Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1941, Síða 1

Frjáls verslun - 01.07.1941, Síða 1
7. TBL. 3. ÁRG. 19 4 1 FRJALS VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVIKUR VERZLUN I sambandi við það að Síldarútvegsnefnd var svift einkasölu þeirri er hún áður hafði haft á matsjes-síld lýsti atvinnumálaráðherrann Olafur Thors því yfir að hann vildi ekki láta ónofuð tækifæri til að leggja niður einokanir og athafnahöft, sem lögð hafa verið á undanfarið, ef kringum- stæðurnar leyfa. Tímarnir nú gefa of fá tilefni til slíkra aðgerða. Löngu áður en styrjöldin hófst var raunverulega hafið viðskiftastrið og var barist með höftum, tollum og hverskyns innilokunarmeðölum á sviði verzlunar og ijár- mála. Pefta var hin óblóðuga styrjöld. Pað er þvi skiljanlegt að á tíma hinnar blóðugu styrjaldar, sem nú stendur yfir, sé lítið olnbogarúm fyrir frelsi í viðskiftum sem öðru. En engu að síður er það gleðilegt að einn af ráðherrunum skuli kveða upp úr með það, að enda þótt illa blási verði ekki mist sjónar á því merki, sem Sjálfsiæðismenn helzt vilja berjast undir, en það er merki hinna frjálsu viðskifta og framfaks i landinu. Islendingar þurfa nú á öllum sínum kröftum að halda. Pað má ekki missast neitt af því starfsþreki og framfaravilja, sem með einstakling- unum býr, vegna pólitískra hafta og hamla, sem enga réttlætingu eiga sér. Pað ófrelsi, sem oss er nauðugt ætti að kenna, að þjóðin á ekki sjálf að skapa sér óþarfa fjötra.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.