Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 70
heys sé vothey. Hyggst koma mér upp hlöðu með skurðgryfj-
um í til votheysgeymslu. Frárennsli er nauðsynlegt úr gryfj-
um, ef troðið er með dráttarvél.
Plastdúkur er breiddur yfir heyið, þegar gengið er frá því
endanlega og torf lagt á raðirnar meðfram veggjunum. Fylgzt
er með heyinu, meðan það er að síga og dúkurinn lagfærður,
ef með þarf.
Votheyið hefur eingöngu verið gefið sauðfé. I innistöðu
til heiminga á móti súgþurrkaðri töðu, en oftast eingöngu
með beit. Aldrei hefur veikst eða séð á kind hér vegna vot-
heysgjafar. Hefi forðazt að gefa hey með ryki, sem stafar af
myglu eða annarri skemmd. Tel að gott vothey og góð súg-
þurrkunartaða eigi samleið.
Fráleitt er að tala um erfiði, ef afstaða er góð við votheys-
gjöf. Fóðurgæði votheys hafa batnað frá því sem áður var.
Það gerir þekking manna á nýrri aðferðum. Vinnubrögð
ættu að vera hagkvæmari en þau eru.
Að síðustu þetta: Mikil votverkun heys og nógur heyforði
handa bústofninum er leiðin til að stórminnka kjarnfóður-
kaup vegna sauðfjár a. m. k. Álit mitt er, að þá þyrfti ekki
að gefa fóðurbæti nema e. t. v. til íengieldis og á sauðburði,
þegar ær eru bornar.
Ef votheysgerðin er vönduð, þá verður heyið gott fóður.“
Guðmundur Karl Sigurðsson, bóndi, Laufási, Hjaltastað-
arþinghá, lýsir þannig reynslu sinni af votheysgerð:
„Við höfum verkað vothey síðan við fluttum hingað í
Laufás í einni steyptri votheyshlöðu, sem rúmar 30—40 m3
eftir atvikum.
Við notum í vothey jöfnum höndum töðu, arfa, hafra og
bygg. Reynt er að slá grasið, áður en það fer að tapa af fóður-
gildi.
Nú síðustu tvö sumurin höfum við verkað allmikið meira
magn í vothey, og þá fyrst og fremst hafragras og bygg. Þessi
tvö sumur höfum við slegið með sláttutætara, auðveldar það
72