Vísbending


Vísbending - 12.12.1984, Blaðsíða 6

Vísbending - 12.12.1984, Blaðsíða 6
VÍSBENDING 6 Erlendir vextir Veruleg hækkun á erlendum lánskostnaöi vegna gengislækkunar Hækkunin jafnast út þegar lengra er litið í Vísbendingu þann 21. nóvember sl. var gerð grein fyrir þróun vaxta- kostnaðar vegna erlendra lána það sem af er þessu ári. í frásögninni, sem bar yfirskriftina „Erlendir vextir“, var gerð gjein fyrir vöxtun á lánum í dollurum, svissneskum frönkum, þýsk- um mörkum og yenum, en einnig var að finna upplýsingar um kostnað'vegna lána í hverjum tveimur þessara mynta svo og öllum fjórum. Var miðað við fyrstu 10 mánuði þessa árs en vaxta- tölurnar umreiknaðar til ársvaxta. Reyndist lán tekið um síðustu áramót í öllum myntunum fjórum í jöfnum hlutföllum (þ.e. fjórðungur í hverri mynt) hafa borið 6,2% vexti umfram innlent lán, verðtryggt með lánskjara- vísitölu en án vaxta. Vegna gengislækkunarinnar þann 19. nómveber sl. hefur orðið gífurleg hækkun á erlendum lánskostnaði séu fyrstu 11 mánuðir þessa árs bornir saman við fyrstu 10 mánuðina. Þessi hækkun á kostnaði vegna erlendra lána umfram innlend lán jafnast að sjálf- sögðu út á næstu mánuðum er innlend lán taka að hækka vegna hækkunar lánskjaravísitölu, en ekki er búist við að verulegar breytingar verði á gengi krónunnar á næstu mánuðum. Töl- urnar fyrir mánuðina janúar til nóv- ember 1984, sem birtar eru hér, verður því að taka með nokkurri varúð af þessari ástæðu. Erlendurog innlendur vaxtakostnaður Sá erlendi vaxtakostnaður sem hér Evrópska gjaldeyriskerfið, EMS, frh. sem fjármagnsflutningar eru frjálsir. Enn um Ecu Eins og fyrr segir hefur notkun á Ecu breiðst út hraðar en nokkur þorði að vona. Kostir þessarar samsettu myntar, bæði sem mælieining á verðmæti og sem verðmæti í sjálíu sér, eru að gengi Ecu er mun síöðugra en gengi nokk- urrar einnar myntar sem völ er á. Útgáfa Euroskuldabréfa í Ecu er nú hin þriðja mesta, næst á eftir Bandaríkja- dollara og þýsku marki: ítalir munu miða allt að helming alls útflutnings síns við Ecu. F>á hefur Efnahagsbandalagið sjálft nýlega selt Ecu-skuldabréf að’ andvirði 11 milljóna dollara sparendum er fjallað um er reiknaður með eftir- íarandi hætti (sjá einnig Vísbendingu 21. nóvember 1984). Miðað er við að tekið sé lán að fjárhæð 100 í upphafi ársins. í hverjum mánuði eru reiknaður áfallnir vextir. Síðan er höfuðstóll með áföllnum vöxtum færður upp með hækkuninni á viðkomandi gjaldmiðli í krónum á tímabilinu. Að lokum er hækkun höfuðstóls vegna áfallinna vaxta og gengisbóta borin saman við hækkun innlends láns sem verðtryggt er miðað við Iánskjaravísitölu en ber enga vexti. Tölurnar um erlenda vexti geta því er fram líða stundir bæði komið til góða þeim er hyggjast taka erlend lán og vilja glöggva sig á væntanlegum kostnaði og þeim er vilja bera saman innlend og erlend lán. Pótt nú séu í þessari nýju röð aðeins tvær tölur fyrir erlend lán í dollurum, svissneskum frönkum, þýskum mörkum og yenum, þ.e. tölur fyrir janúar til október 1984 og janúar til nóvember 1984, má samt draga af þeim nokkrar ályktanir. Fyrri í Bandaríkjunum. öll þessi þróun hefur átt sér stað án þess að evrópsku seðlabankarnir hafi gert mikið til að greiða fyrir henni. Raunar hefur þýski seðlabankinn verið þyngstur allra í taumi enda má með sanni segja að Þjóðverjar hafi minnstan hag Evrópu- þjóða af útbreiðslu Ecu og jafnvel óhag. í greinargerð Helmuts Schmidts sem minnst var á hér að framan og birtist í ágúst sl. var fjallað um framtíð Ecu sem sameiginlegs gjaldmiðils EBE-land- anna og hugsanlegar leiðir til frekari útbreiðslu án breytingar á Rómar- sáttmálanum. Hugmyndir Schmidts byggjast á því að kaup og sala á Ecu verði gefin algerlega frjáls í öllum löndum EBE (þ.e. „fully convertible"). talan, 6,2% fyrir jan.-okt. 1984, var reiknuð rétt fyrir gengislækkun er raungengi krónunnar var orðið allhátt. Því mátti búast við að sú tala væri lægri en staðist gæti til lengdar. Síðari talan, 25,2% fyrir jan.-nóv. 1984, er hins vegar augljóslega alltof há og mun fara lækkandi á næstu mánuðum. Erlendu vextirnir eru reiknaðir eftir LIBOR vöxtum á viðkomandi myntum að viðbættu 1% vaxtaálagi. Virðist ekki óraunhæft að líta svo á að raunvextir á nýjum erlendum lánum (meðaltal of- angreindra fjögurra mynta) séu á milli 8% og 12% (að meðtöldu vaxtaálag- inu). Gengisbreytingar á erlendum gjaldeyrismarkaði hafa veruleg áhrif á erlenda vexti hér á landi og því er ekki raunhæft að meta raunvexti á erlend- um lánum hér á landi eftir raunvöxtum í þeim löndum sem lánin eru tekin. Varðandi raunvexti í öðrum löndum má benda á töfluna um verðbólgu, viðskiptajöfnuð og raunvexti á öðrum stað í blaðinu. Ecu yrði þannig undanþegið öllum takmörkunum sem kunna að vera í gildi í gjaldeyrisviðskiptum í einstökum ríkjum. Þá verði gerður að engu munurinn á Ecu í viðskiptum opinberra aðila og einkaaðila. Utgáfa Ecu og stjórn færist síðan markvisst í hendur „European Monetary Co-operation Fund“ sem þá yrði að vissu leyti sam- bærilegur við bandaríska seðlabankann. Þannig skiptir sameining Ecu í opin- berum viðskiptum og einkaviðskiptum meginmáli vegna þess að eftir sam- eininguna fer Ecu-magnið sjálft að skipta máli en ekki aðeins peninga- magnið í hverju aðildarlandi EMS. Erlendir vextir umfram hækkun lánskjaravísitölu Janúar til nóvember 1984, umreíknaðir til árshraða í % dollarar dollarar 42,4 sv. frankar þýskmörk sv. frankar 27,5 12,8 þýsk mörk 30,2 15,4 18,1 yen 32,7 20,1 22,8 Allar myntir saman, fjóröungur (hverri: 25,2%

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.