Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1962, Blaðsíða 32

Veðráttan - 02.12.1962, Blaðsíða 32
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1962 árinu itarlegri greinargerð og áætlun um byggingu fyrir Veðurstofu Islands. Að fengn- um lofsamlegum ummælum og ýmsum leiðbeiningum húsameistara rikisins um þessa áætlun var hún send Samgöngumálaráðuneytinu, en það sótti með bréfi, dags. 4. maí, til borgarráðs Reykjavíkurborgar um lóð fyrir bygginguna á austanverðri öskjuhlið. Með bréfi borgarverkfræðings, dags. 30. okt., var ráðuneytinu og Veðurstofunni gefið vilyrði um lóð á framangreindum stað. Veðurstofan sótti þá þegar til fjárveitinganefndar Al- þingis um nokkurt fé til þess að geta hafið framkvæmdir við byggingu á árinu 1963. Ný bifreiö var keypt í júní og tekin í notkun fyrir eldri bifreið, sem seld var. Alþjóðasamstarf. Ráðstefna norrænna veðurstofustjóra var haldin í Reykjavík dagana 23.—29. ágúst. Ráðstefnur þessar eru jafnan haldnar annað hvert ár. Var þetta 13. ráðstefnan og sú önn- ur, sem haldin er á íslandi. Gerðar voru 17 samþykktir um sameiginleg mál stofnananna, svo sem háloftaathuganir, veðurfarsrannsóknir, veðurskeytasendingar, flugveðurþjón- ustu, sjálfvirkar veðurstöðvar og veðurspár fyrir lengri tíma en tvo sólarhringa. Dagana 3.—6. desember var i Helsinki haldinn fundur deildarstjóra veðurfarsdeilda veðurstofanna á Norðurlöndum. Var þar fjallað um veðurfarskort fyrir Norðurlönd og ýmis önnur sameiginleg mál deildanna. Adda Bára Sigfúsdóttir var fulltrúi Veðurstofu Islands. NámsferÖir veöurfrœöinga: Þrír veðurfræðingar fengu á árinu styrk frá Sameinuðu Þjóðunum til námsdvalar erlendis. Adda Bára Sigfúsdóttir var tvo mánuði í Bretlandi, lengst af við nám í tölfræði (statistik) í skóla brezku veðurstofunnar í Stanmore, en einnig kynnti hún sér starfsemi veðurfarsdeildarinnar í Bracknell. Flosi Hrafn Sigurðs- son var einnig tvo mánuði í Bretlandi, lengst af í aðalstöðvum veðurstofunnar í Brack- nell. Kynnti hann sér veðurathugunartæki og starfsemi áhaldadeildar. Ferðaðist hann nokkuð um Suður-England, heimsótti veðurstöðvar og fyrirtæki, sem smíða veðurathug- unaráhöld. Þórir Sigurðsson dvaldi þrjá mánuði i Noregi. Hann tók þátt í námskeiði í notkun rafeindareiknivéla og kynnti sér notkun slíkra véla á veðurstofunni í Osló. Einnig kynnti hann sér útgáfu- og rannsóknarstarfsemi norsku Veðurstofunnar bæði i Osló og Bergen. Borgþór H. Jónsson, veðurfræðingur, sótti 10 daga námskeið um ýmis veðurfræði- leg efni, sem British Council gekkst fyrir í Bretlandi í aprílmánuði. Hlynur Sigtryggsson, deildarstjóri á Keflavíkurflugvelli, sótti námskeið, sem Al- þjóðaveðurfræðistofnunin hélt í París i október og fjallaði það um tölfræðilegar veður- spár. — Annar alþjóölegi veðurfræðidagurinn var haldinn hátíðlegur 23. marz og helgaður baráttunni gegn hungri. Veðurstofustjóri flutti erindi í útvarp og dagblöðum voru sendar greinar í tilefni dagsins. Viðuuki. Supplement. Mjólkárorkuver í desember: Úrkoma 162.2 mm, mest 45.0 mm þ. 20. Fjöldi daga með úrkomu, 20 með snjókomu 10 með hagli 1. ÆÖey. Mikið tjón varð í æðarvarpi 14.—16. júní, og lömb drápust. Einnig varð lambatjón á öðrum bæjum í grenndinni. Leiðréttingar. Corrections. Ársyfirlit 1961, bls. 126. 1962, Maí bls. 35. „ Maí bls. 39. ,, Júni bls. 43. ,, Júlí bls. 53. ,, September bls. 69. Kvísker: Noröurbreidd 63° 59' (65° 39'). Stykkishólmur: Sjávarhiti 5.4 (-), vik 0.3 (-). Hœll: Fjöldi daga, snjókoma 1 (2). Stykkishóimur: Sjávarhiti - (5.4), vik - (-2.7). Staðarhóll: Fjöldi daga, snjókoma ,, (D- Galtarviti: Fjöldi daga, snjókoma 3 (13). Tölumar í svigum eru þær, sem skakkt hafa verið prentaðar. (128)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.