Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 43

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 43
1992 VEÐRÁTTAN ______________Ársyfirlit measurements". Ragnar Stefánsson flutti erindiö "Earthquake prediction research in the South Iceland Lowland and the SIL-system". Meöhöfundar voru Baröi Þorkelsson og Steinunn Jakobsdóttir. Á ráöstefnu Eðlisfræöifélags íslands í Munaöarnesi í október flutti Steinunn Jakobsdóttir erindin "SIL-kerfiö: Sjálfvirkt kerfi til jaröskjálftamælinga á Suöurlandi" og "SIL-kerfiö: Útkoma úr kerfinu". Einnig var sýnt veggspjaldiö "óson yfir fslandi". Á fundi Alþjóöaheimskautavísindaráösins (IASC) um hnattrænar breytingar á norðurslóöum, kynnti Trausti Jónsson norræna veðurgagnagrunninn (NACD). Ýmsar greinar, skýrslur o.fl. Erindi, sem flutt voru á ráöstefnunni "Natural Disasters" voru birt í riti um ráöstefnuna. Barði Þorkelsson og Þór Jakobsson eru meðal höfunda skýrslunnar "Analysis of Total Ozone Data from Reykjavik for the period 1957-1991", sem Raunvísindastofnun Háskólans gaf út. Þeir áttu einnig hlut að veggspjaldi um sama efni, sem sýnt var áráðstefnu um óson í Bandaríkjunum í júní og á íslandi í október. Barði er einnig einn þriggja höfunda greinarinnar "Heklugosið 1991. Gjóskufallið og gjóskulagið frá fyrsta degi gossins", en hún birtist í Náttúrufræðingnum. Páll Halldórsson birti greinina "Um jarðskjálftasvæði Suðurlands" í árbók VFI. Markús Á. Einarsson ritaöi greinina "Climatic conditions of the Thingvallavatn area" í bókina "Ecology of oligotropic, subarctic Thingvallavatn" Ragnar Stefánsson er höfundur skýrslanna "SIL project. Report" frá mars og ágúst 1992. Hann er einn höfunda greinarinnar "The 1991 eruption of Hekla, Iceland", en hún birtist í Bulletin of Volcanology. Ragnar og Gunnar B. Guðmundsson eru meðal höfunda greinarinnar "Microseismity in the Reykjanes Ridge, July 1990: Hypocenter distribution derived from an OBS arrey", sem birtist í japanska ritinu Zisin. Siguröur Þorsteinsson ritaði greinina " Flow over and around mountains " í Sixth Conference on Mountain meteorology, sem Ameríska veðurfræðingafélagiö gaf út. Þór Jakobsson og Halldór Björnsson sömdu skýrsluna "Late Summer Sea Surface Energy Fluxes in the Iceland and Greenland Seas in 1987-1991", sem Veöurstofan gaf út. ^ Þann 17. mars var opið hús í Jarðeðlisfræðideild fyrir félagsmenn í Jarðfræðafélagi Islands. Ragnar Stefánsson, Páll Halldórsson, Barði Þorkelsson, Kristján Ágústsson og Steinunn Jakobsdóttir skýrðu starfsemi deildarinnar, fluttu erindi og sýndu veggspjöld. (139)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.