Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981.
Það er almenningur sjálfur sem er
hættur að taka eftir atburðarásinni í
þessu skattpíningarþjóðfélagi okkar.
Almenningur hlustar á og sér for-
svarsmenn opinberra stofnana og
ríkisvaldsins þegar þeir bera fram
skýringar sínar á nýjum og endur-
teknum álögum á almenning. Þessir
menn tala rétt eins og hér búi millj-
ónaþjóð og þess vegna verður niður-
staðan sú, að allt vinnufært fólk á Ís-
landi, milli þrítugs og sextugs, er
hneppt í einskonar ríkisþrælabúðir til
þess að vinna fyrir hið opinbera.
Dapurleg
niðurstaða
Hér er ekki verið að ráðast gegn
skattheimtu almennt né heldur verið
að mæla gegn óbeinum sköttum og
skyldum hins almenna borgara. Það
sem hér er hinsvegar verið að benda
á, er sú staðreynd að við íslendingar
virðumst ekki gera okkur grein fyrir
því ástandi sem hér ríkir í dag. Við
láturn bjóða okkur álögur sem ekki
hafa þekkst hér á landi fyrr. Menn á
miðjum aldri, sem hugsa til baka, tíu-
fimmtán ár, komast að þeirri dapur-
legu niðurstöðu, að þeir standa verr
fjárhagslega í dag heldur en þá. Þeir
geta ekki lagt til hliðar fjármuni, sem
þeir e.t.v. gátu þá, og þeir mega allt
að því þakka fyrir ef þeir hafa til
hnífs og skeiðar frá einum degi til
annars. Ef talað er um eitthvert meiri
háttar fyrirtæki, svo sem það að fara
í sumarfri, þá má telja nokkuð víst að
venjuleg launþegafjölskylda þarf að
taka lán, sem að sjálfsögðu eykur
kostnaðinn af sumarfríinu allveru-
lega. í þessu sambandi má benda á þá
staðreynd, sem ýmsir hafa bent á, að
sumarfrí erlendis getur verið mun
hagstæðara fjárhagslega heldur en
sambærilegt frí hér heima.
Nýjasta
dæmið
Þær sérstöku álögur sem Póstur og
sími hefur nú skellt yfir íbúa Reykja-
víkur og nágrennis eru nýjasta
dæmið um ósvífnar aðgerðir opin-
DB-mynd.
lagið skuli leggja slikar drápsklyfjar á
þegnana að hvergi þekkist á byggðu
bóli nemaá íslandi.
Og hverjir eru það þá sem leggja
þessar drápsklyfjar á almenning?
Verkamenn f byggingavinnu.
sér endalausa vinnuþrælkun fyrir hið
opinbera. Ef litið er á þá staðreynd
að hinir raunverulegu starfsdagar
einstaklingsins eru aðeins hluti af ævi
hans, er illt til þess að vita að þjóðfé-
berra valdhafa. Þetta eru valdhafarn-
ir sem geta beitt refsiaðgerðum gegn
fólki, sem ekki hefur aura tiltæka á
stundinni til að borga símareikning-
inn sinn.
Og síðan koma rökin fyrir ný-
breytninni, skrefatalningunni, sem
svo hefur verið nefnd. Og hver eru
svo þessi rök. í fyrsta lagi þau að rétt
sé að jafna aðstöðu fólks úti á landi
gagnvart okkur, sem af einhverjum
ástæðum höfum holað okkur niður
hérna í þéttbýlinu. í öðru lagi er bent
á það, að flestar opinberar stofnanir
séu staðsettar í Reykjavik og þar af
leiðandi þurfi landsbyggðarfólk að
leggja á sig mun meiri kostnað en við
hin.
Nú skal ég viðurkenna, að ég hef
ekki gert neinn samanburð á síma-
kostnaði manna í Reykjavík og t.d. á
Fiáteyri. Þó hef ég óljósan grun um
að símakostnaður viðmiðunarfjöl-
skyldu í Reykjavík sé hærri heldur en
hjá fjölskyldunni á Flateyri. Sem
gallharður jafnaðarmaður hef ég síst
af öllu á móti því að bæta aðstöðu
þeirra þegna þjóðfélagsins sem verr
eru settir. En í sambandi við þetta
mál og reyndar mörg önnur, sem
stjórnvöld og ríkisstofnanir hafa
staðið fyrir í seinni tíð er ég þeirrar
skoðunar að verið sé að leggja mjög
þungar og ósanngjarnar álögur á
Reykvíkinga og alla þá sem búa á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þetta eiga
£ „Ég er sannfærður um að sú kynslóð sem
nú er að vaxa úr grasi hér á landi mun
ekki láta bjóða sér þrælkun, sem vinnandi fólk
á íslandi lætur bjóða sér í dag.”
Kjallarinn
Bragi Jósepsson
menn eftir að sjá, hvort heldur það
kemur fram í auknum kostnaði eða
minni notkun síma eða jafnvel hvoru
tveggja, sem að sjálfsögðu er líkleg-
ast.
Ég er sannfærður um að sú kyn-
slóð sem nú er að vaxa úr grasi hér á
landi ntun ekki láta bjóða sér þá
þrælkun sem vinnandi fólk á islandi
lætur bjóða sér í dag. Og það er gott
ef það reynist rétt. Hinsvegar er
slæmt til þess að vita að vinnandi
fólk skuli ekki vakna til meðvitundar
um stöðu sína, og að fjöldi fólks skuli
enn ganga með þá grillu, að almenn-
ingur á íslandi fái greidd laun fyrir
dagsverk sitt, sem eigi að duga til
venjulegs framfæris. Slíkar hug-
myndir eiga enga stoð í veruleikan-
• um.
Bragi Jósepsson.
þykkja íslenzka réttindaafsalið á Jan
Mayen, eru þar með að afsala sér
réttinum til þess að geta notfært sér
sinn borinn rétt, til þess að hafa
afgerandi áhrif á næsta nágrenni sitt í
hernaðarlegu tilliti og afhenda
útlendingum þennan rétt. Þetta atriði
eitt út af fyrir sig, gæti fræðilega
orðið eins afdrifarikt og mengunar-
hættan.
Spurningin i dag er því: er heil brú i.
hugsun og málflutningi þeirra manna
sem telja sig þjóðernissinna, land-
varnarmenn, friðarsinna með sam-
bandi við og með stuðningsyfirlýsing-
um við friðarhreyfingarnar í
Evrópu? (Svo megn er andstaðan
gegn herstöðvum, að herveldi má
ekki einu sinni fjármagna byggingu á
friðsamlegri afgreiðslustöð fyrir flug-
vélar á eina raunhæfa millilandaflug-
velli landsins.)
En á sama tíma framselja þessir
þjóðernissinnar borinn landsrétt
vegna framsýni Tryggva Þórhallsson-
ar, Jóns Þorlákssonar og Jóns
Magnússonar í hendur herveldi sem
byggir þar herstöð og tengir það
hernaðarumgangi í næsta nágrenni
íslands að íslendingum forspurðum.
Þetta er gert á sama tíma og réttur
norskra stjórnvalda til eignarréttar
eyjarinnar er ekki meiri en svo að þau
tapa eignarréttarmáli i hæstarétti
Noregs, gegn Birgi Jacobsen 1933,
fjórum árum eftir að þau innlima Jan
Mayen í norska konungsrikið. öll
umræða og lagasetning i norska stór-
þinginu er slíkt pukur fyrir harðlukt-
um dyrum, að það fær ekki enn þann
dag í dag að sjá dagsins Ijós, þótt
lögum samkvæmt, í Noregi, sé út-
runninn sá timi er í þingtíðindum
skal birtast, það sem talizt hefur
léyndarmál.
Eftir þessu var gengið af íslands
hálfu en norsk stjórnvöld neituðu. Er
ekkert skap til í þeim íslenzku ráða-
mönnum, sem ganga til samningsvið-
ræðna með slikan málatilbúnað að
grundvelli andstæðinganna? Er hægt
að bjóða upp á svona framkomu í
alþjóðasamskiptum? Hina svoköll-
uðu samninga við Norðmenn vegna
Svalbarðs á íslandsgrunni verður að
stöðva. Það væri þjóðarslys ef það
verður ekki gert. Stjórnmálamenn-
irnir verða að lita aftur á þessi mál
frá byrjun og afla miklu meiri og
yfirgripsnteiri gagna, sérstaklega
viðvikjandi ísrekinu, eins og nú eru
lagðir miklir fjármunir í að rannsaka
við Nýfundnaland.
Þeir íslenzkir stjórnmálamenn sent
leggja blessun sína yfir hið svokall-
aða samkomulag verða ekki í fram-
tiðinni orðaðir við umhverfisvernd
eða íslenzkar ákvarðanir um hernað-
arumsvif á friðartímum á Islandi, ís-
lenzku hafsvæði og eyju sem í raun er
^ „Hvað um þá, sem þykjast „friðarsinn-
ar” en framselja Norðmönnum borinn
landsrétt til að ákvaða um herstöð á Jan
Mayen?”
Norskir NATO-hermenn við æfingar. Umsvif á Svalbaröi á íslandsgrunni með leyfi fslenzkra „friðarsinna”, segir
greinarhöfundur.
á íslenzku hafsvæði og við eigum
eignaréttartilkall til vegna framsýni
islenzkra forsætisráðherra og þróun-
ar heimsstjórnmála og hafréttarmála.
Loðnan dauð og kol-
munninn í Rússann
Og hvað um mennina sem ekkert
sáu nema loðnu þegar hún er nú um
það bil dauð? Skipin verða að sigla í
höfn verkefnalaus, verksmiðjurnar
þegjandi, líflausar eins og náttröll og
fólkið á þvælingi atvinnulaust? En
Rússinn hirðir við Jan Mayen
800.000 tonn af kolmunna, hráefninu
sem koma átti til vinnslu á íslandi.
Það er eins gott að fara varlega í sak-
irnar og athuga sinn gang áður en
þetta svokallaða samkomulag verður
staðfest af Alþingi og forseta vorum.
Pólitísk og persónuleg
áhætta
í þessum greinum hefur verið bent
á svo veigamikil rök sem hníga öll að
þvi að við athugum okkar mál betur
að það verður að teljast algjörlega
óeðlilegt er samkomulagið svonefnda
hlýtur staðfestingu. Við blasir að ef
staðfest verður og eitthvað af þvi
kemur fyrir sem bent hefur verið á
hér að framan verði um þjóðarslys að
ræða til vanvirðu öllum þeim er að
stóðu, sérstaklega eftir að gaumgæfi-
lega var varað við hættunum.
Siðferðilegur
róttur
Hvað sem öllum samningum og
réttindaafsölum líður þá fær ekkert
breytt hinum siðferðilega rétti íslend-
inga til eignarréttar á Jan Mayen,
Svalbarði á íslandsgrunni. Allur rétt-
ur á íslandi, islenzka landgrunninu
og eyðieyju á landgrunni og haf-
svæðum íslands er siðferðilega eign
íslending en ekki einhverra útlend-
inga, þótt þeir heiti Norðmenn. Það
er i sjálfu sér furðulegt, að menn
skuli, bæði Norömenn og íslending-
ar, vera að reyna að ganga í berhögg
við þennan hclga rétt árið 1981.
Samningar fá ekki breytt þessum rétti
því þelta er lielgur réttur sem samn-
ingar megna ekki að breyta. Þvi eru
þessir svokölluðu I ,n Maven-samn-
ingar tjöldun til einnar nætur og ein-
göngu til þess fallnir að frekari deilur
rísi með íslendingum og Norðntönn-
um.
Það eru tvær meginforsendur fyrir
heiðarlegri og sanngjarnri framkomu
Norðmanna gagnvart íslendingum
eins og frænd- og vinaþjóð sæmir.
Nr. 1 er eignarréttarlegt afsal Norð-
manna á Jan Mayen, Svalbarði á Ís-
landsgrunni, lil íslendinga og nr. 2 að
1. varnarlina Norður-Evrópu og Ís-
lands verði búin traustum vörnum í
Norður-Noregi. Það þýðir að Norð-
menn verða að taka á móti vopnum
og hermönnum frá Atlanlshafs-
bandalaginu í Norður-Noregi, ná-
kvæmlega cins og Íslendingar gera I
Kcflavik, til þess að tryggja það að
noröurhluti Noröurlanda falli ekki
sjálfkrafa inn á rússkeskt hernaðar-
yfirráða- og áhrifasvæði. Enda hefur
ekki staðið á norskum sendinefndum
á íslandi þegar hinir stjórnmálalegu
vindar á íslandi hafa blásið þannig að
hætta hefur verið talin á að Islend-
ingar krefðust brottfarar varnarliðs-
ins í Keflavik.
Niðurstaða úr þessu langa máli,
sem hefði getað verið 10 sinnum
lengra, rúmast í tveimur cinföldum
sanngirniskröfum til Norðmanna:
Nr. 1 sýnið okkur íslendinguni gagn-
kvæma lillitssemi og fórnir í öryggis-
málum. Nr. 2 látiö íslendinga í friði
með landgrunn sitt, hafsvæði sín og
þá eyju, Svalbarð á íslandsgrunni,
scm þar stendur.
Pétur Guðjónsson.