Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981.
11
Már Elísson við setningu f iskiþings:
RÍKULEGRIBOTNFISK-
AFLIEN NOKKRU SINNI
Frá upphafi fiskiþings i gær. Stcingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra i ræðustóli. Már Elísson fiskimálastjóri er
lengst til hægri. DB-mynd Einar Ólason.
„Þótt við blasi mikill efnahags-
vandi, sem oft áður, verður ekki um
kennt slæmum aflabrögðum eða
slæmu markaðsástandi fyrir fiskaf-
urðir því að fiskaflinn hefur verið
góður þegar á heildina er litið þótt
um töluverðan samdrátt loðnuafla sé
að ræða og verðlag á erlendum
mörkuðum yfirleitt stöðugt en í ýms-
:um tilfellum hærra en áður,” sagði
Már Elísson fiskimálastjóri í
setningarræðu sinni á fiskiþingi
sem hófst í Reykjavík í gær.
„Ástand loðnustofnsins hefur enn
aukið vanda loðnuflotans, svo og
sveiflur í mjöl- og lýsisverði. Þá hefur
hið háa gengi Bandaríkjadollars
valdið ýmsum útflutningsgreinum
vandræðum. Á móti minni loðnuafla
vegur ríkulegri botnfiskafli en
nokkru sinni fyrr og hagstætt verð á
saltfiskiogskreið,” sagði Már.
Hann sagði ennfremur:
„Ekki fer á milli mála að nú
nálgumst við eða erum þegar komnir
að því marki, hvað þorskaflann
varðar, sem reynsla undanfarinna
áratuga segir okkur að sé æskilegur
afli til langs tíma ef forðast eigi
óæskilegar aflasveiflur. Nú hefur
reynsla undanfarinna ára leitt í ljós
að þær ráðstafanir sem gerðar voru i
kjölfar fiskveiðilaganna frá 1973 og
1976, svo sem stækkun möskva og
lokun smáfisksvæða, hafa borið
góðan ávöxt, m.a. í aukinni nýliðun.
Spurningin er sú hvort gera megi ráð
fyrir varanlegri aflaaukningu á
þessum grundvelli umfram 450 þús.
lestir af þorski og þá hvað mikilli.
Skynsamlegra manna háttur er að
fara varlega í slíkum sökum.”
Um aðra botnfiskstofna sagði
Már að gera mætti ráð fyrir einhverri
aflaaukningu á ýsu- og ufsastofnum
en um karfastofna gegndi öðru máli.
Mætti með rökum segja að gengið
væri á þá og afleiðing yrði
minnkandi afli á næstu árum.
Bar fiskimálastjóri síðan saman
stærð fiskiskipaflota og afla á árinu
1970 annars vegar og 1980 hins vegar.
Sagði hann síðan að augljóst virtist
að afköst fiskiskipa væru of mikil
borin saman við æskilegan hámarks-
afla botnfiskstofnanna.
„Þetta þýðir í raun, ef haldið
verður áfram skynsamlegri og var-
færinni stjórnarstefnu varðandi nýt-
ingu fiskistofnanna, að hlutfallslega
minni afli en áður kemur í hlut hvers
skips. Þetta þýðir líka að fjölgun at-
vinnutækifæra í fiskveiðum, er ekki
fyrir hendi að svo stöddu.”
— vegur á móti minni
loðnuafla
— leita verðurallra
ráða tilað lækka
framleiðslukostnað
við veiðarogvinnslu
eigum við að standast
samkeppni
Hins vegar sagði Már að fisk-
iðnaðurinn gæti enn um sinn veitt
fjölda fólks atvinnu.
Már kom inn á millifærsluleiðir
sem stjórnvöld hafa notað við lausn
efnahagsvandans. Sagði hann að þær
ýmsu leiðir sem reyndar hefðu verið í
þeim efnum hefðu yfirleitt gengið sér
til húðar fyrr en síðar og skilið eftir
sig ýmislegt misræmi sem átak hefur
svo þurft til að leiðrétta.
.1 lok ræðu sinnar fjallaði Már um
opinbera styrki sem veittir eru fisk-
vinnslu i helzu samkeppnislöndum
okkar. Hann sagði svo:
„Hingað til höfum við haft í fullu
tré við keppinauta okkar, sökum
mikillar framleiðni og mikilla gæða
okkar fiskafuröa, svo og vel
skipulagðrar sölustarfsemi. Nú róa
keppinautar okkar að þvi öllum árum
að auka framleiðni og bæta gæði.
Við verðum með öllum tiltækum
ráðum að halda því forskoti, sem við
nú höfum i framleiðni, gæðum og
sölustarfsemi. En ef við ekki eigum
að verðleggja okkur út af
mörkuðunum, eins og nú er að gerast
með síldarafurðir, verður að leita
allra ráða til að lækka
framleiðslukostnað við veiðar og
vinnslu.”
Már Elíasson sagði síðan fiskiþing
sett, hið fertugasta i röðinni. Á því
eiga sæti 33 fulltrúar, 22 fulitrúar
fiskideilda og fjórðungssambanda og
11 fulltrúar hagsmunaaðila sjávarút-
vegsins.
-KMU.
Fyrsta platan með Þú og ég er komin út f Japan:
MIKIL VINNA 0G FJÁRMAGN
r r
LOGDIUTGAFU PLOTUNNAR
—eitt tilboð um hljómleikaf erð um Japan hef ur borizt
Eftir um það bil árs frestun er
tveggja laga plata söngdúettins Þú og
ég loksins komin á markað í Japan.
Nafn aðallagsins er We Ar The Love
(Þú og ég). Platan kom út 1. nóvember.
Henni var dreift í tólf þúsund
eintökum til að byrja með. — LPplata
með Þú og ég kemur* væntanlega út í
Japan síðar í mánuðinum.
„Útgáfan hefur tafizt svona því að
Japanirnir töldu sig vera með góðan
hlut í höndunum. Þeir vildu því undir-
búa jarðveginn vel áður en plöturnar
kæmu út,” sagði Steinar Berg útgef-
andi er blaðamaður DB innti hann eftir
gangi mála eystra. „Útgefandinn,
fyrirtækið Epic/Sony, er búinn að
leggja geysilegar upphæðir í að auglýsa
dúettinn og tónlist hans. Þú og ég eru
þeir tónlistarmenn erlendir sem fyrir-
tækið leggur mesta áherzlu á að kynna
á þessu ári og leggur þar með mestan
kostnað í auglýsingar.”
Að sögn Gunnars Þórðarsonar,
þriðja mannsins í Þú og ég, hefur þegar
komið eitt tilboð frá Japan um hljóm-
leikaferð á næsta ári Því hefur ekki ver-
ið tekið ennþá. En áður en til hljóm-
leikahalds kemur þurfa þau Jóhann
Helgason og Helga Möller, sem skipa
Þú og ég, væntanlega að fara til Japans
og sitja fyrir svörum í sjónvarpsþáttum
og hjá blöðum. Óvíst er hvenær það
verður. Allt veltur á því að Útlu
plötunni og þeirri stóru, sem nefnist
You And I, verði vel tekið í upphafi.
„Við höfum enn engar fréttir haft
af því hvernig platan hefur selzt þessa
dagana,” sagði Steinar Berg. „Við
megum ekki gleyma þvi að hér er um
algjörlega óþekkta lisamenn að ræða í
Japan. En miðað við þá trú sem for-
ráðamenn Epic/Sony útgáfufyrirtækis-
ins hafa á plötunni, og þá undir-
búningsvinnu sem búið var að inna af
hendi áður en litla platan kom út, þá er
maður frekar bjartsýnn á að dæmið
gangi upp.”
í janúar á næsta ári kemur síðan út
enn ein tveggja laga plata með Þú og ég
i Japan. Aðallag hennar er Shady Lady
(í útilegu). Sú plata hefur verið gefið út
í Englandi af fyrirtækinu Steinar
Records Ltd. Steinar Berg sagði að
lagið Shady Lady hafi verið spilað tals-
vert í BBC 2, og Capitol Radio síðustu
vikur auk þess sem litlu, frjálsu út-
varpsstöðvarnar hefðu einnig haft það
á dagskrá.
-ÁT-
Söngdúettinn Þú og ég ásamt Gunnari Þórðarsyni, stjórnanda hans. Þau hafa þegar
fengið eitt tilboð um hljómleikaferð um Japan á næsta ári.
lönþing:
Sigurður einróma endurkjörinn
Sigurður Kristinsson málarameistari
í Hafnarfirði var á iðnþingi einróma
endurkjörinn forseti Landsambands
iðnaðarmanna.
Sveinn Sæmundsson forstjóri í
Kópavogi var endurkjörinn varafor-
seti.
Aðrir í framkvæmdastjórn voru
kjörnir: Gunnar S. Björnsson
byggingameistari, Markús Sveinsson
framkvæmdastjóri, Gunnar Guð-
mundsson rafverktaki, Karl Maack
húsgagnasjníðameistari, Jóhannes
Björnsson bakarameistari, Árni
Guðmundsson framkvæmdastjóri og
Haraldur SumarJiðason byggingameist-
ari.
-HH.
*****»«-* • • "úii Mi i
Saumastofan Hnotan á Hornafirði. DB-mynd Ragnar Imsland.
Tvær saumastofur
f miklum blóma
a Hornafirði
Leikfélag Hornafjarðar hefur að
undanförnu sýnt leikritið Sauma-
stofuna við góðar undirtektir. En á
Hornafirði er önnur saumastofa sem
starfar allt árið og hefur næg
verkefni. Er það saumastofan
Hnotan sem er til húsa i Nesjaskóla.
Þar er eingöngu saumaður fatnaður
fyrir Álafoss, aðallega peysur og
ófóðraðir jakkar til útflutnings.
í haust fór Álafoss að senda
flíkurnar sniðnar og var það til
mikilla bóta fyrir saumastofuna sem
áður þurfti að útvega alit efni og
gekk oft misjafnlega að fá það á
staðinn. Tíu konur vinna nú hjá
Hnotunni, þar af fimm sem fá
verkefnin send heim og skila
flíkunum fullfrágengnum. Þetta er
ákvæðisvinna og nær eingöngu
saumað á overlock vélar. Heimsenda
vinnan hefur komið sér mjög vel fyrir
saumastofuna. í sumar voru
saumaðir 8—10 þúsund pokar undir
skreið fyrir K.A.S.K. og mun því
vera haldið áfram. Verkstjóri sauma-
stofunnar er Ása Finnsdóttir og
ráðgefandi Tryggvi Árnason sveitar-
stjóri.
-I.KM/Júlía Höfn.
r -
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Simi 15105