Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Issue
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Page 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Page 5
SOYA: ÞÁ HL ÝT ÉGAÐ VERA DAUDUR FYRRI HLUTI Endur fyrir löngu var uppi skáld nokkurt í Kína að nafni Pe Pe. Ungur að árum vakti hann svo mikla athygli með skáld- skap sínum, að keisarinn heiðraði hann með því að gem hann að keisaralegum umsjónarmanni Vegagerðar Ríkisins í norðurhluta lands- ins. Gagnrýnendur voru hins- vegar fjarri því að vera hon- um vinveittir. Meðan hann var ungur sögðu þeir að hann væri efnilegur, mikils mætti vænta af honum. Miðaldra var hann að vísu viðurkennd- ur sem skáld, en aðeins eitt af þeim smærri. Og þó var það sem ritdómararnir sögðu um hann mun verra en það sem þeir skrifuðu. Allt þetta varð til þess að hann hagnaðist aldrei á ver'k- um sínum. Eins og allir aðrir hefði hann auðvitað kosið að efnast og hækka í stöðu með árunum. Og ekki sízt þráði hann að flytja í annað um- hverfi. Þar sem hann bjó var allt hversdagslegt og fábrotið. Fólkið á þessum slóðum las dómana um bækur hans — aldrei bækurnar sjálfar, og kom fram við hann í sam- ræmi við það. Konan hans gerði lítið úr honum daga og nætur. Starf hans var leiðin- legt; launin lítil. Heitustu ósk sína, að mega ganga til hvílu að kvöldi ofurlítið kenndur, gat hann örsjaldan látið ræt- ast, verðlag á áfengi var ó- guðlega hátt. Þessi saga gerðist í Kína endur fyrir löngu. Sá dagur rann þó upp að hann fengi að skipta um verustað, en því miður aðeins á þann veg sem við eigum öll fyrir höndum einhvern tíma. Morgun einn þegar konan hans kom út úr húsinu var hún nærrí dottin. Hinn keis- aralegi umsjónarmaður vega- gerðarinnar lá endilangur rétt utan við þröskuldinn. Þarna hafði hann dottið dauður niður, sjálfsagt verið að leggja af stað í eftirlits- ferð. Frú Pe Pe var hörð kona og yngri en maður hennar. í stað þess að láta fallast nið- ur grátandi hjá líki eigin- mannsins hljóp hún í gleði sinni til næsta nágranna, sem var ungur, herðabreiður tré- smiður. — Maðurinn minn er dá- inn! hrópaði hún, Ijómandi af gleði. — Nú þarftu ekki framar að laumast til að heimsækja mig. Nú geturðu ✓ komið til mín hvenær sem þú vilt og eins oft og þú vilt. Og þú getur verið hjá mér eins lengi og þig langar til, án þess að óttast að við verð- um ónáðuð. Trésmiðurinn var karlmað- ur og þessvegna tilfinninga- næmari en frú Pe Pe. — Ertu ekki minnstu vit- und sorgbitin? spurði hann, og það kom í hann einhver ónotahrollur. — Hvi ætti ég að vera sorgbitin, hann var gamall maður og hafði léleg laun, svaraði frú Pe Pe. Smiðurinn hugsaði sig um lengi. Loksins sagði hann: — En þrátt fyrir þá dóma sem hann fékk var hann þó frægur maður. En ekkjan svaraði stutt- lega: — Ungur líkami er betri en frægð. Þau fóru nú heim til Pe Pe. Þar hjálpuðust þau að og báru líkið inn i svefnher- bergið, þar hagræddu þau því í rúminu með krosslagða arma og lokuð augu. Af því ekkjan mæltist til þess lofaði smiðurinn að láta hana hafa likkistu ókeypis, og hann flýtti sér heim til að smíða eina af næstódýrustu gerðinni. Á meðan frú Pe Pe beið eftir kisttínni tilkynnti hún nánustu vinum lát manns síns, einnig hringdi hún til dagblaðanna. Það var í Kína sem sagan gerðist, og það var endur fyrir löngu. Seinni hluta dagsins, þegar búið var að kistuleggja, byrj- uðu ættingjar og vinir að flykkjast að. Fyrst litu þeir snöggvast á hinn látna, og dáðust að frísklegum litar- hætti hans. Síðan gengu þeir inn i clagstofuna og fengu vín og smákökur. Hin sárt syrgj- andi ekkja hafði beðið smið- inn að láta ekki sjá sig fyrr en gestirnir væru fárnir. Þar sem gestirnir sátu nú þarna í góðu yfirlæti og töl- uðu um hinn látna heyrðist frú Pe Pe að hún heyra ein- hver undarleg hljóð frá svefnherberginu. Likast þvi að hnerrað væri hraustlega. Það greip hana órói, hún stóð upp svo litið bar á og læddist inn í svefnherbergið. í dyrunum nam hún stað- ar, lömuð af skelfingu. Líkið var semsé setzt upp í kist- unni, rétt eins og það væri lifandi. Þrátt fyrir óttann orkar hún að loka svefnher- bergisdyrunum, en næsta Framhald á bls. 117. SUNNUDAGUR — H3

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.