Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 74
ég er spurður, og í öðru lagi að segja lítillega frá túnrækt á
Flúðum til samanburðar.
Þegar faðir minn, Gunnlaugur, brá búi á Setbergi, fékk
ég túnið til afnota árið 1966 og hef notað það síðan. Þá var
gamla túnið í allgóðu standi, en 2—3 ára nýræktir 3i/£ ha
höfðu kalið illa 1965.
Setbergstúnið hefur alltaf verið fremur grasgefið. Tiltölu-
lega lítið var notað á það af tilbúnum áburði. Mesta breiðsla
á ha mun hafa verið 6 pk. af Kjarna, 3 af þrífosfati og 3 af
kalíáburði -þ 2—3 pk. Kjarni fyrir seinni slátt, meðan það
tíðkaðist að slá tvisvar. Oftast var notað minna af áburði,
einkum N-áburði, því að lítið meira var notað í pokatölu
af kalkammon- og kalksaltpétri þótt þær teg. innihéldu
minna af köfnunarefni en Kjarni og sprettan virtist sízt
lakari. Búfjáráburður var notaður að staðaldri á eldri stykk-
in, sem eru þó aðeins 2—3 ha, en mikill hluti hans fór í kart-
öflugarða.
Meðan búskapur var á Setbergi, var túnið beitt haust og
vor, en fremur hóflegan tíma.
Eftir að ég fór að nota túnið, hef ég ekki borið meira á
það en 9—10 pk. af kalksp., 3 pk. af þrífosfati og 2 pk. af
kalíáburði á ha. Kjarna hef ég alls ekki notað, nema lítillega
fyrsta árið og þá á elzta túnið. Búfjáráburður ekki notaður
og túnbeit ekki teljandi. Nýræktirnar, sem kólu 1965, voru
ekki unnar upp og ekkert gert fyrir þær, nema að oftast var
breiddur allt að fyrrnefndur áburðarskammtur á þá bletti,
þar sem einhver gróður sást. Með þessu móti hefur gróður-
inn breiðzt út, sáðgresið náð sér nokkuð upp og eitthvað af
fræi getur hafa borizt að, en varla er um upphaflegan gróð-
ur að ræða, því að mýrin var skerpiplægð í byrjun. Nú eru
þessi stykki að verða allgóð og áburðarskammturinn verið
aukinn árlega í samræmi við það, sem talið var, að svaraði
kostnaði að bera á, þó ekki yfir 10 pk. af kalksp. á ha.
Árið 1967 var mjög mikil uppskera af gamla túninu, a.
m. k. 80 hb. af ha þessi ár, þegar nýræktirnar voru lítið fam-
ar að ná sér af kalinu 1965. Síðustu árin hefur uppskera
76