Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 28
frjálst, úháð dagblað c ískalt Sevenup hressir betur. Fjölgað í hæstarétti: Hæstaréttardómarar ráðnir um stundarsakir —samkvæmt nýju f rumvarpi sem lagt verður fram ívikunni I vikunni verður væntanlega lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um hæstarétt þar sem aðstaða réttarins verður verulega bætt, að sögn Friðjóns Þórðarsonar dómsmála- ráðherra. „Bæði er gert ráð fyrir fjölgun dómara og eins því að aðstaða réttarins verður bætt á annan hátt, sem ég vil helzt ekki fara nánar út í á þessari stundu,” sagði dómsmálaráðherra í samtali við Dag- blaðið í morgun. Friðjón sagði að í nýja fjárlaga- frumvarpinu væri heimild til að ráða til hæstaréttar löglærðan aðstoðar- mann dómara. „Frumvarpið gerir ráð fyrir að föstum dómurum rétt- arins verði fjölgað um einn og auk þess verður í því heimildarákvæði til að ráða dómara um stundarsakir. Álagið á hæstarétti er allt of mikið og úr því verður að bæta,” sagði dóms- málaráðherra. Hæstaréttardómarar eru nú skipaðir ævilangt eins og aðrir opinberir embættismenn en oft kemur það fyrir að varamenn hlaupa í skörð sem myndast, ýmist vegna forfalla fastra dómara eða þá að þeir víkja sæti af ýmsum ástæðum. Taldi Friðjón Þórðarson að heimild til að setja dómara til skemmri tíma væri i samaanda. Nái frumvarpið fram að ganga verða fljótlega skipaðir tveir nýir hæstaréttardómarar, því Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari hefur fengið lausn frá störfum fyrir aldurssakir um áramót. Má búast við að embætti hans verði auglýst laust til umsóknar innan tíðar. -ÓV ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓV. 1981. -Blaðamennsvara verkbanni með verkfalli 20. nðvember Allt útlit er nú fyrir að útkoma dag- blaðanna stöðvist frá og með næstu helgi þegar verkfall bókagerðarmanna skellur á. Enn ríkir ekki mikil bjartsýni um að samningar takist í deilunni fyrir þann tíma en næsti samningafundur verður á morgun. Er gert ráð fyrir að þar með hefjist stíf fundalota fram á helgina. Á þriðjudaginn næsta, 17. nóvem- ber, hafa útgefendur boðað verkbann á blaðamenn á Dagblaðinu, Morgun- blaðinu og Vísi auk Vikunnar, sem og á bókagerðarmenn. Þá samþykkti stjórn, samninganefnd og trúnaðarmannaráð Blaðamannafélags íslands í gærkvöld að boða verkfall á sömu blöðum frá og með öðrum föstudegi, 20. nóvember. Verkfall verður ekki boðað hjá blaða- mönnum Tímans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins þar sem ekki hefur verið boðað verkbann á þessum blöðum. Þau blöð koma þó ekki út vegna verkfalls og verkbanns bóka- gerðarmanna — nema samningar hafi tekizt fyrir þann tíma. -JH. Liðskönnun til kvennaframboðs Á laugardaginn kemur er fyrirhugað að halda opinn fund í Reykjavík þar sem kannað verður fylgi hug- myndarinnar um kvennaframboð. Að fundinum stendur umræðuhópur tuttugu eða þrjátíu kvenna, sem undan- farna mánuði hafa hitzt öðru hverju og rætt málið frá ýmsum hliðum. En konur sem þegar hafa komizt til frama innan stjórnmálaflokka, hvort sem er til hægri eða vinstri, munu yfir- leitt mótfallnar kvennaframboði. -JH. FréttirDBumvopnaflutningaísaliAlþingis: Ekki við hæfí að Islendingar ffytji vopn til Líbýu, uppeldis- stöðvar hryðjuverkamanna Fréttir Dagblaðsins af vopna- flutningum með íslenzkum flugvélum og siglingu íslenzks skips til Líbýu með farm merktan Líbýuher hafa vakið mikla athygli. Hafa mál þessi nú borizt inn í sali Alþingis en Árni Gunnarsson alþingismaður kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild i gærtil að ræða þau. Árni hóf mál sitt á því að minnast á vopnaflutninga með Flugleiðaþot- um til Saudi-Arabíu en DB skýrði frá þeim í síðustu viku. Árni upplýsti að Arnarflug hefði farið sjö ferðir frá Frakklandi til Líbýu með farm sem farmskrá segði vera æfingaskot og efni, sem sprengihætta stafaði af. Reifaði Arni viðskipti íslenzkra flugfélaga við Líbýu og minntist m.a. á blaðaskrif sem urðu vegna flutninga Cargolux í fyrra. Taldi Árni það ekki við hæfi að íslenzk flugfélög tækju að sér flutninga sem aðrar þjóðir litu ekki við, enda væri Libýa uppeldisstöð hryðjuverkamanna. Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra kom i pontu á eftir Árna. Sagði hann m.a. að ekkert hefði komið fram er benti til ólög- legra flutninga. Sagðist hann ætla að láta kanna, hvernig þessum málum væri háttað hjá öðrum þjóðum. Sagði ráðherra það spurningu hvort banna ætti íslenzkum flugvélum að flytja vopn sem væru verulegur hluti farms í veröldinni. Margir tóku til máls í þessari umræðu. Benedikt Gröndal minntist á flutninga íslenzk skips frá Ítalíu til Líbýu en DB skýrði frá þeim í síðustu viku. Skoraði Benedikt á ráðherra að beita áhrifum sínum dl að stöðva flutninga íslenzkra aðila fyrir Líbýu. -KMU. ■jgjjjjl iyayii js sz. a m e lynSNjNgyg IVIKU HVERRI Vinningur vikunnar: Myndsegul- band f rá Radíóbúðinni Vinningur í þessari viku og jafn- framt sá siöasti i bili er mynd- segulband frá Radíóbúðinni, að Skipholti 19, Réykjavlk. 1 vikunni verður birt, á þessum stað i blað- inu, spurning tengd smáauglýsing- um Dagblaðsins. Nafh heppins á- skrifanda verður síðan birt daginn eftir l smáauglýsingum og gefst honum tœkifceri á að svara spurningunni. Fylgizt vel með; á- skrifendur. Fyrir ncestu helgi verður einn ykkar glœsilegu mynd- segulbandi ríkari. BÚDARGLUGGINN VANDLEGA SKODADUR Grannt er skoðað enda öll gát vissari á þessum verðþenslu og I Laugaveginum í gœr. Jólavörurnar fara að koma í gluggana og rétt gengisfellingartímum. Þessi heiðursmaður skoðaði i búðarglugga á\ erað fylgjast velmeð. DB-myndEinar Ólason. Blöðin stöðvast

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.