Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1941, Page 4

Frjáls verslun - 01.07.1941, Page 4
Zimsen Nafnið Zimsen hefir lengi verið vel þekkt í Reykjavík. Við þetta nafn er tengd ein elzta verzlun höfuðstaðarins og í Hafnarfirði hafa Zimsenarnir einnig rekið verzlun. ,,Frjáls verzlun“ snéri sér til Helga Helgasonar verzl- unarstjóra og fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar varðandi störf Zimsenanna og verzlunarrekstur þeirra: Upphafið er að maður að nafni Christen Zimsen fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur til að takast á hendur verzlunar- stjórastörf við verzlun N. Chr. Havsteen, en kona Zimsens var fædd á Hofsós og var syst- ir Havsteens kaupmanns. Knud Due Christian Zimsen, sonur Christen Zimsen, fluttist með föður sínum hingað til lands og var hann þá 14 ára gamall. Árið 1866 réðist hann til Hafn- arfjarðar og stjórnaði þar verzlun P. C. Knut- zons, en stofnsetti síðan sjálfur verzlun þar og síðar með Jóni Norðmann undir nafninu Zimsen & Norðmann. Nieljohnius bróðir Christian Zim- sen var franskur konsúll í Reykjavík og dó hann veturinn 1893—1894. Varð það úr að Christian fluttist frá Hafnarfirði til Reykja- víkur og tók að sér konsúlsstörfin, en setti jafnframt á stofn dálitla verzlun. Konsúlats- störfin voru umfangsmikil, því hér kom þá aragrúi af frönskum skútum og voru hér stundum í einu 60—70 fiskiskip, sem komu á tímabilinu frá miðjum marz og fram til loka maímánaðar. Var töluverð verzlun í sambandi við skipin. Þessi skútuöld hvarf smátt og smátt upp úr aldamótunum, þegar togararnir komu til sögunnar. Fyrsta sumarið störfuðu feðgarnir Christi- an og Christen yngri einir að verzluninni og konsúlatsstörfunum, en um haustið 1894 eða nánar tiltekið 15. okt. kom Helgi Helgason núverandi verzlunarstjóri til Zimsens og hefir 4 Frásögn Helga Helgasonar verzlunarstjóra hann starfað þar óslitið síðan. Mun það vera nálega algert einsdæmi að sami maður vinni svo lengi óslitið í einum stað. Zimsen verzlaði með allskonar vörur, svo sem nýlenduvörur, búsáhöld og jafnvel vefnað- arvöru, og auk þess allsk. járnvöru, smíðatól og byggingarvörur. Ennfremur var eins og víðast- hvar annars staðar selt vín. Var verzlunin í Hafnarstr. 23. Á þessum fyrstu árum voru lítil peningaráð meðal almennings, en þó var pen- ingaverzlun í byrjun. Töluvert kom af peningum í sambandi við verzlunina við frönsku skúturn- ar og einnig var töluverð verzlun við ensk her- skip, sem voru hér tíðir gestir. Fyrir þessa pen- inga keypti svo verzlunin erlendar vörur. — Lítið var um að vörur væru sendar heim til kaupenda. Fólk kom með klúta og körfur og flutti sjálft vörurnar með sér. Bréfpokar og um- búðapappír var að komast í notkun á seinasta tug aldarinnar. Opnað var venjulega kl'. 8 á morgnana. Sumstaðar var þó opnað kl. 7. Lokað var kl. 8 á kvöldin og var þá eftir að ganga frá í búð- inni og var það annaðhvort gert eftir lokun eða áður en opnað var á morgnana. Vinnu- tíminn var því langur. Verzlunin gekk vel og árið 1896 kom Jes Zimsen, sonur Christian Zimsen, heim frá Danmörku, en hann hafði verið á verzlunar- skóla í Kolding. Jes Zimsen fæddist í Hafnar- firði 13. apríl 1877 og er faðir hans tók að sér afgreiðslu Sameinaða gufuskipafélagsins að Óla Finsen póstmeistara látnum, þá tók Jes við verzluninni og keypti hana 1903. Það var ekki fyrr en 1914 að verzluninni var skipt í járnvörudeild og nýlenduvörudeild og hefir járnvörudeildin ætíð verið í sama húsinu þar sem hún er nú, en nýlenduvörudeildin hélt áfram að vera í Hafnarstræti 23. Engilbert FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.