Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.08.1940, Blaðsíða 13
við okkur eina og runnið upp úr íslenzkum jarðvegi einum, heldur er hún í mjög föstum tengslum við sögu annarra, og það hefir naum- ast farið svo nokkur straumur um heiminn, sem nefnandi sé, að ekki hafi hans greini- lega orðið vart hér og hann haft hér sín áhrif. Saga lands vors er því ótvírætt í sömu tengsl- um við sögu heimsins eins og saga annarra landa. Lega landsins hefir þó þau áhrif á ganginn 1 sögu þess, að hún hefir, þrátt fyrir erlend áhrif, ekki runnið samsíða sögu annarra landa, fyrr en þá nú á síðustu árum. Hinar tregu samgöngur við önnur lönd hafa um langt skeið valdið því, að erlendir straumar bárust hing- að ekki fyrr en seint og síðarmeir, og dreif- býlið og erfiðar innanlandssamgöngur hafa orðið þess valdandi um lengsta skeið sögu vorrar, að erlend áhrif dreifðust hér dræmt og voru lengi að festa sig. Það hefir og ekki ráðið litlu um hvað erlendir straumar bárust hingað seint, hversu erfitt það var fyrr á tíð fyrir Islendinga að kanna framandi lönd, og hversu utanferðir þeirra lengi einskorðuðust við Danmörku. Dreifbýlið í sjálfu landinu gerði landsmenn og mjög trega til að taka framandi áhrifum, vegna þess að það ein- skorðaði framtak þeirra við jarðarskikann, sem þeir bjuggu á, einangruðum eins og eyju í reginhafi, en vandi hins vegar af þeim allt sameiginlegt framtak, — allt samtak. Þess vegna var það, að hvert spor áfram var hér geng- ið af einstökum mönnum, sem allur almenn- ingur elti, án þess að vita til hvers það var stig- ið. Niðurstaðan varð sú, að fólkið kunni ekki að hagnýta sér það, sem áunnið var í hvert skipti, og allt sat eftir sem áður við sama keip. Þeg- ar verksmiðjurnar í Reykjavík voru stofnaðar 1752, var það fyrir atorku eins eða örfárra manna, en fólkið veitti fyrirtækinu engan stuðning,. — það var ef svo mætti segja ekki í storminum; fyrirtækið fór á höfuðið, og það reyndist svo, að þó Skúli fógeti hefði að vísu ekki verið á undan Evróputímanum, þá hafði hann verið langt á undan íslenzkum miðtíma. Árið 1787 er einokunarverzlunin afnumin, og það hefði átt að mega ganga að því vísu, að þá yrði tafarlaust stórbreyting á verzlunarháttum landsins, en því fór fjarri, því einokunin hélzt eftir sem áður. Hún var að vísu ekki í höndum ríkis eða eins félags, heldur margra kaup- manna, sem allflestir voru uppgjafastarfs- menn einokunarverzlunarinnar, og þeir nýju menn og örfáu íslendingar, sem tóku upp kaupmennsku, lærðu hina fornu verzlunar- hætti af þeim, sem fyrir voru, svo að gamla súrdeigið verkaði áfram og breyting varð eng- FRJÁLS VERZLUN in, nema á pappírnum. Loks var verzlunin gefin frjáls við alla 1854, og nú hefði að minnsta kosti átt að mega búast við, að fram- farirnar yrðu hrað- og stórstígar, en það fór á sömu leið. Verzlunin breyttist lítið og f jarska seint. Það fóru að vísu ýmsir íslendingar að verzla, en þeir voru langflestir smávaxnir og urðu bráðlega afvelta, en hinir, sem stóðu, flutu í gamla kjölfarið. Það var ekki fyrri en um aldamótin síðustu, og þó heldur eftir þau, að verzlunin fór almennt að breytast til full- komins nútíðarháttar. Þá er síðasta dæmið af því, hvað tækifærið hefir um langt skeið reynzt vera seint að skapa framkvæmdir hér á landi, og hvað það er greinilegt, að það eru einstaka menn, sem hafa skapað tækifærin, að vísu ekki í trássi við almenningsálitið, held- ur án þess að það væri lifandi, eða nokkur áhugi hjá almenningi eða skilningur. Þetta áhuga- og skilningsleysi hjá almenningi varð í reyndinni hemla á því, að tækifærin væru notuð. Árið 1874 kom stjórnarskráin. Þá hefði átt að mega vænta þess, að nú tækjust miklar og fljótar framfarir. En það var öðru nær. Menn gamla tímans voguðu sér ekki út á það haf, sem hafði opnazt fyrir stafni. Þeir fóru með löndum forns vana, og það þurfti bein- línis að vaxa upp ný kynslóð við hin nýju skil- yrði, til þess að nota hin nýju tækifæri. Það var því fyrst eftir aldamótin, í rauninni fyrst eftir að stjórnin fluttist inn í landið, að lands- menn fóru að sjá árangur af stjórnarfari því, sem komst á 1874. Það er enginn vafi á því, að verzlun og við- skipti eru undirstaðan undir andlegri og ver- aldlegri velmegun hverrar þjóðar. Hin and- lega velmegun er munuður efnaðrar þjóðar, eða vel stæðrar, en fátæk og voluð þjóð get- ur um ekkei't hugsað, nema munn og maga. Enginn maður sá þetta betur en Jón Sig- urðsson, og engum manni var Ijósara en hon- um, að á verzlunai’sviðinu hafði afnám einok- unarverzlunarinnar engu breytt, nema í orði kveðnu. Um þessar mundir er það, að Þorlákur Ólafsson Johnson kemur til skjalanna. Hann gerist brautryðjandi nýrra verzlunarhátta, kynnir sér vandlega ei’lent viðskiptalíf, og þegar hann þykist vera búinn að læra nóg, snýr hann heim til þess að reyna að koma nýju og réttu lagi á verzlunina hér. En það fór fyr- ir honum líkt og Skúla Magnússyni; hann var að öllu samstígur sínum tíma á Evrópu-vísu, en mjög langt á undan íslenzkum miðtíma, eins og hann var þá. Hann uppskar því ekki sjálfur, þar sem hann hafði sáð, og bar ekkert 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.