Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981.
5
Tveir bæjarfulttrúar íHafnarfirði óska úrskurðar um ýmis atriði, m.a. varðandi Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
Kæra málsmeðferð bæjar-
stjómar til ráðuneytis
Kæra vegna meðferðar bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar á reikningum
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fyrir
árið 1980, dagsett hinn 6. nóvember
1981, hefur nú verið send félagsmála-
.ráðuneytinu. Er kæran langt skjal og
lítarlegt, undirritað af þeim Árna
Grétari Finnssyni og Einari Þ.
Mathiesen, bæjarfulltrúum í Hafnar-
firði.
Á fundi bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar hinn 13. október voru lagðir
fram til 1. umræðu reikningar Bæjar-
útgerðar Hafnarfjarðar fyrir árið
1980.
Þeir Árni Grétar og Einar töldu að
athugasemdir og upplýsingar endur-
skoðanda bæjarins i endurskoðunar-
skýrslu með ársreikningum og
greinargerð í framhaldi af henni
væru ekki full ástæða heldur brýn
skylda til að upplýsa ýmis málsatriði
til fulls.
Fólust i tillögu þeirra á fundinum
tilmæli til bæjarstjórnar um að fela
bæjarstjóra og bæjarendurskoðanda
að athuga nánar um tiltekin atriði
í fjárreiðum Bæjarútgerðarinnar.
Skyldu þeir skila skýrslu til bæjar-
stjórnar ásamt tillögum um hvernig
með skyldi fara, þar sem þörf gerðist.
Var áherzla lögð á að skoðun
þessari skyldi hraðað, eins og raunar
hefur komið fram í DB. Var lagt til
að frestað yrði umræðum um
reikninga útgerðarinnar.
Meirihluti bæjarstjórnar
samþykkti að vísa tillögu þeirra
tvímenninganna frá að viðhöfðu
nafnakalli.
Þegar þessi úrslit lágu fyrir,
áskildu þeir félagar sér allan rétt til
að leita úrskurðar félagsmála-
ráðuneytisins um málsmeðferðina.
Hefur það nú verið gert sem fyrr
segir.
I bréfinu til ráðuneytisins er
aðdragandi þess rakinn og sérstök
þörf talin á að upplýsa nánar um
eftirtalin atriði: 1. Tjónamál vegna
bv. Apríl, 2. Viðskiptamenn og
færslu viðskiptareikninga, ekki sízt
við tiltekin fyrirtæki, þar sem bæjar-
stjórn hljóti að eiga kröfu á frekari
upplýsingum, 3. Viðskipti for-
stjórans: A. Viðskiptareikningur for-
stjórans, B. Orlof forstjórans, C.
Bifreiðakaup- forstjórans, D.
Utanlandsferðir forstjórans, þar
með talið 30% álag á dagpteninga,
svo nokk uð sé nefnt.
Úrskurðar ráðuneytisins er krafizt
um það hvort sú meðferð sem fram
kemur um fjárreiður Bæjarút-
gerðarinnar í skýrslum bæjarendur-
skoðanda og öðrum gögnum málsins
sé heimil skv. 3. kafla sveitarstjórnar-
laga.
Þá er úskurðar krafizt um það
hvort endurskoðanda sé ekki skylt að
gera tillögur til bæjarstjórnar
um úrskurð á athugasemdum sínum
við reikninga Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar fyrir árið 1980.
Telji ráðuneytið að ekki hafi
verið farið að lögum í þessu máli þá
leggi ráðuneytið fyrir bæjarstjórn að
framangreind atriði verði kunngerð
bæjarfulltrúum á fullnægjandi hátt.
Loks verði lagt fyrir bæjarstjórn
að afgreiða reikningana í samræmi
við 57. gr. sveitarstjórnarlaga þannig
að fyrir liggi tillögur um úrskurð á
athugasemdum bæjarendur-
skoðanda, sem bæjarstjórn álykti
um.
Kærunni fylgja ýmis gögn svo sem
Ijósrit af bréfum og fundargerðum og
endurskoðunarskýrslu.
-BS.
Börnin héldu á kröfuspjöldum. Á spjöldin var m.a. letrað: „Fleiri w.c”, „engar rottur”, „vindþétta veggi”, og „fleiri
fermetra”. DB-mynd Kristján Örn.
Mótmæltu niðurskurði fjár-
veitingar til Grænuborgar
Laumufarþegi
í Skeiðsfossi
og sfldarfréttir frá Hornafirði
Söltunarstöðion Stemma á
Hornafirði fékk í lok sildarvertíðar
rúmlega 12 þúsund tunnur en á ver-
tiðinni í fyrra tæplega 21 þúsund
tunnur. Stemma á einn bát, sem fer
nú á línu og fer þá aflinn i söltun.
Þrátt fyrir minni afla á þessu ári
hefur Stemma nú í hyggju að kaupa
tvo báta við fyrsta tækifæri.
Fiskimjölsverksmiðjan á Horna-
firði saltaði núna rúmlega 15.500
tunnur en 27.000 tunnur á vertíðinni
í fyrra. 1 frystingu eru komin 600
tonn og búið að semja við 3—4 báta
um 800—1000 tonn í viðbót. 1 fyrra
voru fryst um 1500 tonn og um 50
manns vinna við frystinguna.
Þegar Skeiðsfoss færði Horn-
firðingum síldartunnur um daginn
fundu þeir lítinn laumufarþega um
borð. Inni á milli tunnanna lá önd og
lét fara notalega um sig, þar til
skipverjar röskuðu ró hennar.
Andrés önd var þó frelsinu leginn og
synti hinn ánægðasti í burtu i leit að
hornfirzkum leikfélögum. Ekki vissu
skipverjar hvort hann væri að flýja
Reykjavikurstressið. -JI/l.KM.
Kröfugöngur til Alþingishússins og
mótmælastöður þar fyrir framan eru
jafnan algengar á sama tíma og fjár-
lagafrumvarpið er í meðförum
þingsins. Sú síðasta var í gær en fyrir
henni stóð Foreldrafélag Ieikskólans
Grænuborgar.
Foreldrar, fóstrur og börnin
þrömmuðu frá Grænuborg og niður í
bæ að þinghúsinu með kröfuspjöld.
Var verið að vekja athygli á núverandi
ástandi Grænuborgar sem göngumenn
vilja meina að sé óviðunandi. Mót-
mæla foreldrar því að fjárveiting til
byggingar nýrrar Grænuborgar skuli
hafa verið skorin niður. Er skorað á
heilbrigðisráðherra að tryggja fjár-
veitingu til framkvæmda við hinn nýja
leikskóla.
Með kröfunni fylgdi úttekt
heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar á
húsnæði gömlu Grænuborgar, í henni
segir að allt húsnæðið sé fremur illa
farið, gólfbitar farnir að gefa sig,
óþéttir gluggar, loft og veggir illa farnir
og þrengsli mikil.
Er það dómur heilbrigðiseftirlitsins
að illmögulegt sé að gera fullnægjandi
Að lokinni sfldarvertíð:
Langmest sfld var
söltuð á Eskifirði
— eða alls tæpar 37 þúsund tunnur
— Hornaf jörður kom næstur
Langmest sild var söltuð á 27 þúsund tunnur. Grindavík er í
Eskifirði á liðinni síldarvertíð sam- þriðja sæti og Fáskrúðsfjörður í
kvæmt upplýsingum sildarútvegs- fjórða. Báðir staðir með um 20
nefndar. Heildarsala samkvæmt þúsund tunnur.
samningum til Sovétríkjanna er 170 Á Eskifirði eru fjórar söltunar-
þúsund tunnur. Á Eskifirði var alls stöðvar. Auðbjörg er þeirra stærst
saltað í 36.904 tunnur. Það er um en þar var saltað í 16.838 tunnur.
22% af umsömdu magni sem selt Friðþjófur var með 9.500 tunnur,
verður til Sovétríkjanna. Sæberg með 6.508 tunnur og Guðjón
Hornafjörður gengur næst Hjaltason með 4.058 tunnur.
Eskifírði en þar var saltað í u.þ.b. -Emil, Eskifirði.
endurbætur á húsnæðinu nema að til
komi veruleg fækkun vistbarna.
-KMU.
Söltunarstöðin Stemma á HornaRrði fékk i lok sildarvertíðar rúmlega 12
þúsund tunnur en á vertíðinni i fyrra tæplega 21 þúsund tunnur.
NYTT
ísœlkera-
línunni
IABAKKA
Skemmtilegar drykkjar- \ '
krúsir, salt- og piparsett með *
lítilli könnu, salatskúiar,
osta/smjörkúpur, sykur- og rjómasett ogfleira.