Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 10
Vísbeiidinp
Aukið frjálsræði
TT'mil Jónsson, sjávarútvegsráðherra, fékk samþykkt í
J—j ríkisstjórninni íjanúar 1961 útflutningsleyfi til Evrópu-
landa fyrir fisksölufyrirtœkið Atlantor. Voru þá uppi hug-
myndir umfrjálsan (frjálsari) útflutning sjávarafurða, en
verið hafði?
Samráðin hófust sem einkaviðræðurmilli Ólafs Thors og
Eðvarðs Sigurðssonar, formanns Dagsbrúnar, skömmu áður
en Ólafur lét af störfum. Hann sagði okkur ráðherrum Al-
þýðuflokksinsnákvæmlegafráþeim.SíðarvarðBjarniBene-
diktsson aðalviðræðuaðilinn, og Björn Jónsson tók einnig
þátt í þeim af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Við í
Alþýðuflokknum töldum nægilegt að fylgjast algjörlega með.
Aldrei kom til nokkurs ágreinings uni ákvarðanir.
Þessi ráðstöfun Emils Jónssonar bar einmitt vott um, að
uppi voru hugmyndir um aukið frjálsræði í útflutningi.
Utflutningur sjávarafurða var lögum samkvæmt háður leyf-
um stjórnvalda og ég man ekki til þess að neinum trúverð-
ugum útflutningsaðila hafi verið synjað um slíkt leyfi.
Fiskverðsákvörðun var ein erfiðasta pólitíska ákvörðun
eftirstríðsáranna. Viðreisnarstjórnin fann henni farveg í
Verðlagsráði sjávarútvegsins. Jónas Haralz hefur sagt að
þetta hafi verið lykilákvörðun í efnahagsdœminu. Kom
aldrei til tals að láta fiskverð mótast af markaðsöflum?
Nei, á þeim tíma, fyrir 30-40 árum, hefði það þótt of
róttæk ráðstöfun, enda erfið í framkvæmd þá.
Ákvörðun vaxta hefur hér á landi til skamms tíma verið
pólitísk ákvörðun og á því rótgróin trú, að þeim sé best
stjórnað með handafli. Var aldrei pólitískur vilji fyrir því
hjá forystumönnum viðreisnarflokkanna að gefa vextina
frjálsa ?
Hér er hið sama að segja. Breytingarnar, sem Viðreisn-
arstjórnin gerði á sviði efnahagsmála, voru svo gagngerar,
að mörgum þótti nóg um. Það var aldrei rætt í alvöru að
gefa vextina frjálsa.
Einkaviðræður
egar vísitölubinding launa var afnumin í upphafi Við
reisnar vargert ráðfyrir að aðilar vinnumarkaðarins
leystu kjaradeilur án atbeina eða afskipta ríkisvaldsins.
Þau mál þróuðust þannig, að sennilega hefur aldrei verið
nánari samvinna milli ríkisvalds og verkalýðshreyfingar
en á síðari tveimur kjörtímabilum Viðreisnar. Sú samvinna
virðist hins vegar aðallega hafa orðið milli forystumanna
verkalýðshreyflngarinnar ogforingja Sjálfstœðisflokksins.
Kanntu einhverja skýringu á því, að Alþýðuflokkurinn áitti
þar ekki stœrri hlut að máli?
Alvarleg skyssa
Víðreisnarstjórninfélleftirþrjúkjörtímabil 1971. „Alvar-
legasta skyssa stjómarflokkanna í þessum kosningum
var sú að móta ekki skýra og einfalda stefnu í land-
helgismálinu“, segirþú íbókþinni. Telurþú, að með slíkri
stefnumótun hefðu leiðir Alþýðuýlokks og Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna getað legið saman að kosningun-
um loknum ístjórnarsamstarfi, sem hefði náð að varðveita
ávinning Viðreisnarinnar ogjafnframt að tryggja útfærslu
landhelginnar? Eða lituforystumenn stjórnarflokkanna svo
á að Viðreisninni hefði verið hafnað í kosningunum og
þjóðin kosið aðra stjórnarstefnu?
Ég endurtek, að Viðreisnarstjórnin hafði í kosningunum
1971 ekki nógu skýra og einfalda stefnu í landhelgismálinu.
Sigur Samtakanna byggðist að mínu viti fyrst og fremst á
skeleggri baráttu í því máli. Sameiginleg eða svipuð stefna
í landhelgismálinu hefði eflaust auðveldað samstarf Al-
þýðuflokksins og Samtakanna eftir kosningar. í þessu sam-
bandi má einnig minnast þess, að í afstöðunni til annars
stórmáls kom fyrst fram ágreiningur innan þingflokks Al-
þýðubandalagsins, þ.e. í afstöðunni til aðildar íslands að
Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA. Hannibal Valdi-
marsson og Björn Jónsson studdu aðiidina með því að greiða
alkvæði með stjómarflokkunum á móti tillögu Framsókn-
arflokksins um að fresta málinu. Þegar sjálf tillagan um
aðild kom til atkvæða, greiddu Hannibal og Björn atkvæði
með henni ásamt þingmönnum stjórnarflokkanna, en Karl
Guðjónsson var fjarverandi, og var talið að hann væri á
sama máli og Björn og Hannibal.
Ég treysti mér hins vegar ekki til að dæma um það, hvort
þessi mál hefðu getað orðið til þess, að leiðir Alþýðuflokks-
ins og Samtakanna hefðu getað legið saman að kosningun-
um loknum í stjórnarsamstarfi, sem hefði náð að varðveita
ávinningViðreisnarinnarogjafnframttryggjaútfærsluland-
helginnar.
ýCe&Ctey jóí oy
favi&cett áomcuicU ái
Landssamband
lífeyrissjóða
tfée&Ctety ýól oy,
úomcutcli ái
Sparisjóðurinn í
Keflavík
10