Vísbending


Vísbending - 10.09.1984, Page 3

Vísbending - 10.09.1984, Page 3
V'ISBHN'LJINCj 3 Erlendar lántökur Hagkvæm myntsamsetning getur sparað mikinn vaxtakostnað Vextir á 6 mánaða lánum á Euromarkaði (LIBOR-vextir) (vextir í lok mánaðar, meðaltöl, % á ári) 197A-78 1979-83 jan.-júl 1984 Bandaríkjadollari 8,27 ’ < 13,26 11,40 Þýskt mark 5,46 8,43 6,30 Yen 7,91 7,83 6,47 Svissneskur franki 4,32 5,46 4,20 Franskur franki 11,93 15,74 14,61 Sterlingspund 12,61 13,36 9,69 Heimild: WFM, Morgan Guaranty Trust Að stýra erlendum skuldum Sívaxandi áhersla er nú lögð á hagræðingu erlendra skulda meðal hinna ýsmu þjóða. í Visbendingu 12. september sl. var greint frá skuldastýringu Dana og Svía en einnig má í þessu sambandi benda á grein um erlendar lántökur í Vísbendingu 9. maí sl. Skuldugu þjóðirnar I Suður-Ameríku hafa verið að þróa nýjar leiðir til að draga úr skuldabyrðinni. Er þar um að ræða samninga um ný lán þar sem fyrstu árin eru afborganalaus og aðeins vextir eru greiddir, ný lán með lengri lánstíma en eidri lánin og lán þar sem vaxtagreiðslur eru lægri en á eldri lánum. Ný og breytt myntsamsetning er önnur leið til að minnka greiöslubyrðina og vaxandi áhersla er lögð á þessa leið. 1 ágústhefti World Financial Markets var ítarleg grein um skuldastýringu í þróunarlöndunum en World Financial Markets (WFM) er rit sem bandaríski bankinn Morgan Guaranty Trust gefur út og nýtur það mikillar virðingar í fjármálaheiminum. Hér verður að nokkru gerð grein fyrir upplýsingum sem settar eru fram í World Financial Markets en einnig er fjallað um íslenskar aðstæður sérstaklega. Skuldastýringaraðferðir þær sem hér er um rætt eiga jafnt við um fyrirtæki, hvort sem þau skulda lítið eða mikið, og um opinbera aðila. Dollaravextir hafa undanfarin ár verið t-alsvert hærri en vextir á gjaldmiðlum eins og yeni, þýska markinu og svissneska frankanum (sjá töflu). Þessi vaxtamunur hefur aukist síðustu misserin og raunvextir 1 Bandaríkjunum gætu enn hækkað í samanburði við vexti í samkeppnislöndunum ef Bandaríkjamenn þurfa áfram að afla jafnmikils fjár á erlendum markaði og þeir hafa þurft undanfarið. Um 80-85% af erlendum skuldum skuldugu ríkjanna í Suður-Ameríku eru miðaðar við dollara. Ljóst er að skuldabyrði þessara þjóða hefði minnkaö verulega ef þær hefðu dreift skuldum sínum á fleiri myntir. Federal Reserve Bank í New York birti í fyrra greinargerð um erlendar lántökur þeirra þróunarlanda sem ekki eru olíuútflytjendur. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að vaxtabyröi þessara ríkja hefði verið samtals um A,5 milljörðum dollara lægri ef skuldirnar hefðu ekki eingöngu verið miðaðar við dollara og þessi ríki hefðu tekið lán sín á árunum 1979 til 1982 að tveimur þriðju I dollurum og einum þriðja í öðrum myntum. Þetta er vegna þess að skuldir í ýmsum myntum bera lægri vexti en dollaraskuldir. Auk þess hefðu skuldirnar í árslok 1982 verið 11,5 milljörðum dollara lægri vegna gengishækkunar dollarans. Sparnaður þessi hefði um það bil tvöfaldast hefðu skuldir einnig verið endurfjármagnaðar I sömu mynthlutföllum í stað þess að taka ný lán eingöngu í dollurum. Þó verður að taka tillit til þess að gert var ráð fyrir því að þessi nýja myntsamsetning hefði engin áhrif á | "accelerator") lítil. Markaðurinn geti ekki starfað óhindrað vegna íhlutunar margs konar þrýstihópa og hins opinbera. Óvissa í fjármálaheiminum aukist af þessum sökum og við þetta dragi úr möguleikum margra ríkja í Evrópu til að örva framleiðslustarfsemi og minnka atvinnuleysi. í Bandaríkjunum er skipan viðskiptalífsins að mörgu leyti með öðrum hætti. Kostir sérhæfingarinnar njóta sín hvergi betur vegna þess hve markaðurinn er stór. Kauptaxtar - eða raunar vinnulaun - aðlagast hratt að breyttum aðstæðum á vinnumarkaöi - hvort sem er vegna nýrrar tækni eða tilflutnings á starfsemi á milli landssvæða. Skattar eru lægri, einkum jaðarskattar og skattar á eignatekjur. Frjálsræði á fjármálamarkaði hefur verið aukið og áhættufé er til reiðu ef ný tækifæri til framleiðslu og hagnaðar bjóðast. Aðvaranir í ársskýrslu GATT í ársskýrslu GATT er einnig minnt á að víða um lönd hefur frelsi í utanrikisviðskiptum verið skert og á það við bæði um Evrópu og Bandaríkin. Að sögn GATT hefur dregiö úr frelsi til verslunar með landbúnaðarvörur, rafmagns- og rafeindatæki til heimilisnotkunar, bíla, vefnaöarvöru, kopar og stál. Takmarkanir á utanríkisviðskiptum hafa einkum beinst að Japönum og þróunarríkjum, en hömlur hafa einnig verið lagðar á viðskipti vestrænna ríkja, til dæmis hafa viðskipti með stál og landbúnaðarframleiðslu verið takmörkuð. f skýrslu GATT segir að augljóst sé að draga muni úr fjárfestingu i útflutningsgreinum almennt þegar nánast hvaða atvinnugrein sem er geti komið í veg fyrir innflutning á sínu sviði til að vernda eigin hag. Fjárfestingu sé beint í heimagreinar sem oft séu ekki eins arðbærar og samkeppnisgreinar og hagvöxtur geti því farið þverrandi af þessum sökum.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.