Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 17
og menntir í landinu og óx hægt, enda var fólki bannað með
lögum að setjast þar að fram til 1863 þegar lausamennska var
leyfð aftur á Islandi með svipuðum hætti og fyrir árið 1783.
Sá gamli í Viðey
Skúli var landfógeti í 43 ár eða frá 1750 til 1793. Störf
hans voru margvísleg á þeim tíma og hér hefur aðeins
verið minnst á fáein atriði af því sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann átti í fjárhagsbasli síðari hluta ævinnar og
kom þar margt til. Hann stóð í löngum og kostnaðarsömum
málaferlum og tengdasynir hans, fjórir að tölu, urðu ekki
til bóta. Þeir voru allir óreiðumenn í fjármálum og urðu
gjaldþrota, lífs eða liðnir, og lentu þrotabúin á Skúla. Hann
fékkelsta son sinn, Jón, skipaðan sértil aðstoðarviðfógeta-
störfin en sá var heldur drykkfelldur og virðist ekki hafa
Kjarninn í viðreisnartillögum Skúla
árið 1751
1) Akuryrkja yrði efld og unnið að öðrunr umbótum í
ræktun og húsdýrahaldi. Til þessa átlu 15 bændafjöl-
skyldur frá Danmörku og Noregi að setjast hér að og
kenna landsmönnum ný handbrögð.
2) Verksmiðjum yrði komið á fót í Reykjavík til þess að
vinna úr öllunt hráefnum landsins.
3) Skógrækt yrði hafin til þess að sjá landinu fyrir timbri
til bátasmíði og húsbygginga.
4) Eflafiskveiðar, bæðiábátumogáþilskipum.Þilskipin
áttu svo einnig að geta nýst til siglinga og llutninga á
milli landshluta.
5) Verslunarfélagið skyldi skuldbundið að flytja meiri
peninga til landsins. Svo í stað þess að vera oft neyddir
til þess að taka úl ónauðsynlega vörur gætu íslendingar
fengið peninga sem gætu svo verið notaðir sem vara-
sjóðir í hörðum árum.
6) Verslunarfélagið skyldi flytja inn nteira af timbri og
nauðsynjavörum og kenna Islendingum að salta fisk.
7) Skúli bað um 6000 dala styrk auk jarðanna Reykja-
víkur, Efferseyjar og Hvaleyrar. Að launum skyldi
nafn konungs verða ódauðlegt meðal allra þjóða fyrir
að hafa bjargað íslendingum frá glötun.
(S]á Hrefna Róbertsdóttir 1996)
erft talnaskyn föður síns. Hagur Skúla vænkaðist þó við
sættargerðina 1778 og honum heppnaðist að halda öllu á
floti meðan hann lifði þótt amtmenn landsins reyndu sífellt
að sanna upp á hann sjóðþurrð. Skúli andaðist níunda
nóvember árið 1794, þá 83 ára að aldri. Heldur var hljótt
um minningu Skúla næstu áratugi enda runnu stjórnmála-
straumar lengi vel á móti stefnu hans sem sést af því að
vistarbandið var ekki afnumið fyrr en árið 1894. Fyrir þann
tíma gat enginn sest að við sjávarsíðuna án þess að kaupa
sér frelsi áður. Hins vegar fór baráttan fyrir þjóðfrelsi brátt
að verða helsta hreyfiaflið í stjórnmálum og í þeim svipt-
ingum var merki Skúli hátt borið fyrir þjóðernishreyfingu
landsins Vegna þess hve rösklega hann hafði barið á einok-
unarkaupmönnum. Vafalaust hefði Skúli barist fyrir sjálf-
stæði hefði hann lifað á þeim tímum en hinu skal ekki
gleyma að hann var sá íslenskur embættismaður sem best
féll Dönum í geð á sinni tíð, kannski vegna þess að hann bjó
í sama hagfræðilega hugmyndaheimi og þeir en hal'ði ekki
asklok fyrir himin eins og margir landar hans. Það voru
^sbending
Danir sem fyrst og fremst studdu Skúla til dáða.
Var Skúli „endurlífgari
ísalands?“
Skúli Magnússon var sannarlega þrekmikill maður
en samt tókst honum ekki að fullu ætlunarverk sitt, að
draga þjóðina með sínu eigin handafli fram úr myrkri mið-
alda. Myrkrið var reyndar heldökkt á þessum tíma, átjándu
öldinni, þegar landsmenn sátu í vesöld og örbirgð. Það
varð margt til þess að vinna á móti fógetanum, t.d. dönsk
verslunareinokun, en þeir sem fastast unnu á móti voru þó
hans eigin landar. Það var nú svo að Islendingum þótti
skemmtilegt niyrkrið. Landsmenn gátu fallist á að nota
nýja vefstóla, kannski mátti pota niður kartöflum, en þeir
voru fastlega á móti nýrri samfélagssýn Skúla, þéttbýli,
verslun og fiskveiðum. Kannski togaði fógetinn í eilítið
skakkaátt. Hann virðisl hafalagtallt sittafl í ullarvinnsluna
en gefið frá sér útgerðina. Spunaiðnaður var í miklu upp-
áhaldi hjá hagfræðingum þess tíma sem sú grein sem lá best
við vélvæðingu. Og það gekk að lokum eftir. í þann mund
sem innréttingarnar voru að lognast út af hófst iðnbylting
í Bretlandi sem spratt mikið til af framförum í fataiðnaði.
Hlutfallsyfirburðir Islands voru þó á sviði fiskveiðaen vart
í ullarframleiðslu og seinna varð iðnvæðing Islands borin
uppi af fiskiveiðum og -vinnslu. Ef Skúli hefði safnað
reynslu og þekkingu á djúpsjávarveiðum má vera að inn-
réttingarnar hefðu orðið að gróðafyrirtæki. En það skiptir
ekki öllu máli. Lög og reglur hér innanlands komu í veg
fyrir framþróun, og eitt arðbært sjávarútvegsfyrirtæki í
Reykjavík hefði líklega ekki breytt þar miklu um. Stofnan-
irnar í Reykjavík minna um margt á þróunaraðstoð á okkar
dögum, þar sent „prosject“ af ýmsum stærðum og gerðum
eiga að koma þriðja heims þjóðum á hraðferð til iðnvæð-
ingar. Hinn raunverulegi skolli er ávallt höft á frjálsum
markaði. Þeim hömlum á framþróun er yfirleitt viðhaldið
af ráðamönnum. En Skúli gerði það sem hann gat og hag-
fræðikunnátta hans sagði til um. Honum heppnaðist að
herja dálítið af einokunargróðanum út úr Danakonungi og
sáði fyrir nýjum akri í örfoka jarðvegi. Fræin urðu síðan
með tíð og tíma að hinum fegurstu blómstrum, höfuðborg
Islands. Það getur verið að spunaverksmiðjur, kaðlagerð
og fleira þess háttar hafi farið á hausinn og horfið, slíkt eru
oft örlög fyrirtækja og jafnvel heilla atvinnugreina, en
Reykjavík óx og dafnaði. Það eitt skiptir máli. Þótt innrétt-
ingarnar væru reknar með tapi í fyrstu hafa þær skilað
óhemju miklum arði á síðustu 100 árunt.
Heimildaskrá
ÁsgeirJónsson: Sigltgegnvindi(íslenskhagsaga 1400-1600). Fjármálatíðindi,
2 hefti 1994.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: Ferðabók. Reykjavík 1981.
Gísli Gunnarsson: Upp er boðiö ísaland (Einokunarverslun og íslenskt
samfélag 1602-1787). Reykjavík 1987.
Gunnar M. Magnússon: Jón Skálholtsrektor. Reykjavík 1959.
Hrefna Róbertsdóttir:Áæf/un um allsherjar viðreisn ístands 1751-1752. í
Landnámi Ingólfs, fimmta bindi, Reykjavík 1996.
Jón Espólín: Sagafráskagfirðingum 1685-1847. Fyrstabindi.Reykjavík1976.
Jón Helgason: Kristnisaga íslands II. Reykjavík 1927.
Jón Jónsson Aðils: Einokunarverslun Dana á íslandi 1602-1787. Reykjavík
1971.
Jón Jónsson Aðils: Skúli Magnússon, landfógeti. Reykjavík 1911.
LýðurB\ömsson\Ágripafsöguinnréttinganna. ÍReykjavíkí1100ár.ReyW\avik
1974.
Lýður Björnsson: Skúli fógeti. Reykjavik 1968.
Páll Vídalín og Jón Eiríksson: Um viðreisníslands, Deo, regi, patriae. Reykjavík
1985.
Þorvaldur Gylfason: Brautryðjandinn. (Jón Sigurðsson). Viðskipta- og
hagfræðingatal. Reykjavík 1996.
17