúbb í London. Satt að segja hef ég ekki farið í partí síðan í apríl. Ég geri lítið af því að blanda geði við fólk. Held mig frekar heima.” Óopinber handtaka í Indlandi Gary er nú á ferð umhverfis jörð- ina ásamt flugmanni sinum Bob Thompson. Leið þeirra liggur um Kanada, Bandaríkin þver og endi- löng, Japan, Filippseyjar, Ástraliu, Austurlönd fjær og loks aftur heim til Englands. Þangað koma þeir 12. desember. Þeir félagarnir voru áður búnir að gera eina tilraun til að komast í hring- ferð sína. Þeir urðu hins vegar fyrir hreyfilsbilun og urðu að nauðlenda á herflugvelli í Indlandi. „Við vorum þarna óopinberlega handteknir, hald var lagt óopinber- lega á flugvélina, myndavélar og annað sem við höfðum meðferðis og loks var okkur óopinbeHega vísað úr landi,” sagði Gary. „Það er enn ekki búið að finna bilunina í hreyflinum svo aö við urðum að leggja af stað í annarri flugvél sem ég á.” Gary á alls þrjár flugvélar, Ferrari bifreið og svifnökkva. Hann var spurður að því hvort hann hafi hagn- azt vel í tónlistarbransanum. „Þetta er tómstundagaman sem gefur af sér dágóðar upphæðir,” svaraði hann og í munnviki hans myndaðist eitthvaö sem gat bent til upphafs að brosvipru. „Ég hef átt hvað mestu fylgi að fagna heima i Eriglandi. Mér reiknast til að einn af hverjum hundrað Englendingum hafi keypt plötu með mér. Einnig gekk mér vel í Bandarikjunum í fyrra. Gengið hefur eitthvað dalað í ár. Kannski af því að ég er hættur að koma fram á hljómleikum.” Kuldaleg tónlist? Talið barst þessu næst að tónlist Garys Numan. Hún byggist að mestu leyti upp í kringum synthesizera, eins og svo mjög er I tízku um þessar mundir. Gary varð einna fyrstur til Tómstundagaman sem gefiir dágóðar upphœðir af sér að ná vinsæidum með synthesizertón- list. Hann var spurður álits á því hvers vegna einmitt hann hafi orðið fyrstur. „Synthesizerar eru lítt hreyfanleg hljóðfæri. Þeir sem leika á þau geta því ekki verið mikið á ferðinni fram og aftur um sviðið,” svaraði hann. „Ég sá fljótt þennan annmarka. Flytjendur þessarar tónlistar voru lítið fyrir augað. Ég byggði því upp sviðsframkomu út frá þessari stað- reynd og henni þakka ég fyrst og fremst að fólk kom fyrr auga á mig en hina.” Gary vildi ekki taka undir þau orð að tónar synthesizera væru kulda- legir. „Þeir eru mun mannlegri en til dæmis gítarhljómar,” sagði hann. „Þú verður að tengja alls kyns vélar við gítara til að láta þá gera það sem þú vilt. Synthesizerinn stillir þú eftir eigin höfði. Hlustaðu til dæmis á þetta lag. Eru þetta kaldir tónar? Það finnst mérekki.” Við spurðum Gary að því hvort hann ætti sér eitthvert uppáhaldslag af þeim sem hann hefði sjálfur samið. „Já, 4—5 þeirra eru að mínu mati bctri en önnur. Látum okkur nú sjá, Cars, She’s got claws . . . æi, ég man ekki nöfnin á öllum þessum lögum. Ég á í erfiðleikum með að muna nöfn og þá ekki síður textana mína. Ég bæti oft á tíðum við þá jafn óðum á tónleikum ef ég týni þræðinum.” 200 manns í vinnu Á milli þess sem við ræddum saman gjóuðum við augunum á sjón- varpsskerm þar sem sjá mátti kapp- ann á tónleikum. „Ég hannaði sviðs- búnaðinn sjálfur. Mikið verk, nei, ég lauk þessu af á einni kvöldstund. Þetta er afar staðlað og allt verður að smella saman svo hægt sé að nota búnaðinn. Þegar mest var voru um 200 manns á þönum við að halda þessu gangandi og það þurfti 30 manna starfslið til að sjá um að allt væri I lagi á tónleikunum. Ekki 20 manns, sem unnu og 10 sem voru í pásu heldur 30 manna starfslið sem vará fullu allan tímann.” ■m — Hvað um annarra tónlist? „Ég er í raun opinn fyrir öllu og verð að meira eða minna leyti fyrir áhrifum af öllu því sem ég heyri. Þó er eitt og annað í tónlist sem mér fellur alls ekki. T.d. óperur, diskó og ska hefur heldur ekki verið í uppáhaldi. Bárujárnsrokkið? Ég hef í raun ekkert á móti því, en ég skil ekki allt þetta fólk sem fer á tónleika hjá slíkum hljómsveitum og lítur aldrei upp úr gólfinu. Menn Iemja hausun- um i sífellu upp og niður og þegar tónleikunum er lokið er gólfið allt hvítt af flösu. Ég ætla mér hins vegar ekki að dæma annarra tónlist eins og svo margir hafa gert. Slíkt ber aðeins vott um heimsku. Það hefur hver sinn smekk.” Talið barst að því hvernig það er að vera þekktur. „Ég er alveg stein- hættur því að láta sjá mig á götu öðruvisi en í bíl, það þýðir ekki að ganga um götur Lundúna nú á dögum ef þú ert þekktur. Þó svo að þú þurfir ekki að kvarta yfir þínum eigin aðdáendum þá er næsta víst að margir þekkja þig í sjón og það eru hreint ekki allir sem eru sáttir við það hvernig ég hef náð að auðgast á skömmum tíma. England er annarsi allt annað en vinalegur staður þessaj stundina. Land, sem lifir á fornri frægð og engu öðru. ” Pabbi er ágætur fram- kvæmdastjóri Gary hóf að fitla við tónlist þegar hann var 15 ára gamall og skömmu síðar tók hann að berja saman fyrstu lögin. Frægð hans hefur verið í meira lagi óvænt og skyndileg því fyrir 3—4 árum vissi svo að segja enginn hver þessi piltungur var. „Jú, það er rétt að pabbi var alltaf að reka á eftir mér og hvetja mig til að sýna hvað ég gæti. Það dróst í sífellu en siðan ákvað ég að slá til og reyna. Það virðist hafa gengið prýðilega hingað til og pabbi hefur séð um fram- kvæmdastjórn og ekki ber á öðru en honum farist það vel úr hendi. Þó hafði ég enga reynslu í tónlist áður en ég hóf feril minn og hann enga reynslu í framkvæmdastjórn. Það er allt hægt.” Ákvörðun Garys um að hætta að koma fram á tónleikum vakti umtals- verða athygli, ekki hvað sízt fyrir þá sök að hann er aðeins 23 ára gamall. „Það eru allir að kvarta og kveina þótt ég dragi mig í hlé. Menn eru að tauta um að ég hafi skyldum að gegna við mína aðdáendur, en ég hef það hreint ekki. Þeir hafa heldur engum skyldum að gegna við mig. Ekki færi ég að gera veður út af því þótt fólk hætti að sækja tónleika mína eða kaupa plötur mínar, en af þvi að ég er fyrri til að slita mig úr þessari „samvinnu” þá eru allir brjálaðir. Annars getur sosum vel /crið að égtaki mig til og komi fram á nýjan Ieik, eftir svona 2 ár eða svo. Hver veit. Ég hef hins vegar engan áhuga á að eldast í þessum tónlistar- bransa. Hef ég metnað spyrðu? Hver hefur metnað? Menn eru að þessu peninganna vegna og af engri annarri ástæðu.” -ÁT/-SSv. Gary Numan rœðir við Islenzka blaðamenn. Við hlið hans er flugmaöurinn Bob Thompson og lengst til hœgri Steinar Berg sem hafði veg og vanda af heimsókn Garys hingað. DB-myndir: KÖE. VSSZSlr** Ritstörfin eru mitt lifibrauð segir Jónas Árnason og segist stóránœgður með vinsældir Skjaldhamra „Ritstörfín aru mrtt lifibrauö," segir Jónas Árnason. „Ég er stóránægður með hvað leikritið hefur gengið vel og að þvi sé sýndur svona mikill áhugi. Það kemur sér mjög vel fyrir mig, þar sem ég er hættur öllum öðrum störfum en ritstörfum, þetta er mitt lifi- brauð,” sagði Jónas Árnason rithöf- undur og fyrrum alþingismaður er við slógum á þráðinn til hans á Kópa- reyki í Reykholtsdal, þar sem hann býr. Tilefni samtalsins við hann var frumsýning á leikriti hans Skjald- hömrum i Sogn og Fjordane leikhús- inu í Noregi 29. janúar nk. Leikritið hefur mjög víða verið sýnt frá því frumsýning var hér á landi haustið 1976 íIðnó. „Ég skrifaði þetta leikrit veturinn áður en það var frumsýnt og þá í íhlaupum. Þetta var þegar Vigdís for- seti var leikhússtjóri og við áttum mikið og gott samstarf á meðan ég samdi verkið,” sagði Jónas, enda er tekið fram í fréttatilkynningu frá leikhúsinu norska, að Jónas og Vig- dís forseti séu góðir vinir. „Skjaldhamrar fóru á leiklistarhá- tíð, sem árlega er haldin í Dundalk á norður Irlandi. í hlutverkum voru bæði íslenzkir og enskir leikarar og má nefna þá íslenzku, sem voru Gunnar Eyjólfsson, Jónína Ólafs- dóttir, Árni Ibsen og Ingibjörg Ás- geirsdóttir. Leikritið sló í gegn, eins og sagt er og var boðið á aðra leik- listarhátíð og þá íDublin. í Þjóðleik- húsinu í Dublin var leikritið sýnt 7 eða 8 sinnum,” sagði Jónas enn- fremur. „Siðan hefur það verið sýnt i Tex- as í Bandaríkjunuin.í Finnlandi bæði á sænsku og finnsku og i Færeyj- um,” sagði Jónas. Þá hefur einnig Theater Institut gefið út Ieikgerðina og hefur hún verið þýdd á ensku, þýzku, frönsku, pólsku og nú norsku. Um þýðingu leikritsins yfir á norsku sá Bernt Skreder, en hann er kvæntur islenzkri konu. Leikstjóri verður vel þekktur Tékki, Karel Hlavaty. Jónas sagðist vera að vinna að nýju leikriti nú en sagði þó ekki tímabært að segja nánar frá því. Þess má geta að síðasta sunnudag var frumsýnt nýtt leikrit eftir Jónas, Halelúja, hjá leikfélagi ísafjarðar. Hafa fjögur leikfélög beðið um flutn- ing á þvi leikriti, allt áhugaleikfélög, en Jónas segist helzt vilja vinna fyrir þau. -ELA. Flcifð - F0LK Þetta var auðvitað hún Vigdís Bjarnad. Umsjónarmaðúr þessarar síðu getur stundum verið með eindæmum ómannglöggur og það kom fyrir er þriðjudags-Fólk-síðan var í smíðum. Þar segir í myndatexta með mynd af Atla Rúnari Halldórssyni, fyrrum blaðamanni DB, og eiginkonu hans Guðrúnu að ekki sé vitað hver kona sú er, sem hjá þeim stóð. Þetta eru að sjálfsögðu ófyrirgefanleg mistök því þessi kona er engin önnur en Vigdis Bjarnadóttir ritari forseta sem mörgum sinnum hefur sézt á síðum þessa blaðs. Ég verð því að gjöra svo vel og biðja afsökunar á þessu kæru- leysi. -ELA. frelsið 2-1981 Hayek gefiir Hannesi ráð Áhugamenn um frelsi og fagrar konur velta þvi nú fyrir sér hvort það hafi verið Friedrich Hayek hagfræð- ingur sem átt hafi hugmyndina að ný- stárlegri kápumynd á ritinu „Frels- ið”, sem gefið er út af frjálshyggju- mönnum Hannesar Hólmsteins. Hayek er „ráðgjafi” ritstjórnar blaðsins. Venjan hefur verið með leiðindarit á borð við „Frelsið” að forsíðu- myndir eru af einhverju sem teljast má táknrænt fyrir inihaldið. En svo- leiðis rit kaupa náttúrlega ekki aðrir en sérvitringar. Því hafa þeir Hannes Hólmsteinn og Hayek ákveðið að nýta til fulls lögmál hins frjálsa markaðskerfis og skreyta því á for- síðu nýjasta blaðs með fallegri mynd af fegurðardísinni Elísabetu Trausta- dóttur. Raunar er hún í ból með áletruninni „Don’t tread on me”, sem er slagorð úr frelsisbaráttu Ameríkana'fyrir rúmum 200 árum. Enþaðerkannskitilviljun . . . Friðursem þurfii skýringar við í málflutningi graðhestamálsins fyrir Hæstarétti nú fyrir skemms.tu mun lögmaður Björns á Löngumýri, Jón E. Ragnarsson, hrl., meðal ann- ars hafa hreyft þeirri málsástæðu, að með ólíkindum væri, að tveir graðir hestar gengju í friði og spekt í sama merastóði. Yrði af því dregin sú ályktun, að annar hestanna hafi bersýnilega verið gagnslaus og því ekki stóðhestur í skilningi laganna. Eins og málið fór, réði röksemdin ekki úrslitum, en hún ber vott um þekkingu málflytjanda af efninu og góða málafylgju. Bara fyrir flugfreyjuna Og svo var það ferðaskrifstofu- kóngurinn sem lét alltaf fjarlægja sætisröðina fyrir framan sæti sitt er hann ferðaðist í flugvélum. Nú bara svona til að flugfreyjan kæmist ör- lítið nær honum . . .

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.