Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.08.1940, Blaðsíða 2
* * * FLOKKAR, klíkur og KYRRSTAÐA í sambandi við umræður þær í öllum aðal- blöðunum, sem nýlega hafa farið fram út af grein Björns Ólafssonar um bæjarmál Reykja- víkur, hefir stjórnmálaritstjóri Vísis, Árni Jónsson frá Múla, ritað eftirtektarverða grein, sem hann nefnir „flokkar og klíkur“. Gerir hann þar að umtalsefni þann hugsunarhátt, sem orðinn er rótgróinn innan allra stjórn- málaflokka hér á landi, að enginn megi ó- straffaður láta í ljós neitt það, er ekki fylgir þeirri línu, sem flokkstjórnirnar vilja vera láta. Grein sú, er Björn Ólafsson ritaði um bæjarmálin og vakið hefir almenna athygli, var hlutlaus og rólega skrifuð, með það eitt fyrir augum að finna hvar veilurnar lægju, og hvað hægt væri að gera til bóta. Greinin var rituð út frá sjónarmiði manns, sem vill gera sér grein fyrir hvernig hlutirnir standa, hvort sem hans eiginn flokkur á í hlut eða aðrir. En þetta er nýlunda í íslenzkri nútíma þjóðmála- baráttu. Árangurinn varð sá, að hagfræðingur bæjarins var látinn ráðast á hann í aðalblaði flokksins, Morgunblaðinu, þar sem var ausið yfir hann óhróðri og persónulegum svívirðing- um, og honum gefið til kynna, að menn eins og hann ,,eigi ekki að leyfa sér að ræða um mikilsvarðandi mál opinberlega, og því síður að gera kröfu til að vera teknir alvarlega". Flestir borgarar bæjarins munu hafa verið á einu máli um það, að grein hagfræðingsins var ekki rituð út frá þeirra sjónarmiði. Flestir munu hafa litið á hana sem ógáfulegt og rök- semdasnautt frumhlaup, sem bezt hefði verið geymt í skúffu bæjarhagfræðingsins ásamt öðrum verkum hans undanfarin ár, sem borg- ararnir hafa orðið lítið varir við. í sambandi við þetta ritar Árni Jónsson svo í grein þeirri er áður getur. Eru hér teknir kaflar úr grein hans: „Greinar Björns Ólafssonar um bæjarmál- efni Reykjavíkur hafa vakið mikla athygli, ekki sízt fyrir það, að þær eru djarfmannleg- ar ritaðar en almennt tíðkast nú á dögum. Menn eru orðnir svo vanir því, að farið sé eftir flokkslínum einum saman í öllu því, sem ritað er í flokksblað, að nýlunda þykir, ef út af er brugðið. Sumir vilja jafnvel ganga svo langt í þessari línudýrkun, að þeim þykir það ganga goðgá næst, ef stuðningsblöð núverandi ríkisstjórnar birta nokkuð, sem ekki er í hinum eina sanna þjóðstjórnaranda. Það er eins og menn séu búnir að gleyma því, að til er gamalt orðtak: sá er vinur, sem til vamms segir. Það er eins og til þess sé ætlazt, að flokkar sam- anstandi af tómum páfagaukum, sem þurfi ekki að kunna nema svo sem tvær setningar: allt í lagi — já og amen, ef eitthvað ber á góma, sem snertir viðkomandi flokk. Þjóðinni er áreiðanlega bezt borgið með því, að hver skynbær og heiðarlegur maður geti látið í ljós skoðanir sínar án allrar þvingun- ar“. „---------Það er til marks um það, á hvaða braut við íslendingar erum í þessum efnum, að það skuli vekja geysilega athygli, að ákveðinn sjálfstæðismaður skuli skrifa grein, sem að nokkru getur talizt fela í sér gagnrýni á sjálfstæðismeirihlutann í Reykja- vík. Blöð hinna flokkanna reka upp stór augu. Og vissulega hefði þetta ekki getað gerzt í hinum flokkunum“. ,,-------Hvað sem annars verður um sjálf- stæðisfl. sagt, er ekki hægt að neita því, að hann hefir frá öndverðu lagt minni bönd á flokksmenn sína en hinir flokkarnir. Þetta er í rauninni aðalsmerki flokksins“. ,,... Vjð skulum hver og einn ástunda það, að segja hispurslaust það, sem við teljum þjóð okkar og bæjarfélagi fyrir beztu. Við skulum ekki fylla okkur þeirri þröngsýni, að telja allar að- finnslur af illum huga gerðar. Við skulum láta okkur lynda að skiptar skoðanir séu um einstök atriði og vera vinir og bræður fyrir því. Við skulum umfram allt forðast að gera flokkinn að klíku. Við þurfum ekki langt að leita að klíkupólitíkinni og kúguninni. Vítin eru til þess að varast þau“. 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.