Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.08.1940, Blaðsíða 15
nema erfiðleika úr býtum. Hann kom hr.eyf- ingu á verzlunina, kom hreyfingu á hugi manna, og hann plægði fyrir. Þeir, sem við tóku, komu því ekki að óbrotnu landi, og áhrif Þorláks voru svo mikil fram fyrir sig, að það má segja um hann líkt og Gröndal segir í Heljarslóðarorrustu um Alpafjöllin, að þar megi enn sjá spor Hannibals í snjónum. Þor- lákur er því faðir og upphafsmaður nútíma- verzlunar á íslandi. Þorlákur var fæddur á Breiðabólsstað á Skógarströnd 31. ágúst 1838, sonur prestsins þar, síra Ólafs Einarssonar, síðar prests og prófasts á Stað á Reykjanesi, og konu hans Sigríðar Þorláksdóttur frá Móum á Kjalar- nesi. Var síra Ólafur sonur Einars Jónssonar Verzlunarstjóra og síðar kaupmanns í Reykja- vík, en Einar var bróðir síra Sigurðar á Rafns- eyri, föður Jóns Sigurðssonar, og voru síra Ólafur og Jón því bræðrasynir, en Þorlákur og Jón öðrum og þriðja. Ingibjörg Einarsdótt- ir, kona Jóns Sigurðssonar, var systir síra Ól- afs og því föðursystir Þorláks, svo að það var margtvinnuð frændsemi og venzl milli hans og Jóns Sigurðssonar. Hlaut Þorlákur í heimahúsum þá menntun, sem þá tíðkaðist um sonu menntamanna, og var svo til ætlazt, að gengi hinn svonefnda menntaveg. Þetta fór þó á aðra leið, og mun lund og hneigð Þorláks hafa valdið. Öll æfi Þorláks sýnir, að hann var hugsjóna- maður framar öllu öðru, og að hugsjónir hans einbeindu honum að ákveðnu marki, sem hann aldrei geigaði frá. Það eru hugsjónirnar, sem gera Þorlák að verzlunarmanni og viðskipta- frömuði, ekki vegna þess, að hann langi í sjálfu sér til þess að afla sér fjár og frama á því sviði, heldur vegna þess, að honum er það Ijóst, að frelsi og velgengni þjóðarinnar er fyrst og fremst komið undir heilbrigðri verzl- un. Þar liggur fiskur undir steini, að grund- völlurinn undir öllu starfi Þorláks er þjóð- ernislegs eðlis, beinlínis pólitískur, eins og sýnt mun verða af ritum hans og störfum. Þor- lákur var maður stórgáfaður, og hugmynda- flug hans var miklu ríkara og fjör hans miklu meira en Islendinga almennt, enda virðist það liggja í ætt hans; það var því ómögulegt að stjóra hann niður við fjáraflaplön fyrir hann sjálfan, og ekki heldur við embættismennsku- staut. Var Þorláki nú komið utan til Jóns Sigurðs- sonar frænda hans í Kaupmannahöfn 1858, og var hann þar til vors 1859, er hann fór heim til íslands, en óljóst er við hvað hann fékkst í Kaupmannahöfn. Hugur hans var þó FRJÁLS YERZLUN vafalaust við verzlun, og mun Jón sízt hafa úr því dregið. Hefir þeim báðum óefað þótt fýsilegast, að Þorlákur kynntist verzlunarhátt- um með stórþjóðunum, og fyrir milligöngu Jóns komst hann að sem starfsmaður hjá skipamiðlurum nokkrum í Sunderland á Norð- ur-Englandi, Peacock Brothers. Mun það hafa verið einhverntíma um 1860, en með vissu er hann þar fyrri part árs 1862, og sýnist þá hafa verið þar alllanga hríð. Þekkingu um vist hans og starf á Englandi er eingöngu hægt að hafa úr allmörgum bréfum, sem hann á Bretlandsárum sínum hefir ritað Jóni Sigurðssyni, en þó svarbréf Jóns séu að vísu ekki til lengur, svo kunnugt sé, gefa bréf Þorláks ein mjög greinilega hugmynd um, hvað hann hefir haft fyrir stafni, að hvaða marki hann hefir keppt, og hvert traust Jón hefir borið til hans. Bretlandsvist Þorláks hefir að líkind- um verið um 13 ára löng, því haustið 1873 kvaddi hann England og fór til Kaupmanna- hafnar á vist með Jóni Sigurðssyni, en hingað til lands fluttist hann fyrst 5. júní 1875, og er sú dagsetning eftirtektarverð. Þetta voru und- irbúningsárin. Þegar Þorlákur var kominn heim og búinn að vera hér nokkur ár og var í þann veginn að gerast kaupmaður sjálfur, gaf hann út litla skáldsögu, „Mínir vinir“. Það var árið 1879. Það má auðveldlega setja út á þetta rit sem skáldrit, þó að það sé mjög læsilegt, en gildi þess er í því fólgið, að þar setur Þorlákur fram stefnuskrá sína um stjórnmál, verzlun og þjóð- háttu, stefnuskrá, sem ekki hefir skapazt þá í bili, heldur verið stefnuskrá hans og mark- mið alla tíð frá því, að hann afréði að gerast brautryðjandi á viðskiptasviði Islands og fór til Englands. Bréf hans til Jóns Sigurðssonar sýna alveg sama andann. I þessari skáldsögu segir hann, að móðir Kjartans, söguhetjunnar væri „stundum á- hyggjufull um það, hvort Kjartan mundi reyn- ast trúr og .einarður föðurlandsvinur, sem er eitt af hinum fyrstu skilyrðum til að verða nyt- samur borgari í mannlegu félagi“. Þetta var, og átti að vera, undirstaðan undir starfi Þor- láks og annara manna, að dómi hans. Sama eða svipað kemur þráfaldlega fram í bréfum hans úr Bretlandsverunni til Jóns Sigurðssonar. I bréfi frá 7. nóv. 1872 segir hann: „menn eiga að geta greint í sundur hverjir eru ærlegir Is- lendingar, sem ei þykir minnkunn né skömm að koma svo fram sem vera skal, og hina, sem ekki geta gert sér neina hugmynd um þjóð- erni“. Stjórnmálaskoðunin er í samræmi við þetta. I bréfi til Jóns 28. októher 1869 ritar 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.