Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 55
skiptist í tvær gjafir á dag, þ. e. 2,2 1 í mál. Það
svarar til 400 g af mjólkurdufti á dag.
13,—6. vika: Sami skammtur og í lok 2. viku, þ. e. 4,4 1 gervi-
mjólk á dag.
7. vika: Skammtur af gervimjólk smáminnkaður og
hætt í vikulokin. (Betra væri að miða þessa fóð-
urbreytingu við 00 kg lífþunga kálfanna.)
Allt frá því að kálfarnir eru 5 daga gamlir
eiga þeir að hafa frjálsan aðgang að ungkálfa-
fóðurblöndu, góðu þurrheyi og vatni.
8.-12. vika: Allri sérfóðrun hætt, en kálfarnir eiga áfram að
hafa frjálsan aðgang að ungkálfablöndu, heyi
og vatni.
Þessa fóðrunaraðferð má eins nota, þótt nýmjólk eða und-
anrenna sé notuð í stað þurrmjólkur. Er þá hóflegt að nota
sama magn af nýmjólk og gervimjólkinni en tvöfalt magn,
ef undanrenna er notuð.
MeSferð og hirðing
Mjög áríðandi er, að kálfarnir séu í hlýjum og rakalaus-
um húsum fyrstu mánuðina og umfram allt að stíurnar séu
þurrar. Bezt er að gefa þeim mjólk og gervimjólk nýmjólkur-
volga. Ekki má bregðast, að þeir hafi frjálsan aðgang að
vatni.
Það er mikill vinnusparnaður og að öllu leyti betra að
hafa kálfana í einstaklingsstíum. Hver kálfur ætti að hafa
sína mjólkurfötu, sem halda þarf ósúrri. Það kemur í veg
fyrir smit, sem er mjög þýð^igarmikið, ef kálfar eru keyptir
frá fleiri búum.
Eftir að mjólkurfóðrun er hætt má hafa 6—10 kálfa sam-
an í stíu. Stærð á einstaklingsstíum fyrir kálfa til 6 vikna
aldurs er hæfileg 150x60 cm. Stíurými fyrir 7—12 vikna
kálfa þarf að vera 1,2 — 1,5 m2 á grip, en fyrir 3—6 mán.
kálfa 1,5 - 2,0 m2.
57