Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.08.1940, Blaðsíða 6
ÓLAFUR BJÖRNSSON HAGFR.: Er „auðva!ds“-sl<ipulagið undirrót styrjaldanna? Eins og að líkindum lætur hafa sósíalistar aldrei lagt slíkt kapp á að útbásúnera þær kenningar sínar, að styrjaldirnar og allar þær hörmungar, sem þeim fylgja, eigi rót sína að rekja til þjóðskipulagsins, eins og einmitt nú. Á því er stöðugt hamrað í ræðu og riti, að nú- verandi styrjöld, eins og yfirleitt allar styrj- aldir nútímans, sé heimsvaldastríð, sem rót sína eigi að rekja til samkeppninnar um mark- aði, nýlendur o. s. frv. Auk þessarar sam- keppni um hráefni og markaði sé gróðafíkn vopnaframleiðendanna önnur höfuðorsökin til þess að núverandi styrjöld hafi brotizt út. Og þar sem samkeppnin í viðskiptum sé aðalor- sökin til styrjaldanna, sé aðeins ein leið til, sem fyrirbyggt geti það, að styrjaldir brjótist út framvegis, en sú leið er afnám núverandi þjóðskipulags og uppbygging sósíalistísks þjóðfélags í staðinn. Þessi áróður gegn hinu fjármagnaða þjóðskipulagi hefir verið rekinn af slíku kappi, að nú mun svo komið, að það eru ekki eingöngu sósíalistar, sem aðhyllast þessar kenningar, heldur mun það einnig vera ekki lítill hluti fylgjenda hinna svonefndu ,,borgaralegu“ flokka, sem ekki treystir sér til þess að andæfa þessum rökum sósíalista, og viðurkennir, að styrjaldirnar eigi rót sína að rekja til hinna ,,kapítalistísku“ viðskipta- hátta. Af því að ég býst við að þeir séu ófáir, sem meðal annars láta það hafa áhrif á stjórnmála- skoðanir sínar, hvort sósíalisminn eða stefna frjálsrar samkeppni sé líklegri til þess að tryggja friðinn í heiminum, virðist mér það ómaksins vert að gagnrýna þessar kenningar sósíalista, ekki sízt af því mér virðast þær ekki á traustum rökum byggðar, séu þær skoðaðar ofan í kjölinn. Því verður auðvitað ekki neitað, að milli 6 stórveldanna hafa átt sér stað mikil átök um yfirráð yfir nýlendunum, einkum þeim nýlend- um, sem hráefnaauðugar eru, og hafa þessi átök oft leitt til styrjalda. 1 þessu sambandi má þó benda á það, að gróðinn af nýlendun- um er ekki nærri því eins mikill eins og marg- ir ætla. Hinn þekkti Bandaríkjahagfræðingur Tanssy hefir meðal annars með óvéfengjan- legum tölum sýnt fram á það,að Bandaríkin hafi ekki gert annað en tapa á hinum annars nátt- úruauðugu nýlendum sínum, svo sem Kúba og Filippseyjum. Hafa röksemdir hans og annara vakið slíka athygli, að Bandaríkjamenn hafa stöðugt verið að slaka á tengslunum milli Bandaríkjanna og Filippseyja, og er ætlunin að Filippseyjar verði innan skamms algerlega sjálfstæðar. Því hefir einnig verið haldið fram, að hern- aðarandi sá, er undanfarið hefir skapazt í Þýzkalandi, eigi rót sína m. a. að rekja til gremjunnar yfir því að hafa misst nýlendurn- ar. Hvað sem hæft kann að vera í þessu, sýna þó staðreyndirnar að fyrir heimsstyrjöldina 1914—18 var aðeins 1% af viðskiptum Þýzka- lands við nýlendurnar, svo úrslita þýðingu gat það varla haft fyrir fjárhagsafkomu Þýzkalands hvoru megin „hryggjar“ þær lágu. En fjárhagsleg þýðing yfirráða yfir nýlend- unum er þó ekkert aðalatriði í þessu sambandi. Það er önnur röksemd, sem vegur meira því til stuðnings, að það er ekki stefna frjálsrar sam- keppni, sem er orsök til átaka stórveldanna um yfirráð yfir nýlendunum, ef það eru þessi átök, sem eru undirrót styrjaldanna. En þessi röksemd er blátt áfram sú, að ef stefnu frjálsrar samkeppni væri fylgt út í æsar, þá mundu pólitísk yfirráð yfir nýlendunum enga fjárhagslega þýðingu hafa. Gerum t. d. ráð fyrir, að brezk yfirráð yfir Indlandi og öðrum FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.