Vísbending


Vísbending - 12.12.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 12.12.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Evrópska gjaldeyriskerfið Aðild Bretlands og framtíðarhlutverk Ecu eru efst á baugi Breyttarhorfur? Liðin eru liðlega fimm og hálft ár frá stofnun evrópska gjaldeyriskerfisins, EMS (European Monetary System). í afmælisgreinum í mars sl. voru flestir höfundar þeirrar skoðunar að nokkur árangur hefði orðið af starfrækslu kerfisins þótt upphafleg markmið hafi ekki náðst nema að litlu leyti. Auk þess voru allir sammála um að mikilvægi Ecu, sameiginlegs gjaldmiðils Efna- hagsbandalagslandanna og viðmiðuít- armyntar í EMS, í viðskiptum bæði innan EBE og utan hefði þegar sýnt fram á kosti samsettrar myntar í milliríkjaviðskiptum (sjá t.d. Vísbend- ingu 28. mars s.l.) En á því hálfa ári sem liðið er frá fimm ára afmælinu má merkja nokkrar breytingar á viðhorfum manna. Notkun Ecus heldur áfram að vaxa hraðar en nokkur hafði átt von á. Meiri samhæfingar gætir í efnahagsstjórn í löndum EBE en áður frá stofnun gjaldeyriskerfisins (sjá töflur). Með samstilltri hagstjórn hafa EBE-löndin komist hjá því að hrófla við viðmið- unargengi myntanna í EMS frá því í mars 1983. Þá hafði greinargerð Helmuts Schmidts, fyrrverandi kansl- ara og eins af frumkvöðlum EMS, um framtíð gjaldeyriskerfisins og hugsan- lega þróun þess án breytingar á Róm- arsáttmálanum veruleg áhrif. Greinar- gerðin var afhent stjórnvöldum í ágúst sl. en birtist nokkru síðar sem grein í Die Zeit. Að lokum virðast nú æ fleiri Bretar sjá kosti þess að tengja sterl- ingspundið formlega gjaldeyriskerf- inu. Bretar hafa sem kunnugt er ekki átt aðild að gjaldeyriskerfinu þótt sterlingspundið sé hluti af Ecu. Minni mismunur á ríkjum EBE en áður Samræming markmiða í hagstjórn Evrópulandanna hefur ekki eingöngu fengist með þrýstingi frá yfirstjórn EBE þótt vissulega eigi þau áhrif sinn hlut. Við samræmingu í stjórn gjald- eyrismála fara saman hagsmunir hvers lands að dómi viðkomandi stjómvalda og hagsmunir heildarinnar. Pví hafa mörg ríkin sjá'fviljug leitast við að lækka opinbera lánsþörf og aukningu peningamagns umfram önnur ríki í EBE til að ná tökum á verðbólgunni og jafnvægi í viðskiptum við útlönd. Sem dæmi má nefna Frakkland, Danmörku, írland og Ítalíu. Frjáls gjaldeyrisverslun á íslandi Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiöstöðvar hraðfrystihúsanna, hefur nýlega varpað fram þeirri spurningu í blaðaviðtali, hvers vegna gjaldeyrinn sem útflutningsatvinnu- vegirnir afla geti ekki fundið sitt rétta verð á frjálsum gjaldeyrismarkaði — með því móti gæti fengist hin eina rétta gengisskráning. Einnig má minna á ályktun lands- fundar LÍÚ, sem haldinn var i siðasta mánuði, en þar segir m.a. að geti ríkisvaldið ekki tryggt útveginum við- unandi rekstrargrundvöll (og i álykt- uninni er bent á fimm leiðir til þessjþá telji fundurinn eðlilegt aó gjaldeyris- verslun verði gefin frjáls þannig að þeir sem gjaldeyris afli geti notið fulls arðs afstarfsemi sinni. „Svipuð verðbólga og í við- skiptalöndunum“ íslendingar hafa lengi sett sér þaö markmið í efnahagsmálum að ná verðbólgunni nióur á sama stig og í nálgrannalöndunum. Hér hefur þó aldrei farið fram opinská umræóa um þær takmarkanir á hagstjórn sem það setti okkur að búa við sömu verð- bólguog viðskiþtalöndin. Gengiðyrði þá ekki meðal hagstjórnartækja I sama mæli og til þessa (þ.e. ef viö ætluóum i raun og veru að halda sömu verðbólgu og nágrannarikin). Aukning peningamagns yrði að vetp i beinni samsvörun við fram- leiðsluaukningu að viðbættri erlendri verðbólgu. Peningalaunahækkanir yrðu þá háðar peningavirði fram- leiósluaukningar (þ.e. hagvexti auk verðbólgu nágrannalandanna). Flestir munu á eitt sáttir að æskilegt sé að auka á frjálsræði í gjaldeyris- viðskiptum hér á landi. Hins vegar greinirmenn sjálfsagt á um hvortnota skuli frelsi i gjaldeyris viðskiptum til að þvinga islenska efnahagsstjórn i sama farog íútlöndum eða hvortbiöa skuli þess að jafnvægi náist áður en frelsi er aukið. Einnig greinir menn á um hvort í raun sé til hagsbóta fyrir þjóðina að geta ráðið gengi sinu og peningamálum eins og á siðustu áratugum. Sjálfstætt gjaldeyriskerfi? Rökin með óbreyttu kerfi eru m.a. ■þau að i vondu árferði þegar útflutn- ingsframleiðsla dregst saman getum við lækkað gengi hlutfallslega (þ.e. lækkað raungengi) og forðað meðþvi móti atvinnuleysi. Með lægra raun- gengi eru um hríð fluttar tekjur frá launþegum til fyrirtækjanna; en einnig hefur atvinnustarfsemi verið haldið gangandi við slikar aðstæður með erlendu lánsfjármagni. Með batnandi árferði getur raungengi hækkað aftur. Þá flytjast aftur tekjur frá fyrirtækjum til launþega á formi hærra kaups og ódýrari innflutnings enda leyfir betri hagur atvinnu- veganna hærri launagreiðslur. Með hærra raungengi er einnig hægt að verjast þensluáhrifum á inn/ent peningamagn af auknum gjald- eyriskaupum vegna meiri útflutnings- framleiðslu. Allt þetta glatast ef gengi krónunnar er fest eða bundið öðrum gjald- miðlum með einhverjum hætti. Rökin á móti því sjálfræði sem þjóðin hefur til þessa leyft sér i peninga-, gjald- eyris- og gengismálum eru einkum þau að stöóugleikinn í gjaldeyris- málum sem ynnist við þaó að búa við fast gengi sé meira virði en sveigjan- leikinn sem glatast. Þessi stöðugleiki verður ekki tryggður nema verðgildi krónunnar (gengið) sé meó form- legum hætti tengt öðrum gjaldmiðli eða samsettri mynt (t.d. SDR eóa ECU). Yrði þá hægt að gefa gjald- eyrisverslun hér á landi frjálsa þar sem ekki væri verra að eiga krónur en þá mynt sem gengi krónunnaryrði miðað vió. Það styrkir einnig þennan málstað að veik rök eru fyrir því að halda uppi algerlega sjálfstæðu pen- ingakerfi hjá 240 þúsund manna þjóð.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.