Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 5
VI
ísbending
Allt önnur saga, ef ...
Ólafur Hannibalsson rœðir við Gylfa Þ. Gíslason
Ólafur Hannibalsson
Gylfi var ráðherra í 16 ár samfleytt og mun enginn íslenskur stjórnmálamaður hafa setið
jafnlengi á ráðherrastóli. Hann fór með viðskipta- og menntamál í öllum ráðuneytum
Viðreisnarstjórnarinnar. Myndin er af ríkisráðsfundi ráðuneytis Ólafs Thors á Bessastöð-
um. A myndina vantar Guðmund I. Guðmundsson utanríkisráðherra.
Allmargir stjórnmálaleiðtogar okkar hafa orðið til þess að rita endur-
minningar sínar. Ytirleitt er lítið á þeim bókmenntum að græða,
þar sem þeir láta sér yfirleitt nægja að rekja yfirborðslega atburðarás
á ferli sínum, en gera sér lítið far um að setja atburðina í samhengi við
tíðarandann heima og erlendis, eða að gefa lesendum sínum innsýn í það
sem gerist að tjaldabaki.
Bók Gylfa Þ. Gíslasonar, Viðreisnarárin, sem kom út árið 1993, er fágæt
undantekning frá þessari reglu. Að vísu vantar í hana tjaldabaksatburðina,
en á móti kemur að Gylfi setur þetta mikilvæga 12 ára stjórnartímabil í
skýrt samhengi við haftabúskapartímabil næstu þriggja áratuga á undan
og efnahagsóstjórn áratuganna á eftir. Jafnframt gerir hann glögga grein
fyrir helstu átakaefnum þessa tímabils frá sínu sjónarmiði og Alþýðu-
flokksins. Þetta er að sjálfsögðu ekki gagnrýn saga, en þó þannig sögð, að
líklega eigum við ekki greinarbetri upplýsingar um nokkurt annað stjórn-
artímabil í stjórnmálasögu okkar. Það sýnir talsverða deyfð í andlegu lífi
þjóðarinnar að þessi bók skyldi ekki vekja umræður, jafnvel deilur, eða
verða grundvöllur ýmiss konar gagnrýni á stefnu og störf viðreisnarstjórn-
arinnar.
Fyrri viðtöl mín í Vísbendingu hafa fyrst og fremst snúist um hagrænu hliðina
á Viðreisninni. I þetta sinn var ákveðið að leggja meiri áherslu á pólitísku
hliðina.
Það lá því beint við að byggja viðtal við Gylfa Þ. Gíslason á þessari bók hans,
Viðreisnarárunum.
Ranglát kjördæmaskipan
/
/'bók þinni, Viðreisnarárin, leiðirþú rök að því, að einn megingalli íslensks
stjómaifars að heimastjórnfenginni, 1904, hafi verið ranglát kjördœmaskip-
un: Hefði Alþingi borið gœfu til þess að samþykkja frumvarp Hannesar Haf-
steins um gerbreytingu á kjördcemaskipuninni 1905, liefði þróun flokkaskipun-
ar orðið allt önnur en hún varð í raun og veru, og þróun efhahagsmála og
þjóðmála yfirleitt getað orðið með talsvert öðrum hœtti.
Ertu ekki með þessu að segja að heillavœnlegra liefði orðið fyrir þjóðina, ef
áhrif Framsóknarflokksins hefðu verið minni á stjórn landsinsfrá upphafifull-
veldis 1918?
Einhver örlagaríkustu mistök á stjórnmálasviði, sem Islendingum hafa orðið
á, síðan þeirfengu heimastjórn í byrjun aldarinnareða 1904, fólust í því að halda
óbreyttri þeirri kjördæmaskipun, sem komið hafði verið á, þegar Islendingar
fengu stjórnarskrána 1874. Á þessum þremur áratugum hafði þjóðfélagið gjör-
breyst.
í þessari 30 ára gömlu kjördæma-
skipunfólstmjögójafnatkvæðisréttur,
og hún var miðuð við bænda- og dreif-
býlisþjóðfélag. Mikilhæfasta stjórn-
málamanni í byrjun aldarinnar, Hann-
esi Hafstein var þetta ljóst. Hann flutti
frumvarp um nýja kjördæmaskipun,
þar sem atkvæðisréttur var jafnaður og
tillit tekið til vaxandi bæja. En Alþingi
bar ekki gæfu til að samþykkja það.
Hefði það verið gert, hefði saga Islend-
inga á öldinni orðið allt öðruvísi en raun
hefur orðið á.
Þú segir rétti lega að áhrif Framsókn-
arfl okks ins hefðu þá orðið mi klu minni
en átt hefur sér stað. En afleiðingarnar
eru miklu gagngerari. Meira tillit hefði
verið tekið til þeirra mannréttinda, sem
felast í kosningaréttinum. Flokkaskip-
unin hefði orðið öðruvísi. Stefnan í
efnahagsmálum hefði orðið önnur.
Bændur og dreifbýli nutu forréttinda í
skjóli gönilu kjördæmaskipunarinnar.
Samtímis því, að landbúnaður varhér,
eins og annars staðar, hnignandi at-
vinnuvegur, var lögð áhersla á að efla
hann og nýjum atvinnuvegum, sjávar-
útvegi og iðnaði, ekki veill eðlileg
vaxtarskilyrði.
Kjördæmaskipuninni hefur verið
breytt oft á öldinni, en alltaf of seint og
of lítil spor verið stigin hverju sinni.
Þegar konungskjör sex þingmanna var
lagt niður 1915, var tekið upp í stað
þesskjörjafnmargraþingmannaíland-
inu öllu seni einu kjördæmi, og var
viðhöfð hlutfallskosning. Þegar á
þriðja áratugnum var í slíkum kosn-
ingum komið í Ijós, að Alþýðuflokk-
urinn hafði álíka fylgi og Framsóknar-
flokkurinn vegna vaxandi bæja. En í
kjördæmakosningum 1927 varðFram-