Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning ) AF KAÞOLSKUM VIÐHORFUM Ferdinand Krenzer: Vegurinn, aannleikurinn og Iffifl. Fræflekirit um kaþólska trú. Torfi Ólafsaon þýddi. Útgafandl kaþfllska klrkjan á Islandl, 1881. Allt hafa kaþólikkar á hreinu, það eru kannski fyrstu viðbrögð margra lútherskra lesenda að lestri loknum; viðbrögð, sem gefa til kynna sam- stödd hvað þetta snertir. Reyndar er lútherskum söfnuðum ekki í kot visað þar sem umrædd bók er annars vegar. Hér er aðgengileg fræðsla um meginatriði kristinnar 'trúar, sem vissulega eru sameiginleg lútherskum og kaþólskum að veru- legu leyti. Gerum ekki of mikið úr feimnismál og lítt viljað ræða. Kenningin um hreinsunareldinn er hér einnig, að vísu túlkuð á afar „skiljanlegan” og hógværan hátt. Auk þessara atriða mætti benda á afstöðu kaþólsku kirkjunnar til Alkirkjuráðsins, þ.e. samvinnu kirkjudeilda, en kaþólska kirkjan er hefðbundnum hætti, trúvörnin, kirkjuvörnin sitji í fyrirrúmi á kostnað lifandi og áhættusamrar umræðu um kristna trú. En, sem sagt, lítum á þau atriði, sem sameina. öll þau atriði, sem nefnd voru, eru að svo komnu máli næsta lítilvæg hér á landi. En fyrr en - „ • *■ . v , k.r' “Zm <* , ■'/'& //' ; , ' '4'V-,' 3* ‘jjL v ?*** ... .a&mÞ'"/?' f'" •v, • ■ >K" ♦" - . • '~0, / ..kJK Kirkja kaþólskra á Landakotstúni. bland af öfund og tortryggni. Bók þessi fjallar um kaþólska trúfræði fyrir almenning og býður reyndar upp á afar víðtæka fræðslu um kaþólsku kirkjuna, trú hennar, helgi- siði, Bibiíuna o.m.fl. Þótt verkið hafi á sér klassískan svip, þarf þó enginn að fara í grafgötur um það, að margt hefur breytzt í herbúðum páfans frá því Halldór Laxness sendi frá sér „Kaþólsk viðhorf. Svar við árásum” árið 1926. Tilefni þessarar bókar eru ekki árásir eins og þá, heldur, að því er virðist, þörf hins kaþólska safn- aðar fyrir fræðsliirit af þessu tagi. Þýðandi verksins segir í formáls- orðum, að boðendum kaþólskrar trúar hér á landi hafi „lengi verið ljóst, hversu illa kirkjan hefur verið stödd, hvað snertir bókakost á islenzku um trú og kenningu kirkj- unnar”. Að þessu leyti standa „boðendur kaþólskrar trúar” boðendum lútherskrar trúar framar og eftir útkomu bókar þessarar hefur hinn fámenni kaþólski söfnuður á íslandi skotið „þjóðkirkjunni” ref fyrir rass. Kannski yfirvöldum lúthersku kirkjunnar verði einnig Ijóst, að sú kirkja er einnig illa á vegi þeim atriðum, sem aðskilja, leggjum áherzlu á hin, og þau eru enn fleiri. Það gagn, sem lútherskir gætu haft af umræddri bók er fyrst og fremst það að víkja brott fordómum um hina kaþólsku kirkju. — En bókin getur því miður einnig staðfest þá ef svo ber undir. Sé bókin skoðuð í ljósi lútherskrar guðfræði er óhjákvæmilegt að reka augun í viss atriði, sem ævinlega hafa verið samskiptum lútherskra og ka- þólskra til nokkurrar hindrunar Má þar nefna afstöðu kaþólsku kirkj- unnar til altarissakramentisins, þar sem hún leyfir kaþólskum ekki að ganga til altaris þar sem það er um hönd haft að sið mótmælenda (kom í Ijós hér á landi við nýafstaðna biskupsvígslu í Dómkirkjunni, þar sem kaþólski biskupinn gekk eigi til altaris). Einnig má nefna hina rúm- lega aldargömlu kenningu um flekk- lausan getnað Mariu. Þá má nefna aðra Maríukenningu — frá 1950! — um uppnumningu Maríu til himna. Og þá er það kenningin um óskeik- ulleika páfa, sem kaþólskir guðfræð ingar hafa reyndar — einkum á seinni tímum — oft umgengizt sem ekki aðili að þessum samtökum rúml. 300 kirkjudeilda um allan heim. Kaþólsku kirkjunni verður ekki núið því um nasir, að hún sýni skort á umburðarlyndi við fólk af öðrum trúarbrögðum, lærdómsrikt er að lesa um afstöðu höfunda til guðleys- ingja t.d. Tregða kaþólsku kirkj- unnar til þess að ganga til fulls sam- starfs við Alkirkjuráðið á sér býsna djúpar og flóknar orsakir, sem bókin rekur. Kaþólsku kirkjunni hefur af ýmsum mjög verið legið á hálsi fyrir afstöðu til hjónaskilnaða; þeir fá hér vatn á sína myllu, sömuleiðis þeir, sem reglan um ókvæni presta er þyrnir í augum. Einhver kann að sakna þess, að ekki er vikið að ýmsum straumum i kirkju nútímans, ekki er minnzt á Hans Kiing eða Schillebeeck. Ekki er heldur fjallað um þá stefnu í guðfræði kaþólsku kirkjunnar, sem hvað mesta athygli hefur vakið á Vesturlöndum í seinni tíð: guðfræði frelsunarinnar, hina pólitisku guðfræði, sem þróazt hefur i S -Ameríku. Sumir mundu því setja spurningarmerki við guðfræðistefnu bókarinnar og telja hana vera með of Dr. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum varir kunna þau að verða hluti af umræðu dagsins, ekki sízt ef hinni kaþólsku kirkju vex fiskur um hrygg hér á landi eins og margt kann að benda til — mér liggur við að segja: sem betur fer. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þeir fordómar fjölmörgu, sem íslend- ingar hafa haft úr sögubókum sínum í garð kaþólsku kirkjunnar, hafa komið íslenzku kirkjulífi í koll. „Var Lúther ekki á móti helgisiðum, vildi hann ekki banna allar myndir og allt skraut í kirkjum” eru setningar, sem oft heyrast og sýna hættulega fordóma, sem dregið hafa íslenzka kirkjur niður á plan óþolandi hvers- dagsleika og útrýmt skapandi mynd- list úr kirkjum smátt og smátt. Stundum er eins og mönnum finnist það svo óskaplega mikilvægt að fylgja Lúther þegar hann var „á móti” kaþólsku kirkjunni. Rétt eins og það væri allt i fullu gildi ennþá. Fyrir nú utan það, að Lúther var hreint ekki á móti helgisiðum og vinur listanna var hann svo sannar- lega. Fegurðina kunni Lúther manna bezt að meta í húsi drottins og ekki var hann maður „einfaldleikans’ í helgisiðum. Ýmsir eftirmenn hans hafa hins vegar ekki hreinan skjöld i þessum efnum. Það er fullmikið sagt, að bók þessi gefi í skyn, að kaþólikkar hafi allt á hreinu. Titillinn gefur það að vísu í skyn og er afar óheppilega valinn. Betra hefði verið að halda anda þýzka, upprunalega titilsins. Bókin kemst vissulega ekki hjá þvi að bera keim af hefðbundnum stíl trú- fræðslurita fyrir almenning, sem eru oft þyrnir í augum guðfræðinga . vegna þeirrar tilhneigingar, sem oft gætir, þ.e. að gera trúna að fyrir- bæri, þar sem allt er á hreinu, málið er leyst með því að láta allt ganga upp að lokum. Þessi bók einkennist hins vegar miklu heldur af hinu viðhorf- inu: að laða lesandann inn í ævin- týrið, inn í áhættu trúarinnar, inn í raunveruleika lífsins en ekki frá honum. Þetta á líka við, þegar fjallað er um hinar „vafasömu” kenningar (í augum lútherskra) svo sem um hreinsunareldinn, Maríu o.fl. Þessi bók er blessunarlega laus við að vera umræða um hið þokukennda fyrir- bæri „trúmál”, hún er um kirkjuna og kirkjulega trú og það er nokkuð annað. v Þess vegna er gengið út frá veru- leika hins hversdagslega lífs, vinn- unni, fjölskyldunni, skólanum, þjáningunni, voninni, óttanum, gleðinni. o.s.frv. Umræðan um veru- leika trúarinnar er í samhengi við veruleika hins lifaða hversdagslega lifs. Þess vegna á þessi bók erindi við alla, sem vilja á hlutlægan hátt kynna sér þá lífsskoðun, sem hefur mótað vestræna menningu. En fyrst og fremst á hún erindi við þá, sem vilja kynna sér heim kaþólsku kirkjunnar og setja sig inn í málefni hennar; fræðast um kirkjuskilninginn, guðs- þjónustuna, bænahald, Biblíuna, fjölskyldumál, skólamál, afstöðuna til stjórnmálaflokka, til herþjónustu og þannig mætti lengi telja. Margt af þessu hefur ekki verið tiltækt lesefni hérálanditilþessa. \ Kaþólska kirkjan hefur sjálf orðið fyrir fleiri en einni siðbót frá tímum siðbótar Lúthers. Þvi má lesandinn ekki gleyma. Annars hefði hún ekki þann mátt, sem hún sýnir t.d. i Pól- landi, S -Ameriku og víðar. Kaþólska kirkjan er pólitískt afl í þessum heimi þótt ekki sé hún flokks- pólitísk. Stundum er hún íhaldssamt þjóðfélagsafl en stundum er ekkert afl í þjóðfélaginu framsæknara en hún. Til þess að öðlast innsýn inn í þessa sérstöku kirkjudeild er umrædd' bók góð byrjun. Bókin er ágætlega þýdd, einkum þegar það er haft i huga, að hér er um allerfitt sérfræðilegt efni að ræða. Titillinn er hins vegar óheppilega valinn og verður bókinni ekki til framdráttar. Sama er að segja um letur bókarinnar, sem er of smátt, einkum smærra letrið, sem þar að auki er of feitt og ,af þeim sökum frá- hrindandi, það mun einkum verða eldra fólki fjötur um fót. Að öðru leyti er prentun smekkleg og fram- takið í heild á mikið hrós skilið. Vilji okkar kaþólsku bræðra, höfundanna, til einingar kirkju- deilda, kemur fram i þessum orðum bókarinnar: (bls. 191). „Til allrar hamingju er þráin eftir einingu vöknuð með öllum kristnum mönn- um og menn lita nú fremur á hið sam- eiginlega en það, sem aðskilur”. Með því hugarfari ætti öllum að vera óhætt að lesa þessa bók.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.