Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.10.1981, Qupperneq 20

Dagblaðið - 29.10.1981, Qupperneq 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. „Djásn" - Litlar myndlistarbækur IÐUNN hefur gefið út fjórar litlar myndlistarbækur um jafnmarga höfuðsnillinga heimslistarinnar: Leonardo, Rembrandt, Goya og Van Gogh. Bækur þessar eru ítalskar að uppruna, hönnuður þeirra nefnist Bruno Nardini og voru þær prentaðar í Flórens í samvinnu við ítalskt útgáfu- fyrirtæki. Snið bókanna er með þeim hætti að fremst fer inngangur um list málarans, þá myndir af málverkum í litum, yfirlit um æviferil listamannsins og loks skrá um heimildir. Aðalsteinn Ingólfsson og Sonja Diego þýddu og endursögðu texta bók- anna, nema hvað Aðalsteinn frum- samdi formála að bókinni um Leonardo. Bækurnar eru í flokki sem einu nafni kallast Djásn. Þær eru í rauðu bandi og hinar fegurstu á að sjá. Þær eru fáanlegar í rauðri öskju allar saman og einnig hver um sig. Hver bók er 156 blaðsíður að stærð. Oddi setti textann. Ævintýrafjallið og ævintýra sirkusinn eftir Enid Blyton IÐUNN heldur áfram að gefa út i nýrri útgáfu hinar svonefndu Ævintýra- bækur Enid Blyton. Sögur þessar, sem eru átta talsins, komu út á sjötta ára- tugnum og urðu þá afar vinsælt lestrar- efni hjá börnum og unglingum. Hafa þær verið ófáanlegar um langt skeið. — Nú koma á ný fimmta og sjötta bókin, Ævintýrafjallið og Ævintýra- sirkusinn. Myndir í bækurnar te'knaði Stuart Tresilian. —Aðalpersónur Ævin- týrabókanna eru krakkarnir fjórir; Finnur, Dísa, Jonni og Anna, og páfa- gaukurinn Kíkí. Lenda þau í margs konar háska og svaðilförum og kemur þá vinur þeirra, leynilögeglumaðurinn Villi, jafnan við sögu. — Sigríður Thorlacius þýddi Ævintýrabækurnar. Ævintýrafjallið og Ævintýrasirkusinn eru liðlega 200 blaðsíður hvor um sig. Prisma prentaði. Haustið er rautt eftir Kristján Jóhann Jónsson Mál og menning hefur nýlega sent frá sér nýja skáldsögu ungs höfundar, Haustið er rautt, eftir Kristján Jóhann Jónsson. í kynningu útgáfunnar er bókinni lýst á eftirfarandi hátt: Haustið er rautt er fjölskrúðug nútímasaga sem gerist í íslenzku þorpi, svonefndum Miðgarði, og sveitinni umhverfis það. Þetta þorp er þó ekki allt þar sem það er séð. í rás sögunnar tekur það stökkbreytingu og þenst út í allar áttir. Er ekki að furða þó að ýmsar af sögupersónum verði átta- villtar og að háttvirtur höfundur, sem er atkvæðamikill í sögunni, verði hræddur um að missa allt út úr höndum sér. Kristján Jóhann Jónsson er alinn upp í Hrafnkelsdal, fæddur 1949. Hann lauk BA-prófi í íslenzkum og almennum bókmenntum frá HÍ 1975 og stundar nú kennslu við Mennta- skólann á Egilsstöðum. Haustið er rautt er fyrsta skáldsagan sem hann sendir frá sér. Áður hafa birzt eftir hann smásögur og ljóð í tímaritum og hann hefur gefið út Yfirvaldið eftir Þorgeir Þorgeirsson í skólaútgáfu. Haustið er rautt er 133 blaðsíður, Prentsmiðjan Hólar prentaði bókina. Kápumynd gerði Bjöm Br. Björnsson. Arfur Kelta eftir Einar Pálsson er komin út. Arfur Kelta er geysimikið rit í fallegu bandi, 486 blaðsíður að stærð með tilvithana- og nafnaskrá. 50 myndir prýða bókina. í riti þessu er fjallað um þann arf sem íslenzkir land- námsmenn hörðu út hingað frá Bret- landseyjum. Bent er á að ýmis stef kelt- neskra fræða fyrirfinnast í menningar- háttum íslendinga og miðaldabókum. Tekin eru fjölmörg dæmi úr íslenzkum ritum og keltneskar hliðstæður þeirra skýrðar. Þá er hin einkennilega kelt- neska kristni rannsökuð og sýnt fram á hversu mikil áhrif hennar voru hér á landsnáms- og söguöld. Rakin eru sum helztu goðsagnastef Kelta og þau skýrð í samhengi íslendingasagna. Grafizt er fyrir um það hvaðan helztu hugmyndir íslendinga að fornu runnu hingað, svo og hvað að baki lá. Komizt er að þeirri niðurstöðu í bókinni að íslenzk heiðni og keltnesk kristni hafi átt sér sömu grundvallarviðmiðanir og að gjörvöll menning íslendinga hafi dregið safa úr sameiginlegum arfi Evrópubúa. Krufin er landnámssögn Ingólfs og Hjörleifs og hugmyndir steinaldarmanna Evrópu athugaðar með hliðsjón af arfi íslend- inga. Speki Gnosta — hellenskra vit- manna — er sérstaklega tekin til með- ferða og sýnt fram á að engin leið er að skilja á milli þeirrar speki og þeirra hugmynda sem fslendingar fengu í arf frá Bretlandseyjum. Brjánsbardagi er skýrður, svo og mikilvægi hans í íslenzkri menningarsögu; raktar eru meginhugsanir Laxdælu og Njálu og könnuð speki sú sem bjó að baki meistaraverkum íslenzkra fornbók- mennta. Helztu þættir íslenzkrar forn- menningar eru raktir um Bretlands- eyjar til Grikklands — og þaðan til enn eldri menningarsamfélaga fomaldar. Mímir, Brautarholti 4 Rvík, gefur út bókina og er hún sjötta ritið sem höfundur gefur út um Rætur íslenzkr- ar menningar. Moður uppi á | Maður uppi áþaki eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö Maður uppi á þaki nefnist ný bók i sagnaflokknum Skáldsaga um glæp sem Mál og menning gefur út. Höfundur sagnanna eru sænsku rithöf- undarnir Maj Sjöwall og Per Wahlöö og hafa bækur þeirra verið gefnar út í fjölmörgum þjóðlöndum og alls staðar notið mikilla vinsælda. Þetta er flokkur tíu lögreglusagna sem eru sjálf- stæðar hver um sig en aðalpersónur eru þær sömu, Martin Beck og starfs- bræður hans i rannsóknarlögreglu Stokkhólmsborgar. Maður uppi á þaki er sjöunda bókin i þessum flokki og m.a. þekkt af þvi að eftir henni hefur verið gerð vinsæl kvikmynd. Áður hafa komið út eftir- taldar bækur: Morðið á ferjunni, Maðurinn sem hvarf, Maðurinn á svöl- unum, Löggan sem hló, Brunabillinn sem týndist og Pólís, pólís. ... Þýðandi þessarar bókar er Ólafur Jónsson. Hún er 187 bls., gefin út bæði innbundin og i kilju. Prentrún hf. prentaði bókina. Kápumynd gerði Hilmar Þ. Helgason. Eins og ísögu! eftir Sigrúnu Eldjárn IÐUNN hefur gefið út nýja sögu eftir Sigrúnu Eldjárn og semur hún bæði söguna og teiknar myndirnar. Bókin heitir Eins og í sögu! og fjallar um krakkana Eyvind og Höllu sem sagt var frá í fyrri bók Sigrúnar, Allt í plati, sem út kom í fyrra. Þau lenda í nýjum ævintýrum, hitta aftur vini sína, Sig- valda krókódíl og Þjóðhildi. Þá lenda þau í kasti við Loft lyftuvörð og vin hans sem er dreki. Eins og i sögu! er 34 blaðsíður og mynd á hverri síðu. Prentrún prentaði. Polli er ekkert blávatn eftir Andrés Indriðason Nýkomin er út hjá Máli og menningu barnabókin Polli er ekkert blávatn eftir Andrés Indriðason. Þetta er nútímasaga úr Reykjavík. Aðalpersónan, Polli, tiu ára strákur, er í upphafi bókarinnar að strjúka að heiman þvi þar er allt svo öfugt og ómögulegt. Þegar hann kemur aftur kemst hann að því að enginn hefur orðið var við að hann fór og að ástandið er orðið enn verra, heimilið allt i upplausn. Það er þá sem Polli tekur til sinna ráða og atburðirnir fara að taka óvænta stefnu. Andrés Indriðason hefur áður skrifað bæði leikrit, sögur og kvik- myndahandrit. Fyrir söguna Lyklabarn hlaut hann barnabókaverðlaun Máls og menningar 1979. Polli er ekkert blávatn er 204 bls., kápumynd eftir Pétur Halldórsson. Bókin er prentuð i Prentsmiðjunni Hólum. IMorth of War eftir Indriða G. Þorsteinsson Iceland Review hefur gefið út bókina North of War eftir Indriða G. Þor- steinsson. Hér er um að ræða enska þýðingu skáldsögunnar Norðan við strið. MIRIH WIi Sagan gerist á hernámsárunum og fjallar um samskipti íbúa í kaupstað einum á Norðurlandi við brezka, norska og bandariska hermenn og um þær miklu breytingar sem urðu á lífi og atvinnuháttum íslendinga á stríðsárun- um. Skáldsagan Norðan við stríð kom fyrst út árið 1971 en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur út á ensku. Þýðinguna gerðu May og Hallberg Hallmundsson og ritar hinn síðar- nefndi formála að bókinni þar sem hann kynnir rithöfundinn og verk hans. Bókin North of War er 128 blaðsíður að lengd. Auglýsingastofan hf. sá um útlit hennar en setning var unnin af Prentsmiðju Morgunblaðsins. Tales f rom the Eastfirths Iceland Review hefur gefið út bókina Tales from the Eastfirths. Bók þessi er hin þriðja í röð íslenzkra fornrita í enskri þýðingu dr. Alan Bouchers. í Tales from the Eastfirths er að finna nokkra sagnaþætti ættaða af Austfjörðum, þar á meðal Vopnfirð- inga sögur, þætti af Gunnari Þiðrandisbana, Þorsteini hvíta og fleiri fornum austfirzkum köppum. Óskar Halldórsson prófessor hefur skrifað ýtarlegan formála að bókinni og auk þess eru í henni greinargóðar skýringar þýðanda sem einnig fjallar um uppruna og þróun íslendingasagna og stöðu þeirra í heimi bókmenntanna. Áður útkomnar bækur í þessum flokki fornritaþýðinga Alan Bouchers eru bækurnar A Tale of Icelanders sem hefur að geyma úrval íslendingaþátta er fjalla um ævintýri fornra kappa í útlöndum. og The Saga of Hallfred en það er Hallfreðar saga vandræða- skálds. Bókin Tales from the Eastfirths er 96 síður að lengd. Auglýsingastofan hf. sá um útlit hennar en setning var unnin af Prentsmiðju Morgunblaðsins. Möskvar morgundagsins eftir Sigurð A. Magnússon Nýkomin er út hjá Máli og menningu skáldsagan Möskvar morgundagsins eftir Sigurð A. Magnússon. Undirtitill er Uppvaxtarsaga. í forinálsorðum gerir höfundur grein fyrir bókinni á eftirfarandi hátt: „Þessi saga er framhald sögunnar Undir kalstjörnu og rekur einsog hún atvik sem gerðust í reyndinni, en getur þó ekki talist sannsöguleg vegna þess að hún endurvekur og umskapar löngu liðna atburði samkvæmt lögmálum sem eru ekki alténd virk í daglegu lífi. Þeir einstaklingar sem við sögu koma eiga sér fyrirmyndir í raunverúleik- anum þó flestum nöfnum sé breytt, en þær fyrirmyndir verða með engu móti kallaðar til ábyrgðar á verkum eða við- horfum sögupersónanna sem eru riss- aðar upp að geðþótta höfundar. Hver lesandi sem þykist þekkja sjálfan sig eða aðra á blöðum bókarinnar gerir það á eigin ábyrgð.” Söguhetjan, Jakob Jóhannesson, er niu ára þegar þessi frásögn hefst og þegar henni lýkur er hann kominn ,,i fullorðinna manna tölu”. Við kynn- umst umkomuleysi og þrjózkufullri baráttu drengsins við óbærilegar aðstæður heima fyrir og með augum hans sjáum við þær breytingar sem ganga yfir i kringum hann, hernámið ekki sizt sem gerbreytir heimilislífinu — og ekki til hins betra. Möskvar morgundagsins er ekki síður en fyrri bókin fallegt og átakan- legt listaverk og um leið sérstæð aldar- farslýsing af þeim sviðum Reykjavíkur- lífs þessara ára sem lítt hefur fyrr verið hampað í bókum. Bókikn er 359 síður, prentuð i Prent- smiðjunni Eddu. Kápumynd gerði Hilmar Þ. Helgason.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.