Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 6
Líkin enn
innanborös
öryggiseftirlitið í Noregi neitar að
gefa leyfi fyrir því að kafa niður að
oliuborpallinum Alexander Kielland til
að ná út líkunum, sem enn eru eftir inni
í vistarverum hans. Talsmaður
eftirlitsins hefur sagt að margar beiðnir
þess efnis hafi komið frá köfurum og
því hafi málið verið endurskoðað á ný,
en niðurstaðan hafi oröið sú sama og
áður — að þaö væri of mikil áhætta því
samfara að fara inn í pallinn. Tals-
maðurinn segir að sjónarmið ættingja
þeirra 123 manna sem fórust þegar
pallurinn valt sé skiljanlegt, en ekki sé
hægt að veita leyfið af öryggisá-'
stæðum.
Hann segir að í pallinum séu um 170
herbergi og milli þeirra stigar og
þröngir gangar og það gefi nokkuð
góða mynd af því við hvaða erfiðleika1
verði að etja fyrir kafara, sem vildu
reyna að bjarga líkunum úr palUnum.
Áður höfðu verið athugaðir
möguleikar á að rjúfa gat á veggi
pallsins en það var ekki talið svara
kostnaði þar sem flest líkin væru mun
innar í vistarverum paUsins.
AlexanderKielland:
Erlent
Erlent
Eríer.t
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981.
Erlent
Young
borgar-
stjóri
Andrew Young, sem Carter Banda-
ríkjaforseti skipaöi á sínum tima sendi-
herra hjá Sameinuðu þjóöunum, var
nýlega kosinn borgarstjóri í Atlanta 1
suðurrikjum Bandaríkjanna. Young
hlaut 56% atkvæða og sigraði með því
keppinaut sinn Marcus, 53 ára gamlan
lögfræðing. Young kemur til með að
taka við af Maynard Jackson sem verið
hefur borgarstjóri tvö kjörtímabil.
Andrew Young.
Kosningabaráttan snerist mikið um
samskipti hvítra og svartra i borginni
og fjölgun glæpa. Á myndinni hér að
ofan sést Young fagna sigri með stuðn-
ingsmönnum sínum eftir að úrsUt kosn-
inganna voru kunn.
FYRIR HÆSTA-
RÉTT í NOREGI
í síðustu viku hófust í hæstarétti í
Noregi vitnaleiðslur vegna virkjunar-
innar í Alta-Kautokeino sem mikið
hefur verið deilt um undanfarin ár.
Hæstarétti er ætlað að taka afstöðu til
þess hvort leyfilegt sé að virkja Altaána
í Norður-Noregi og mun ráðast endan-
lega af dómnum hvort ríkisstjórnin eða
virkjunarandstæðingar fara með sigur
af hólmi. Ef svo fer að virkjunin verði
leyfð er taUð að erfitt verði að halda
uppi frekari andstöðu gegn henni, en ef
hæstiréttur telur hana ólöglega munu
norsk yfirvöld standa frammi fyrir ein-
kennilegum vanda þar sem vegalagning
og aðrar undirbúningsframkvæmdir
eru þegar hafnar.
Alta-málið mun verða prófmál og
fordæmi fyrir því hve langt skipulags-
yfirvöld geta gengið í að staðsetja
mannvirki.sem hafa mikla umhverfis-
röskun í för með sér, án þess að ráðgast
um það við íbúa þeirra svæða sem
málið varðar. Það er einnig talið verða
prófmál á það hvert vald dómstólarnir
hafa til að hnekkja ákvörðunum skipu-
lagsstofnana og tæknilegra sérfræð-
inga sem í æ ríkara mæU taka ákvarð-
anir án eiginlegs samráðs við hina þjóð-
kjörnu fulltrúa. Málareksturinn fyrir
hæstarétti mun taka um einn mánuð og
er þess beðið með eftirvæntingu hvort
rétturinn samþykkir dóm undirréttar
eða hafnar honum, en þar var virkjun-
in dæmd lögleg með 3 atkvæðum gegn
4.
Karpov hefur
gjörunna stöðu
— „Sérfræðingum” í Meranó kom mjög á óvart að Kortsnoj skyldi leika
biðleik í stað þess að gefast upp
AUt útlit er fyrir að Karpov auki
forskot sitt í Meranó um einn'
vinning því er 14. skákin fór í bið í
gær þótti sýnt að hann hefði vinn-
ingsstöðu. Raunar kom flestum spá-
mönnum mjög á óvart að Kortsnoj
skyldi setja skákina f bið frekar en að
gefast upp svo vonlaus er staða hans.
taUn. E.t.v. minnist áskorandinn
máltækisins fræga, „enginn vinnur
skák með því aö gefa hana”, eða þá
hann hefur laumað biðleiknum ,,46.
— Svartur gefst upp” i umslagið.
Hvað sem því liður, þá er afar ólik-
legt að skákin verði tefld áfram.
Karpov tefldi nú Spænska leikinn
að nýju, sem legið hefur óhreyfður
frá því 1 6. skákinni, sem Kortsnoj
vann glæsilega. Nú mætti heims-
meistarinn vel undirbúinn til leiks og
eftir nýja hugmynd hans ( byrjuninni
féll Kortsnoj í þunga þanka. Á 13.
leik sinn notaöi hann Uðlega helming
umhugsunartíma sins, eða 1 klst. og
18 minútur. Greinileg merki þess að
hann var ekki sáttur við stöðuna.
Tlmahrak bætir sjaldan slæmar
stöður, en engu að siður hefði áskor-
Skák
andinn mátt igrunda 16. leik sinn
betur. Eftir hann fékk Karpov yfú-
burðastöðu, svo nánast var ógjörn-
ingur fyrir Kortsnoj að bjarga tafl-
inu.
I einviginu í Baguio á Filippseyjum
fyrir þremur árum var staðan einnig
5—1 Karpov í vil, eins og líklegt er að
verði nú. Þá höfðu hins vegar verið
tefldar 27 skákir, svo einvígið var
mun jafnara en nú. Kortsnoj tókst að
jafna metin 5—5, en tapaði úrslita-
skákinni. Áreynslulausir sigrar
Karpovs i Meranó benda til þess að
nú sé skammt tU endalokanna.
Hvitt: Anatoly Karpov
Svart: Vlktor Kortsnoj
Spænsld leikurinn.
I. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5
Spænski klerkurinn Ruy Lopez
mælti með þessum biskupsleik um
miðja 16. öld og sfðan hefur hann
verið i fullu gUdi — þar tU i 6. skák-
inni. Eftú glæsUegan sigur áskorand-
ans var spænski leikurinn skyndilega
orðinn óteflandi og Karpov leitaði á
önnur mið. Nú hefur hann sitthvaö
til málanna að leggja.
3. — a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. d4
b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Beó 9. Rbd2
Þannig tefldi Karpov i 8. og 10.
skákunum { Baguio. Algengasti
leikurinn 9. c3 reyndist honum iUa í
6. skákinni i Meranó.
9. — Rc510. c3 d411. Bxe6I
Þannig hefur reyndar verið teflt
áður en hugmyndin sem býr að baki
hjá Karpov er ný af .nálinni. í 10.
skákinni ( Baguio lék Karpov óvænt
II. Rg5I? og Kortsnoj svaraði með
11. — dxc3. Sjöari tíma rannsóknú
hafa sýnt að svartur á um fleiri
möguleika að velja, t.d. 11. —Dxg5
12. Df3 0-0-01? (Timman-Smyslov,
V-Þýskaland 1979).
11. — Rxe6 12. cxd4 Rcxd4 13. Re41?
Be7
Þetta er leikurinn sem olli Kortsnoj
svo miklum heilabrotum. Af öðrum
möguleikum sem til greina komu
virðist 13. —Dd51? einna vænlegast-
ur.
14. Be3 Rxf3 + 15. Dxf3 0-0 16. Hfdl
De8??
„Alvarleg mistök” — sagði Bent
Larsen um þennan leik. Og raunar
liggur þaö í augum uppi ef framhald
skákarinnar er tekið til viömiðunar.
Mun betra er 16. —Dc8 og ef t.d.
17. Hacl, þá 17. —Hd8 og svartur
hefur þrengri stöðu en þarf ekki að
örvænta. Lakara er hms vegar 17. —
c5? (i stað 17. —Hd8) 18. Rxc5! Rxc5
19. Hd5! (19. b4 De6) og hvítur
vinnurpeð.
8
7
6
5
4
3
2
1
abcdefgh
17. Rf6+!
Fyrir æfða skákmenn er mun auð-
veldara að sjá svona leik en að láta
sér sjást yfú hann. Ef svartur þiggur
fórnina með 17. —gxf6 18. exf6 Bd6
kemur 19. Hd5! og gegn hótuninni
20. Hh5 og 21. Df5 ásamt máti á h7
er ekkert svar! T.d. 19. —Kh8 20.
Hh5 Hg8 21. Hxh7 + ! Hxh7 22. Dh5
mát.
14. skákin í heimsmeistaraeinvíginu:
Anatoly Karpov að tafli f Meranó. í hann ber svissneska fánann sem er þjóðernis-
tákn Kortsnojs.
17. —Bxf618. exf6 Dc819. fxg7 Hd8
19. — Rxg7 leiðú til vonlausrar
stöðu á Kortsnoj vegna þess hve
kóngsstaða hans er opin. Eini mögu-
leiki hans er að láta hvita g-peðið
skýla kóngnum. En peðið er ekki
hættulaust, eins og síðar kemur i ljós.
20. h4! c5 21. Hacl
Leikið gegn 21. —Rd4. Á heims-
meistaramáli hefur hvítur þegar
tryggt sér vinningsstöðu.
21. —Dc7 22. h5 De5 23. h6 Dxb2 24.
Hd7! Hxd7 25. Dxa8+ Hd8 26.
Dxa6 De2 27. Hfl Hdl 28. Da8 +
Hd8
Það er auðvelt að sannfæra sig um,
að eftú 28. —Rd8 29. Hxdl Dxdl +
30. Kh2 Dh5 + 31. Kg3 á svartur
enga þráskák. T.d. 31. —De5+ 32.
Kh4! Df6+ (32. —Dh2+ 33. Kg4)
33. Kh3 Df5+ 34. g4 og skákirnar
eru á enda. Hvíta drottningin valdar
mikilvæga reiti.
29. Dc6 b4 30. Da4 Dd3 31. Hcl Dd5
32. Db3 Dc4 33. Dc2 Dxc2
Aðrir leikú ættu ekki að breyta úr-
slitunum.
34. Hxc2 f5 35. f4 Kf7 36. g4! Hd5
37. gxf5 Hxf5 38. Hd2 Hf6 39.
Hd7+ Kg8 40. f5! Hxf5 41. He7
Einfalt er það. Hér hefði Kortsnoj
getað gefist upp með góðri samvisku
því riddarinn fellur i valinn vegna
hótunarmnar 42. He8 + o.s.frv. ,
41. —Rxg7 42. Hxg7 Kh8 43. Hc7
Kg8 44. Bxc5 Hg5 + 45. Kf2 Hg6 46.
Be3
Biðstaðan. Ef svo óliklega vill til
að Kortsnoj tefli skákina áfram, þá
hefst hún kl. 16 í dag aö íslenskum
tíma.