Vísbending


Vísbending - 02.05.1984, Síða 1

Vísbending - 02.05.1984, Síða 1
VISBENDING" VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL___ 17.2 2. MAÍ1984 Gjaldeyrismarkaður Talsverðar gengissveiflur frá áramótum Vendipunktar Eftir hækkun á gengi dollarans gagnvart flestum öörum myntum allt síðastliöið ár aö frátöldu bakslagi í september og október urðu umskipti hinn 10. janúar s.l. Gengi dollarans náði þá hámarki gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum og tók því næst að lækka aftur. Frá 11. janúar til 7. mars s.l. lækkaði gengi dollarans nokkurn veginn jafnt og þétt en síðarnefnda daginn urðu afturumskipti. Frá8. mars og fram undir miðjan apríl sveiflaðist gengi dollarans nokkuð upp og niður nokkurn veginn án stefnu en fór síðan hækkandi í síðari hluta aprílmánaðar. Taflan sýnir gengi dollarans gagnvart nokkrum myntum í vendipunktunum 10. janúar og 7. mars ásamt gengi í lok aprílmánaðar. Myndin sýnirgengi doll- arans gagnvart þýsku marki en það gengi er einna mikilvægast á erlendum gjaldeyrismarkaði. Óvissar horfur Er gengi dollarans tók að lækka frá 10. janúar s.l. töldu margir að nú væri loks á ferðinni varanleg lækkun á gengi dollarans eins og spáð hafði verið í tvö ár. Menn minntust þó að á síðustu tveimur árum hefur gengi dollarans hrapað tvisvar en tekið síðan að hækka á nýjan leik. Frá síðari hluta októbermánaðar 1982 og fram til miðs janúar 1983 lækkaði gengi dollarans úr 2,57 gagnvart þýsku marki í 2,33 eða um9%. í septembers.l.tókgengidoll- arans einnig að falla og lækkaði á nokkrum vikum úr 2,74 í 2,57 eða um 6%. Eftir bæði þessi lækkunarskeið tóku við hækkanir og ný gengismet dollarans. Heldur er þó talið ólíklegt að sú hækkun sem nú stendur yfir leiði til enn hærra gengis en þann 10. janúar Gengi dollarans í vendipunktum á fyrsta ársfjórðungi 1984 pund/$ $/DM $/'sv.fr. $/fr.fr. $/yen $/d.kr. 10. jan........ 1,3932 2,8434 2,2612 8,6816 234,95 10,2862 7. mars........ 1,4853 2,5355 2,1040 7,8212 221,96 9,3111 30. apríl ..... 1,3980 2,7134 2,2415 8,3251 226,27 9,9461 Meðalgengi desember 1982 . 1,62 2,42 2,05 6,85 242,12 8,52 desember 1983 . 1,43 2,75 2,20 8,38 234,31 9,94 Gengi dollarans gagnvart þýsku marki s.l. þótt augljóst virðist að vaxtahækk- anirnar í Bandaríkjunum hafi haft sín áhrif á gjaldeyrismarkaðinum. Talið er að gengi þýska marksins gagnvart dollara verði á bilinu 2,40 til 2,50 í sumar. Líklegt er að yenið hækki gagnvart dollara líkt og þýska markið en pundið heldur minna nema til komi ófyrirséð áhrif frá olíumarkaði. Þá má einnig geta þess að hag- vöxtur í Bandaríkjunum á fyrsta árs- fjórðungi varð meiri en búist hafði verið við og áhrifin á gjaldeyrismarkað af því eru heldur óljós og gætu valdið áframhaldandi óstöðugleika í gengi dollarans eftir því sem áhrifin af nýjum fréttum síast inn. Sérstaða Bandaríkjanna Bandaríkin hafa óneitanlega nokkra sérstöðu vegna þess að dollarinn er alþjóðlegur gjaldmiðill. Þótt sú staða kynni að koma upp á næstunni að Bandarikin kæmust í tölu skuldugra ríkja þá er engin leið að jafna þeim við aðra skuldugar þjóðir. Flestar skuldum hlaðnar þjóðir skulda dollara og geta ekki endurgreitt skuldir sínar og borgað vexti nema með því að eignast fyrst dollara. Bandarfkjamenn skulda líka í dollurum en þeir eru þeirra eigin mynt og þvi tæpast um erlendarskuldir að ræða jafnvel þótt þeir skuldi útlend- ingum. Efni: Gjaldeyrismarkaður 1 Gengi krónunnar 2 Hvað er fjármagnsstreymi ? 6 Erlendur fjármagnsmarkaður 7 Töflur: Innlend efnahagsmál 4-5 Gengi helstu gjaldmiðla 8 Gengi íslensku krónunnar 8

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.