Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Útgáva
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Síða 9

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Síða 9
Lúkíanos frá Samosata Gubirnir tala saman Lúkíanos frá Samosata var uppi á annarri öld f.Kr. Hann skrifaði þessi látlausu samtöl milli guðanna á Ólympstindi, og var þetta nýjung í grískum bókmennt- um á þeim tíma. (Samosa er í Sýrlandi norðanverðu.)' Til glöggvunar fyrir þá sem kynnu að vera farnir að ryðga í grísku goðafræðinni er rétt að rifja upp eftir- farandi: Promeþeus var bundinn á kletti fyrir það að hann náði í eldinn og gaf mönnunum og þar er gammur látinn slíta úr honum lifrina. Seifur var höfuðguð, nokkurskonar alfaðir. Afrodite var ástargyðjan, gift Hefestos smið. Hún var ekki aðeins fögur heldur fjöllynd í ástum. Hermes var sonur Seifs og var sendiguð. Appollon var ljósguðinn og guð lista. Hann var sonur Seifs og Þeti og tviburabróðir Artimis veiðigyðju, fæddur á Delos. Pan var sonur Hermesar og Penelópu dóttur íkarosar konungs í Arkadíu. Hann er í fylgd með Dinysos hvar sem hann fer, tekur þátt í dansi með vatnadísum og leikur þá á hljóðpípu. Hann er persónugervingur al- lífsins. Pan og Hermes Pan: Sæll vertu íaðir minn. Hermes: Sæll. En hvers- vegna kallar þú mig föður þinn? Pan: Ert þú ekki Hermes frá Kyllenu? Hermes: Jú, það er ég, en ég veit ekki neitt til þess að þú sért sonur minn. Pan: Ja, ég er raunar ekki hjónabandsbarn. Hermes: Já, ertu það ekki. Mér sýnist þú munir vera son- ur hafurs og geitar. Og svo þykistu vera sonur minn. Þú sem hefur horn í enni og snoppu, klaufir á fótum og dindil aftaná. Pan: Vertu ekki að narrast að syni þínum, það slær þig sjálfan, því vist ertu faðir minn. Ekki get ég að því gert hvernig ég er í sjón. Hermes: Hver er þá móðir þín. Ekki veit ég til að ég hafi nokkurri geit kynnzt. Pan: Hún var engin geit. Reyndu nú að muna þetta. Var ekki einu sinni heldri stúlka | Arkadíu, sem þú náð- ir með valdi? Stattu ekki þarna eins og bjáni að naga á þér neglurnar, þú veizt þetta eins vel og ég. Það er Pene- lopa, dóttir Ikarosar, sem er móðir mín. Hermes: Hvað gat þá vald- ið því að hún eignaðist son sem er líkari geithafri en manni? Pan: Ég skal segja þér það sem hún sagði mér sjálf. Þeg- ar hún lét mig fara til Arka- díu, sagði hún: „Ég er móðir þin og heiti Penelopa frá Spörtu, og skal ég nú gera uppskátt fyrir þér að einn af guðunum er faðir þinn, en það er Hermes, sonur Mæu og Seifs. Þú skalt láta þér vel lika að hafa horn í enni og klaufir á fótum, því þegar faðir þinn gisti hjá mér forð- um brá hann sér í líki geit- hafurs, svo ekki kæmist upp um hann. Þessvegna ertu svona eins og þú ert.“ Hermes: Nú er ljótt að heyra. Æ, nú man ég eftir þessum skolla. Mér sem þótti svo gaman að vera þessi fal- legi piltur, sem ég var og ekki sprottin grön, og svo verð ég að þola þá smán að eiga slík- an son og verða eilíflega til athlægis. Pan: Það er engin hætta á að ég verði þér til nokkurrar ósæmdar, faðir minn. Ég er tónsnillingur og enginn leikur betur á hljóðpípu en ég. Dio- nysos stæði uppi ráðalaus ef hann hefði mig ekki. Ég fylgi honum hvert sem hann fer og er fyrirliði í föruneyti hans. Og ekki mundi þér leiðast að sjá fjárhópana mína við Teg- eu og Parþenios, það er ég viss um að þér þætti fögur sjón. Ég ræð fyrir allri Arka- díu. Fyrir skömmu fór ég til Aþenu, og við Maraþon sýndi ég af mér þvílíka hreysti, að mér var gefinn hellir undir víginu. Ef þú skyldir einhvern tíma koma til Aþenu, þá skaltu sanna að þú þarft ekki að skammast þín fyrir mig. Hermes: Svo þú ert þá Pan. Mig langar til að vita hvort þú ert giftur. _ Pan: Nei, skollinn hafi það. Ég er miklu marglyndari en svo. Hermes: Já, öll geitahjörðin, ætii þú hafir ekki 'aðgang að henni. Pan. Vertu ekki að spotta mig. Nei, ég á þær allar, Ekkó og Pitys og menuðurnar hans Dionysosar, þær eru allar jafn hrifnar af mér. Hermes: Nú langar mig til að biðja þig bónar. Pan: Hvað er það, faðir minn? Hermes: Að þú segir þetta engum manni. Komdu til mín svo ég geti kysst þig, en kall- aðu mig aldrei föður þinn þegar nokkur heyrir til. Promeþeus og Seifur Prómeþeus: Leystu mig, Seifur, ég er búinn að pínast nógu lengi. Seifur: Það verður ekki af þvi góði, ekki í bráð. Miklu heldur ætti ég að lóta setja þig í þyngri hlekki, setja allt Kákasus ofan á hausinn á þér, láta sextán gamma kroppa úr þér. ekki einungis lifrina, heidur augun líka. Því það er þér að kenna að við verðum að dragast með þessas ótímg- un, mannkynið, og svo stalstu eldinum og skapaðir kvinnurn- ar. Þar að auki sveikstu mig á ketinu þegar því var út- deilt, þú þræddir tólg utan yfir beinin, og fékkst mér, en sjálfur tókstu beztu bitana. Prómeþeus: Er þá ekki bú- ið að pína mig nógu lengi? Lengi er ég búinn að vera hér og hafa gamminn síhakkandi í lifrina í mér. Seifur: Uss, það er langt frá þvi. , Prómeþeus: Hver veit nema krókur komi móti bragði. Og nú skal ég segja þér nokkuð, sem þig varðar miklu. Seifur: Nú ætlarðu að svíkja mig, Prómeþeus. Prómeþeus: Hvernig ætti ég að fara að því? Ætli þú haf- ir ekki Kákasus við höndina hvenær sem til þarf að taka, og nóg áttu víst til af bönd- um, ef þér sýnist þau gömlu muni ekki vera fulltraust. Seifur: Hvað er það þá, sem þú ætlar að seei? mér svo ég leysi þig? Prómeþeus: Eí ég segi þér fyrst hvert þú ert að fara núna, ætlarðu þá að trúa því sem ég segi á eftir? Seifur: Ekki ber ég á móti því. Prómeþeus: Þú ert að fara til Þetisar til að sænga hjá henni. Seifur: Satt segir þú. Og hvað svo. Nú held ég að ég trúi þér. Prómeþeus: Láttu dóttur Nereusar vera. Ef ykkur skyldi auðnast sonur, þá skal ég ábyrgjast að honum ferst við þig álíka og bér við Kron- os. Seifur: Áttu við það að hann steypi mér frá völdum? Prómeþeus: Sjö, níu, þrett- án. Þú fórst ekki fjarri. Og hættu nú við það. Seifur: Jæja, Þetis mín, þá Iæt ég þig vera. Og svo skal ég kaila á Hefestos og láta hann leysa þig. Þakka þér fvr- ir að bú varaðir mi» við Hermes og Apollon Apollon: Að hverju ertu nú að flissa, Hermes? Hermes: Ég sá nokkuð svo bráðfyndið að ég ætiaði vit- laus að verða. Apollon: Hvað var nú það? Það verðurðu að segja mér. Hermes: Ares liggur hjá Afrodite og kemst ekki neitt því Héfestos batt þau saman. Apollon: Hvernig fór hann að því? Þetta hlýtur að vera stórhiægilegt. Hermes: Ég er viss um að Hefestos hefur lengi grunað þetta og hann hefur síðan sætt lagi að koma að þeim óvör- um. Fyrst breiddi hann ósýni- legt net á sængina og fór svo í smiðju sína og lét sem ekk- ert væri. Rétt á eftir laum- ast svo Ares inn. Hann var alveg grunlaus um að nokkur sæi til sín, en Helios sá til hans og sagði Hefestos það. Á meðan gengu þau í sæng saman en urðu brátt fangin í netinu, sem vafðist um þau fastar og fastar. Þá kemur Hefestos i gættina. Afrodite var ekki í neinu og fann enga spjör til að bregða á sig og ætiaði að sálast af blygðun. Framhald á bls. 262 SUNNUDAGUR — 261

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.