Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit
Ljós og hljómar ..4
Ijóð eftir Hannes Pétursson
Allt önnur saga ef
Viðtal við Gylfa Þ. Gíslason sem
Ólafur Hannibalsson tók.
Skúli fógeti, var hann
„endurlífgari
ísalands?“........
eftir Ásgeir Jónsson.
Verðbólga orð-
anna..............
eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson
Af bændum, vistar-
bandi og bílum. 23
eftir Jón Hjaltason
Góð og vond
hagfræði... ......29
eftir Dr. Þorvald Gylfason
Útgefandi:
Talnakönnun hf.
Borgartúni 23, 105 Reykjavík.
Sími: 561 7575.
Ritstjóri og ábm.:
Tómas Örn Kristinsson.
Ritstjórn:
Tómas Örn Kristinsson og
Benedikt Jóhannesson.
Málfarsráðgjöf:
Málvísindastofnun Háskólans.
Forsíðumynd:
Úr Ósvör í Bolungarvík,
Jóhanna Bryndís Helgadóttir.
Umbrot og prentun:
Steindórsprent Gutenberg
Upplag:
3.000 eintök.
11
19
Öll réttindi áskilin,
rit þetta má eigi afrita
með neinum hætti
án leyfis útgefanda.
^sbending
Jólaspjall
Hátíðarhald jólanna á íslandi hefur
löngum verið með öðru sniði en
tíðkast hefur hjá flestum öðrum
kristnum þjóðum. Þar veldur sennilega
mestu sú einangrun sem þjóðin bjó við um
alda skeið. Á þessu einangrunarskeiði þró-
uðust venjur og siðir sem eru um margt ein-
stakir. Þetta má helst merkja á okkar sér-
stöku jólasveinum sem eru hin mestu ólík-
indatól. Einangrunin hefur nú að rniklu leyti
verið rofin þótt jafnlangt sé enn til allra landa. Ferðir til og frá landinu eru
ekkert tiltökumál og flutningur á ýmsum varningi milli landa tekur ekki
nema örfáa klukkutíma. Fjarskiptabyltingin hefur opnað nýjar víddir með
óteljandi sjónvarpsrásum, interneti og gamla góða símanum sem enn stendur
fyrir sínu. Hugarfarsbreytingin er þó sýnu merkilegri en þær tækniframfarir
sem orðið hafa á þessari öld. íslendingar hafa nefnilega brey st úr kotbændum
í víðsýna heimsborgara sem skipta jafnt við náungann í næsta húsi sem og
fjarlæga Asíubúa. Aukið frelsi í viðskiptum hefur reynst okkur happadrjúgt
því að við höfum smám saman verið að tileinka okkur þá hugsun að ríkisvaldið
eigi ekki að vera að vasast í öllum hlutum og að óheft viðskipti milli landa
skili öllunt aðilunt ávinningi. Upplýsingabyltingin mun væntanlega draga
úr líkunum á því að verndar- og einangrunarstefna muni ná fótfestu hjá
þjóðum heimsins. Það líður að því að allmörg Evrópulönd munu gefa eftir
eigin mynt í þágu sameiginlegrar myntar. Sameiginleg mynt á eftir að hafa
mikil áhrif á viðskipti í heiminum. Við ættum að spyrja okkur hvort við
ætlum að laka þátt í þessari breytingu með einhverjum hætti. Það er í það
mynsta vænlegra að hafa velt málunum fyrir sér áður en áhrifin koma í Ijós
því að fátt er eins slæmt og þegar mönnum er komið í opna skjöldu. Vonandi
verða líflegar utnræður um þetta mál á komandi mánuðum og ekki síður
spurningunum sem varpað hefur verið fram urn eignarétt auðlindanna hér
við land og umgengi um sjávarnytjar okkar Islendinga. Það mál þarf að leiða
til lykta sem fyrst með þeim hælti að sátt og trúnaður ríki milli þjóðarinnar
og stjórnmálamanna.
Þau mál sem að ofan eru nefnd hafa oft birst á síðum Vísbendingar á liðnum
árum og verða þar vonandi áfram. Það er einnig ljóst að þegar þessurn
málum lýkur þá taka önnur jafnmikilvæg við og nauðsynlegt er að hvetja til
umræðu og þátttöku sem flestra. Vísbending hefur markað sér þann farveg
að fjallað sé um mál út frá hagfræðilegum sjónarhornum. Mismunandi skoð-
anir eiga að sjálfsögðu jafnan rétt og styrkja lýðræðið í sessi.
Með jólakveðjum,
Tómas Örn Kristinsson,
ritstjóri
ýieÁifey' ýál
favieœít áomcutdc át
s
Hf. Eimskipafélag Islands
3