Veðráttan - 02.12.1962, Blaðsíða 1
VE9RÁTTAN 1962
Ahsyfiieí.it samið A vedurstofunni
Tíðarfarsyfirlit
ÁrferSi má telja í meðallagi.
Loftvœgi var 3.0 mb yfir meðallagi (miðað er við meðaltöl 1901—’30). Hæst stóð loft-
vog 1051.7 mb 26. febrúar kl. 8 á Akureyri, kl. 10—11 á Egilsstöðum og kl. 20 á Dala-
tanga. Lægst fór loftvog niður í 952.8 mb 3. febrúar kl. 11 á Hólum í Hornafirði.
Hiti var 0.3° yfir meðallagi (miðað er við meðaltöl 1901—’30). Vik hitans frá meðal-
lagi var yfirleitt innan við % °. 1 innsveitum norðaustantil á landinu og á Suðurlands-
undirlendinu var yfirleitt heldur kaldara en í meðalári, en annars staðar á landinu var
hlýrra en venja er til. Árssveifla hitEtns var mest 20°—24° í innsveitum á Norður- og
Austurlandi, en minnst 10°—12° með suður- og austurströndinni norður fyrir Daiatanga.
1 innsveitum vestan til á landinu og við norður- og austurströndina var hún 14°—18°, en
12°—14° við vesturströndina. Marz var kaldasti mánuður ársins.
Sjávarhiti við strendur 1 andsins var 0.1° undir meðallagi.
Úrkoma var 95% af meðalúrkomu áranna 1931—55. Hún var minnst að tiltölu austan
til á landinu, en mest á Suðurlandsundirlendinu. Mest var ársúrkoman á Kvískerjum
3093 mm, en mest að tiltölu á Hæli % umfram meðallag. Minnst mældist úrkoman í
Skoruvík 306 mm, en minnst eftir hætti á Teigarhorni % af meðalúrkomu. Mesta sólar-
hringsúrkoma mældist á Fagurhólsmýri 14. apríl, 124.8 mm, og sama dag mældust 116.8
mm á Kvískerjum og 111.3 mm á Kirkjubæjarklaustri. Á Seyðisfirði mældust 108.5 mm
15. júní, og i 64 skipti var sólarhringsúrkoma milli 50 og 100 mm, þar af 13 sinnum á
Kvískerjum og 6 sinnum í Kvígindisdal og Andakílsárvirkjun. Orkomudagar voru færri
en í meðalári vestan lands, en annars víðast fleiri en venja er til.
Sólskin mældist 1308 klst. i Reykjavik, og er það 73 klst. umfram meðaliag. Á Reyk-
hólum mældust 1100 klst. og á Akureyri 944, sem er 22 klst. minna en i meðalári. Á
Höskuidarnesi mældust 981 klst., á Hallormsstað 1066 og á Hólum í Hornaíirði 1334.
Veturinn (desember 1961—marz 1962) má teljast sæmilegur þrátt fyrir kulda í des-
ember og marz og umhleypinga í janúar og febrúar. Hiti varð 0.5° undir meðallagi.
Mildast var að tiltölu norðvestantil á landinu, hiti um meðallag, en í innsveitum norð-
austan og austan lands og á Suðurlandsundirlendinu var yfirleitt 1°—1% ° kaldara en i
meðalári. Hiti var 1°—7° yfir meðallagi i 59 daga, 40 daga frá meðallagi að 4° undir
þvi, 20 daga 5°—9° undir meðallagi, og i tvo daga var 10°—11° kaldara en í meðalári.
Úrkoma á öllu landinu var 16% minni en venja er til. Hún var víðast 60—80% af meðal-
úrkomu, en náði þó meðailagi á nokkrum stöðvum og var mest norðaustan lands.
Vorið (apríl—maí) var hagstætt framan af, en óhagstæðara er á leið. Hiti var 1.4°
yfir meðallagi. Norðan til á landinu var víðast 1%°—2° hlýrra en venja er til, en sunnan
lands var hitinn %°—1° yfir meðallagi. Hiti var í réttu meðallagi 11 daga, 33 daga var
1°—6° hlýrra en venja er til, og 17 daga var 1°—5° kaldara en í meðalári. Úrkoma á
öllu landinu var í rösku meðallagi. Hún var yfirleitt meiri en venja er til á Suður- og
Vesturlandi norður yfir Breiðafjörð, á Fljótsdalshéraði og Norðausturlandi, en víðast
annars staðar innan við meðaliag.
Sumarið (júni—september) var fremur óhagstætt einkum norðaustan og austan lands.
Hiti var 0.1° undir meðallagi. I innsveitum var viða %°—1° kaldara en í meðalári. Við
suðvesturströndina var hiti yfirleitt í tæpu meðallagi, en annars staðar var hiti með
ströndum fram frá meðallagi að %° yfir því. 1 76 daga var hiti frá meðallagi að 3° yfir
því, en í 46 daga var 1°—5° kaidara en í meðalári. Úrkoma mældist 87% at meðalúr-
komu. Hún var yfirleitt 60—90% af meðalúrkomu nema austan til á Norðurlandi og í
innsveitum austan lands, þar var hún allt að % umfram meðallag. 1 Reykjavik voru
sólskinsstundir 9 færri en í meðalári, og á Akureyri vantaði 25 klst. á, að meðailagi
væri náð. Hey urðu með minna móti.
llaustið (október—nóvember) var yfirleitt hagstætt. Hiti var 0.7° yfir meðallagi. Á
Suðvesturlandi og nokkrum stöðvum austan og suðaustan lands var hiti frá meðallagi
að %° yfir því, en annars staðar var % °—1° hlýrra en venja er til. I 27 daga var 1°—4°
hlýrra en í meðalári og 8 daga komst hitinn 5°—8° yfir meðallag. 1 19 daga var hitinn
frá meðallagi að 4° undir því og 7 daga var 5°—6° kaldara en venja er til. Úrkoma var
8% innan við meðallag. Hún var mest á Vestfjörðum allt að % umfram meðallag. Á
Austurlandi mældist 40—80% af meðalúrkomu, en annars staðar var úrkoma frá % af
meðalúrkomu og upp í meðallag.
(97)