Vísbending - 29.08.1984, Blaðsíða 6
VÍSBENDING
6
Hrávörumarkaður________________________
Álitið er að verðhjöðnun sé ekki varanleg
Verðfall á hrávörum?
Lækkandi verð á ýmsum hrávörum
svo sem áli, kakói, maís og kopar hefur
vakið upp vonir um að hagvöxtur í
vestrænum ríkjum þurfi ekki óhjá-
kvæmilega að hafa í för með sér hættu
áverðbólgu. Aðrirgangaenn lengra og
draga þá ályktun af lækkandi hrávöru-
verði að í vændum sé allsherjar verð-
hjöðnun í efnahagslífi á Vesturlönd-
um. Þóttjafnan séerfittaðveravissum
túlkun hagtalna hafa margir hagfræð-
ingar dregið í efa að ályktanirnar um
verðhjöðnun geti verið á rökum reistar.
í fyrsta lagi hefur mikil hækkun á
gengi dollarans þau áhrif á hrávöru-
verðsvísitölur í dollurum að verðvísi-
tölurnar lækka með hækkandi gengi
dollarans. Hrávöruvísitala „The Econ-
omist" mæld í dollurum hefur lækkað
um 13% síðan hún var hæst í mars sl.
Sama visitala mæld í sterlingspundum
hefur hins vegar ekki lækkað nema um
tæplega3%.
I öðru lagi er landbúnaðarfram-
leiðsla afar mikil í Bandaríkjunum um
þessar mundir og því mikið framboð af
ýmsum matvælum. Þessi áhrif eru
bæði tilviljunarkennd, þ.e. háð veðri,
og árstíðabundin, og á engan hátt
varaleg.
I þriðja lagi má benda á að hagvöxt-
ur í Evrópulöndunum hefur fram til
þessa ekki verið mjög mikill og ekki
sambærilegur við framleiðsluaukning-
una í Bandaríkjunum (nýjasta áætlun
fyrir fyrsta ársfjórðung 1984 þar sýnir
að framleiðsluaukningin þá jafngildir
yfir 10% hagvexti á ári, og áætlun fyrir
annan ársfjórðung hljóðar upp á
7,6%). Eftirspurn eftir hrávörum hefur
því í heild aukist minna en ætla mætti
eftir hagvaxtartölum frá Bandaríkjun-
um. Áætlað er að hagvöxtur í OECD-
löndunum verði að meðaltali 4,5% í ár
og miðað við þá tölu telia margir að
hrávöruverð hafi hækkað talsvert en
ekki lækkað.
Hækkun frá byrjun uppsveiflu
Það var í október 1982 sem hrávöru-
verð tók að hækka og var sú breyting til
marks um að „uppsveifla" væri hafin.
Hrávöruvísitala „The Económist“
mæld í dollurum hefur hækkað um
11 % síðan í október 1982 jafnvel þótt
lækkunin frá því í mars sl. sé talin með.
Samsvarandi hækkun í pundum er
hvorki meiri né minni en 49%. Nýleg
könnun á vegum bandarisks banka
leiddi í Ijós að hækkun hrávöruverðs
frá haustinu 1982 væri um helmingi
meiri en að meðaltali á fyrsta skeiði
framleiðsluaukningar. Síðasta met í
hrávöruverðshækkun er frá öndverð-
um sjötta áratugnum en þá fór saman
hefðbundin „uppsveifla“ og Kóreu-
styrjöldin. Hækkun hrávöruverðs frá
haustinu 1982 er þó miklu meiri.
Ríkisvíxlar ______________________
Yfirlit yfir fyrsta hálfa áriö
Meðalávöxtun stöðug
Rikisvíxlar hafa nú verið boðnir út
sex sinnum á árinu en fyrsta útboðið
var i mars sl. eins og kunnugt er. Birtist
yfirlitsgrein um niðurstöður þriggja
fyrstu útboðanna í Vísbendingu þann
23. maí sl. en í töflunni hér á síðunni er
sýnt yfirlit yfir sex fyrstu útboðin.
Útboð ríkisvíxlanna var nýlunda á
sínum tíma og var meðalávöxtun víxl-
anna 4,5-5% hærri en hæstu leyfilegir
vextir á óverðtryggðum skuldabréfum
voru þá. Segja má ao uidoo vixianna
hafi verið visst spor til vaxtahækkunar
en þó á engan hátt afgerandi út af fyrir
sig. Bæði er á það að líta að ekki hafa
verið seldir víxlar nema fyrir 19-30
milljónir i hverjum mánuði (sjátöflu) og
svo hitt að eðlilegt er að víxlar séu
seldir í heildsölu á aðeins lægra verði
(með hærri ávöxtun) en i smásöluvið-
skiptum innlánsstofnana. Meðalávöxt-
un í útboðum ríkisvíxlafyrstu sex mán-
uðina hefur verið afar stöðug eins og
taflan ber með sér. Heyrst hefur að
Seðlabankinn hafi boðið í vixla í síð-
ustu útboðunum til að halda ávöxtun
stöðugri.
Vextir umfram veröbólgu
breytilegir
Raunvextir á vixlum í hverju útboði
hafa verið nokkuð mismunandi eftir
breytingum lánskjaravísitölu á hverju
þriggja mánaða skeiði. Lægsta ávöxt-
un umfram verðbólgu á fyrstu sex
mánuðunum samkvæmt þeirri spá um
lánskjaravísitölu til áramóta sem sýnd
er í meðfylgjandi töflu er5,6% i aprílút-
boði, en hæsta ávöxtun umfram verð-
Utboð ríkisvíxla mars-ágúst 1984
Dags. Útboðs- Seldirvíxlar, mkr. Tilboðsem tekið var, mkr. Avöxtun tiiboða sem tekið var Meðalávöxtun
útboðs fj.h.mkr. nafnvlrðl söiuverð hæsta'i iægsta lægsta hæsta %
mars 19. 30 19,0 17,943 475.400 470.900 22,36 27,11 25,72
apríl 11. 30 28,5 26,902 475.000 470.900 22,77 27,11 25,97
maí 9. 30 26,0 24,500 236.500 235.500 24,86 27,00 25,95
júní 13. 30 30,0 28,334 236.500 236.000 22,36 27,11 25,72
júlí “ 11. 30 30,0 28,340 236.600 236.000 22,77 27,11 25,97
ágúst 8. 30 19,5 18,412 236.500 235.550 24,86 27,00 25,95
’> Hver vlxill er að fjárhæð kr. 50 þús. I fyrstu tveimur útboðum voru 10 vlxlar I einu setti, en fimm vlxlar frá og með malútboðinu.
Lágmarksfjárhæð sem hægt var að bjóða I var því kr. 250þús. frá og með maiútboði en kr. 500 þús. I tvö fyrstu skiptin.