Vísbending


Vísbending - 12.12.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.12.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTl OG EFNAHAGSMÁL 49.2 12. DESEMBER 1984 Gjaldeyrismarkaður Ástæða er til að vera viðbúinn skjótum breytingum á gengi Saga af gjaldeyrismarkaði í síðustu viku hækkaði gengi Banda ríkjadollara gagnvart þýsku marki í DM 3,1175 en lækkaði síðan nokkuð aftur. Taflan sýnir gengi dollarans gagnvart fjórum helstu gjaldmiðlum í hápunktinum 3. des- ember og síðasta lágpunkti, 7. nóv- ember sl. Gengi dollarans gagnvart 3.desember84 7.nóvember84 þýsku marki 3,1175 2,9102 svissneskum franka 2,5653 2,3995 yeni 248,12 240,58 sterlingspundi') 1,1948 1,2768 *) Verö á pundi í dollurum Hafði dollaragengið haldist á milli DM 2,91 og DM 2,96 frá nóvemberbyrjun er það tók að hækka þann 19. nóv- ember. Kom sú hækkun spámönnum á gjaldeyrismarkaði í opna skjöldu enn einu sinni og skal nú greint frá hluta þeirra uppiýsinga sem móta skoðanir þeirra. Mánudaginn 19. nóvember voru birtar neyslutölur (bandarískar) fyrir október. • Sýndu þær 0,1% minni einkaneyslu en í fyrri mánuði og þóttu auka mjög líkur á að framleiðsla á síðasta fjórðungi ársins yrði í lægri kantinum. Þriðjudaginn 20. nóvember voru forvextir í Bandaríkjunum lækk- aðir um 0,5% í 8,5%. Þann dag var einnig birt ný áætlun um þjóðarfram- leiðslu (í Bandaríkjunum) á þessum ársfjórðungi. Sýndi nýja áætlunin lækkun í 1,9% frá 2,7% í síðustu áætlun og hefur framleiðsla ekki aukist minna á ársfjórðungi síðan á síðasta fjórðungí 1982. Þá voru einnig birtar tölur um minni hagnað fyrirtækja og færri nýjar íbúðir sem framkvæmdir hefðu hafist við. Miðvikudaginn 21. nóvember birtust tölur um mikla lækkun í pöntunum á varanlegum neysluvörum og um 0,4% hækkun neysluvöruverðs í október. Auk þess var greint frá því að peningamagn M1 hefði minnkað og væri því alveg með fninnsta móti með tilliti til þess markmiðs að halda aukningunni á milli 4% og 8% á ári. Þykja þessar fréttir allar benda til lækkandi gengis dollar- ans. Engu að síður hækkaði gengi dollarans úr DM 2,99 mánudaginn 19. nóvember (þegar gengi var ekki skráð hér á landi vegna breytingar) í DM 3,034 í lok vikunnar. Gjaldeyrisstýring Þessi saga er rakin hér til að leggja áherslu á það hve erfitt er að spá fyrir um breytingar á gengi helstu gjaldmiðla. Aðeins örfá íslensk fyrir- tæki hafa tök á að taka þátt í viðskiptum á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði og notfæra sér þær tryggingar í gengis- málum sem bjóðast þar. Hin hafa tæpast um annað að velja en að skipta við- skiptum sínum á fáeina gjaldmiðla til að dreifa áhættunni og draga úr hættunni á gengistapi. Nýlega var greint frá rekstri tveggja togara hér á landi. Kaup á öðru skipinu höfðu verið fjármögnuð með láni í dollurum en kaup á hinu með láni í sterlingspundum. Eru áhvílandi skuldir fyrrnefnda skipsins nú langt umfram tryggingarverðmæti vegna mikillar hækkunar á gengi dollarans. Rekstur þess síðarnefnda gengur betur þar sem gengi pundsins er nú fremur lágt, a.m.k. gagnvart dollara. Frá sjónarmiði gjaldeyrisstýringar voru þó hvorug kaupin fjármögnuð á æskilegan hátt þótt tíminn hafi nú leitt í ljós að annar aðilinn hafi verið heppinn (a.m.k. til þessa) en hinn óheppinn (enn). Báðir aðilar tóku óverjandi áhættu með því að fjármagna kaup á heilu skipi með lánum aðallega í einni erlendri mynt. Jafnvel þótt tekjur sjávarútvegs séu að miklu leyti í dollurum er of langt gengið að fjár- magna skipakaup eingöngu með lánum t' dollurum. Á sama hátt verður að vara ein- dregið við þeirri freistingu að taka of mikil lán í „sterku“ Evrópumyntunum svissneskum franka, gyllini og þýsku marki. Þessi lán virðast mun ódýrari en lán í dollurum, pundum eða Norður- landamyntum vegna lágra vaxta. Hins vegar fylgir „sterku“ Evrópumynt- unum svo mikil gengisáhætta að þau eru ekki eins ódýr og virðist við fyrstu sýn. Ef gengi dollarans tekur að falla er líklegt að gengi marksins, gyllinis og svissneska frankans hækki mest og þá er vaxtamunurinn á milli þessara mynta og dollara (um 3,5% á milli marks og dollara og um 4,5% á milli svissnesks franka og dollara) ekki lengi að hverfa. Því verður að teljast hag kvæmast þegar lengra er litið að dreifa erlendum lánum á fáeinar myntir þótt greiða verði heldur hærri vexti af slíku körfuláni heldur en láni í svissn- eskum frönkum. Erfiðara er að segja til um hagkvæmustu samsetningu; hún ræðst að nokkru leyti af öðrum er- lendum viðskiptum lántakandans. Sem dæmi má benda á myntirnar fjórar sem miðað er við í frásögn af „Erlendum vöxtum" annars staðar í blaðinu þótt þar sé engan veginn reynt að sýna bestu samsetningu. Efni: Gjaldeyrismarkaður 1 Evrópska gjaldeyriskerfið 2 Frjáls gjaldeyrisviðskipti á isiandi 2 Innlent yfirlit 4-5 Erlendir vextir 7 Svíarselja bréf undir LIBID 8 Töflur: Krossgengi 7 Euro-vextir 8 Gengi helstu gjaldmiðla 8 Gengi íslensku krónunnar 8

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.