Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 36

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 36
Ársyfirlit_____________________VEÐRÁTTAN________________________1992 Veðurstöðvar. Ýmsar breytingar: Hulda Jónsdóttir hætti athugunum á Sauöanesvita í ársbyrjun og viö starfinu tók Jón Traustason. Jakob Guölaugsson, sem annast haföi úrkomumælingar í Skaftafelli frá 1964, lést í júní. Guöveig Bjarnadóttir tók viö athugunum þar. Valur Fannar hætti athugunum á Galtarvita í júlí og viö tók Guömundur Sigurösson. Valgeröur H. Jóhannsdóttir hætti störfum á Reykjanesvita í nóvember og viö tók Pétur Kúld. Ásta Manfreösdóttir hætti athugunum á Reykhólum í október. Athuganir hófust aftur í desember og annast Kristín Svavarsdóttir þær. Guðrún Siguröardóttir tók viö starfi athugunarmanns á Fagurhólsmýri 1. nóvember, en hún haföi áöur séö um athuganir þar ásamt Páli Björnssyni, sem lét af störfum vegna aldurs. Sigfús Kristinsson hætti úrkomumælingun á Vífilsstööum í nóvember og Guömundur Þór Bjarnason tók viö. Veöurathugunum var hætt í Búöardal um mitt áriö. Veöurstöðin á Kambanesi var lögð niður í árslok, en þar var jafnframt sett upp sjálfvirk stöð, sem mælir hita og vind. Nýjar stöðvar: Skeytastöð var sett upp á Núpi í Beruneshreppi í janúar, athugunarmaður er Björgvin R. Gunnarsson. í Ásgarði í Hvammshreppi var sett upp skeytastöö í ágúst. Athugunarmaður er Arndís Erla Ólafsdóttir. Skeytastöð byrjaði í Akurnesi í Hornafirði í október, og kemur hún í stað stöðvarinnar í Hjaröarnesi þar sem athuganir hættu samtímis. Athugunarmaður er Ingunn Jónsdóttir. í nóvember 1991 byrjaöi veðurfarsstöð á Svínafelli í Hjaltastaðahreppi. Þar athugar Hildigunnur Sigþórsdóttir. Eftirtaldar úrkomustöðvar voru settar upp á árinu: Ytri-Ós í Steingrímsfirði í júni, athugunarmaður er Drífa Hrólfsdóttir, Kleifar í Gilsfirði í júlí, athugunarmaður Stefán Jóhannesson og Ásbjarnarstaðir í Kirkjuhvammshreppi í október, athugunarmaður Loftur Guöjónsson Eftirlitsferðir: Eftirtaldar stöövar voru heimsóttar af starfsmönnum Tækni- og veðurathugunardeildar árið 1992: Akureyri, Akurnes, Ásbjarnarstaðir, Ásgarður, Básar, Bergstaöir, Birkihlíð, Breiðavík, Brjánslækur, Dratthalastaðir, Egilsstaðir, Eyrarbakki, Fagurhólsmýri, Flateyri, Grímsárvirkjun, Grímsstaðir, Hólar í Dýrafirði, Hólar í Hornafirði, Hvanneyri, Hveravellir, frafoss, Kambanes, Keflavíkurflugvöllur, Kirkjubæjarklaustur, Kleifar, Kvígindisdalur, Kvísker, Lambavatn, Mjólkárvirkjun, Múli, Möðrudalur, Mööruvellir, Nesjavellir, Norðurhjáleiga, Núpur, Patreksfjörður, Reyðarfjóröur, Reykhólar, Reykir í Ölfusi, Reykjahlíð, Reykjavík, Rjúpnahæð, Sámsstaðir, Skrauthólar, Stafafell, Stórhöfði, Svartárkot, Svínafell, Vatnsskarðshólar, Ytri-Ós, Þorvaldsstaðir. Ýmsar athuganir. Athuganir á skipum: Skeyti voru send frá eftirtöldum skipum: Akranesi, Arnarfelli, Árfelli, Árna Friðrikssyni, Bakkafossi, Bjarna Sæmundssyni, Brúarfossi, Búrfelli, Dettifossi, Dísarfelli, Dröfn, Grundarfossi, Hauki, Helgafelli, Hofsjökli, Hvassafelli, Hvítanesi, írafossi, ísnesi, Jökulfelli, Kistufelli, Lagarfossi, Laxfossi, Mánafossi, Óðni, Reykjafossi, Selfossi, Selnesi, Skógarfossi, Stuðlafossi, Svalbaki, Svani, Tý, Urriðafossi, Val og Ægi. Háloftaathuganir voru gerðar tvisvar á sólarhring á Keflavíkurflugvelli, á miðnætti og kl.12. í janúar voru auk þess gerðar athuganir kl.6 og 18 að ósk sænsku veöurstofunnar, sem greiddi kostnaðinn. Heildarfjöldi athugana var 786, en athuganir á vindi 783. Sjálfvirkar veðurstöðvar: Veðurstofan hefur sett upp tvær sjálfvirkar veðurstöðvar, stöðina (132)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.