Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 12
Útgefandi: Degblaðið hf. Frafnkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Aöstoðarrítstjórí: Haukur Heigason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rítstjómar: Jóhannes Reykdal. iþróttir: Hallur Sfmonarson. Aöstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrímur Péisson. Hönnun: Hiimar Karísson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Atii Stoinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Steféns- dóttir, EUn Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hékonardóttir, Jóhanna Þréinsdóttir, Kristjén Mér Unnarsson, Lilja K. Möllor, Ólafur E. Fríðríksson, Siguröur Sverrisson, Víðir Sigurösson. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamloifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, og Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þréinn Þoríoifsson. Auglýsingastjórí: Ingótfur P. Steins- son. Dreifingarstjórí: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Rhstjóm: Síöumúla 12. Afgreiðsla, éskríftadeHd, auglýsingar og skrífstofur: Þverholti 11. Aðalslmi blaðsins er 27022 (10 linur). Sotning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftarverð é ménuðl kr. 85,00. Verð I lausasölu kr. 6,00. Samræmdir embættismenn Ein árátta embættismanna er að steypa allt og alla í sama mót. Meðal annars hugsa þeir með hryllingi til þess, að nokkur blæbrigðamunur kunni að vera á starfi áfangaskóla. Úr því hafa þeir nú bætt á venjulegan hátt, með _________ reglugerð. Með reglugerðinni er ákveðið, áð einkunnir skuli gefa í tíu tölustöfum, en ekki í fjórum bókstöfum, svo sem tíðkazt hefur í mörgum þessara skóla. Er þetta til samræmis við grunnskóla og háskóla, sem nota tölu- stafi. Rökstyðja má, að of mikil fábreytni sé í fjórum einkunnakostum, einkum í efri endanum, og að hún auki leti kennara við að semja próf og meta úrlausnir. Auk þess skilja flestir betur tölustafi en bókstafi sem mælikvarða. Á hitt má einnig líta, að bókstafimir fela í sér fráhvarf frá fyrri einkunnagjöf, sem komin var út í þær öfgar, að heildareinkunn var gefin í eitt þúsund mismunandi stigum, það er í tölum með tveimur aukastöfum. Mestu máli skiptir þó, að fjölbreytni er til bóta í þessu sem á öðrum sviðum. Með fjölbreytni mótast samanburður og samkeppni. Þá er reynslan látin um að skera úr óvissum atriðum, en ekki reglugerðir úr ráðuneytum. Rökstyðja má, að betra sé fyrir nemendur að mæta 80% í tímum heldur en 60%. En af hverju þá ekki 100%? Talan 80 er misheppnuð töfraformúla til að samræma mætingaskyldu og akademiskt frelsi, tvo ósamræmanlega hluti. Eðlilegast er, að sums staðar sé mætingaskylda og annars staðar akademiskt frelsi í skólum á þessu stigi. Með slíkri fjölbreytni má í háskóla mæla smám saman misjafnan árangur mismunandi aðferða í menntaskól- um og fjölbrautaskólum. Satt að segja eru embættismenn menntamálaráðu- neytisins að reyna að láta reglugerð koma í staðinn fyrir reynslu. Þeir eru að skipuleggja atriði, sem alls ekki ætti að skipuleggja, heldur þvert á móti hafa laus í reipunum. Rökstyðja má, að auðveldara sé að fara milli skóla, ef þeir eru samræmdir. En þá er líka skammt yfir í nýja reglugerð um samræmd próf, enda er áreiðanlega einhver embættismaðurinn að dunda við slíkt í fásinninu. Samræming milli skóla er marklítil, nema hún feli í sér samræmingu prófa. Á þessu sviði eru gífurlegir möguleikar fyrir verkefnasnauða embættismenn. Og hvernig væri til dæmis að koma á samræmdri stafsetn- ingu fornri? íslenzkt þjóðfélag er of samræmt. Reglugerðir eru of margar og of digrar. Embættismenn, sem semja reglugerðir, eru of margir. Hlutirnir eiga ekki að vera einhæfir og staðlaðir, ekki skólarnir frekar en annað. Háskólinn er farinn að þreifa sig áfram í mati á námsárangri nemenda úr mismunandi tegundum skóla. Smám s^man mun safnast þar reynsluforði, sem verður menntaskólum og fjölbrautaskólum gagnlegri en reglugerðir úr ráðuneyti. Bezt væri að leyfa hverjum skóla að móta sér vinnu- brögð og starfsaðferðir. Menn sætta sig betur við ramma, sem þeir taka sjálfir þátt í að smíða. í þessu sem öðru muni valddreifing leiða til aukins vilja til árangurs. Þar á ofan er fjölbreytni út af fyrir sig æskilegt markmið. Þjóðfélagið þarf að fá margvíslegt fólk úr skólunum, lærdómsmenn og braskara, uppfinninga- menn og sérvitringa, ekki bara samræmda embættis- menn fyrir ráðuneytin. V r DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981. Verður er verkamaðurinn launanna Allt vinnufáert f ólk á Islandi er hreppt í eins konar ríkisþrælabúðir til þess að vinna fyrir hið opinbera Oft er vitnað til þess, að við íslend- ingar erum fámenn þjóð í stóru landi. Við erum velmegunarþjóðfélag i venjulegri merkingu þess orðs, og samkvæmt nýjustu upplýsingum töl- fræðimanna verðum við íslendingar eldri en allir aðrir. Að vísu kemur fram að meðalaldur kvenna er mun hærri en karla, sem e.t.v. stafar að einhverju leyti af því, að konur hafa ekki verið jafn áfjáðar í að slíta sér út í pólitik og öðru veraldarvafstri svo sem karla er háttur. En breytinga er að vænta í þessum efnum, og með aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum megum við karlar vænta lengri lifdaga okkur til handa. Þetta hlýtur allt að vera í anda þeirra jafnréttishugsjóna sem farið hafa um lönd og álfur nú sein- ustu árin og á ég þá bæði við aukna þátttöku kvenna í hringiðu lífsins (utan heimilisins) og jafnan lífaldur beggjakynja. Skuggi launþegans En hvort sem við ræðum nú um konur eða karla þá er eitt víst, að al- menningur á íslandi lætur nú bjóða sér svæsnari skattbyrðar heldur en með nokkurri sanngirni er hægt að leggja á eina kynslóð manna, á þess- ari öld tækni og framfara. Og þegar ég nefni skattbyrði þá á ég ekki fyrst og fremst við þessa venjulegu skatta sem Skattstofan og Gjaldheimtan krefja okkur um, heldur á ég fyrst og fremst við þær óbeinu skattaálögur sem allt vinnandi fólk í landinu er nú að sligast undan. Einhvernveginn halda menn áfram göngu sinni til og frá vinnu, en undir og ofan við hugsun alls venjulegs fólks liggur þessi sama ógnvekjandi tilfinning, hvernig fjölskyldan eigi nú að fara að því að klóra sig fram úr skuldunum, víxlunum og vöxtunum, þessum skugga sem eltir okkur frá morgni til kvölds. Skattpíningarþjóðfé- lagið ísiand Fyrir fólk sem búið hefur um lengri tíma erlendis hlýtur það að vera furðuleg ráðgáta hvernig al- menningur hér á landi lætur bjóða 0 „Menn á miðjum aldri, sem hugsa til baka, tíu-fimmtán ár, komast að þeirri dapurlegu niðurstöðu, að þeir standa verr fjár- hagslega í dag heldur en þá.” Jan Mayen-samningarnir—seinni grein Gengið í ber- högg við helgan rétt Kolmunninn Menn hafa verið að velta því fyrir sér, hvers vegna Rússar hafi verið svo rólegir í sambandi við samninga íslendinga og Norðmanna um Sval- barð á íslandsgrunni Jan Mayen. En skýringin er komin nú fyrir nokkru. Svo óforsjálir voru íslendingar í fyrri samningum, að þar var aðeins rætt um loðnuveiðina á hafsvæði við Jan Mayen. Norðmenn og Islendingar voru að rifast á yfirborðinu um loðnukvóta upp á 120.000 tonn, Norðmönnum til handa. En á sama tíma er samið bak við tjöldin við Rússa um að þeir megi taka upp i 800.000 tonn af kolmunna, sem er þeim ekki minna virði en loðnan og er notaður til manneldis í Sovét. Þetta magn er 80% af því sem fiski- fræðingar telja að megi taka samtals úr stofninum. Þetta jafngildir 4 milljónum tonna af korni þegar magnið er umreiknað í hreint dýra- prótein, eða fer að nálgast 25% af þvi kornmagni, sem Carter forseti setti flutningabann á til Sovétríkjanna, sem alheimsathygli vakti. Það hefur Kjallarinn PéturGuðjónsson líka vakið athygli, að stofnanir íslenzkra stjórnvalda hafa komið í veg fyrir, að keypt væru til landsins veiðiskip til kolmunnaveiða er staðizt gætu samkeppni við Rússa á þeim veiðum. íslenzku sjómennirnir hafa horft á rússneska togara taka óhemju afla á sama tíma sem þeir fengu lítið vegna tækjaskorts. Hvort hér er á ferðinni laumuspil, eða hrein fáfræði skal látið ósagt. En staðreyndin sem eftir stendur, er að Sovétríkin standa eftir með pálmann i höndunum. Friðarhreyfingarnar Hvað var það sem blasti við sendi- nefnd þeirri er Vísir bauð í flugferð til Svalbarðs á íslandsgrunni nú fyrir tveim árum? Á móti þeim tók yfir- maður norsks herafla sem staðsettur er á eynni. Þá rifjast það upp að hneykslismál kom upp nokkrum mánuðum áður í Noregi, er það upp- lýstist að norski herinn var með um- svif á Svalbarði á íslandsgrunni. Ef Islendingar gerðu eignarréttarkröfu til Svalbarðs á íslandsgrunni væri það á valdi íslendinga, að ákveða hvort þar væri herstöð eða ekki. íslenzkir stjórnmálamenn sem sam- V.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.