Frjáls verslun - 01.07.1941, Side 6
lét byggja 1906, og er hún í notkun þar enn.
Tauvindur til að skrúfa á borð voru seldar á
rúmar 20 krónur. Einu sinni fékk verzlunin
vindu, sem var á stálgrind í borðhæð. Hún
átti að kosta 125 krónur, og var hún alger-
lega óseljanleg vegna verðsins. Tauvinda þessi
var lengi í búðinni, þar til hún var að síðustu
gefin á hlutaveltu.
Frakkarnir eða Frans-mennirnir, eins og þeir
voru venjulega kallaðir, keyptu sérstaklega vetl-
inga og svo krydd, eins og pipar og sykur. Ódýrt
fannst þeim að fá spil á 35 aura, eldspýtnabúnt
á 14 aura og stóra tegund af vindlum á 7 aura.
Englendingum var seldur rabarbari á 71/2 eyri
pundið og eggin á 71/o eyri stykkið. Af kjöti
keyptu Englendingar mikið, og var oft slátrað
mörgum nautum í einu handa þeim.
★
Christian Zimsen andaðist 1908. Hann var
fyrir margra hluta sakir hinn merkasti maður,
og var sérstaklega vel látinn. Jes sonur hans
andaðist 3. jan. 1938, en síðan hefir verzlunin
verið rekin af ekkju hans Ragnheiði Zimsen.
Báðir voru feðgarnir, Christian og Jes sér-
stakir mannkostamenn, alúðlegir við alla og
samvizkusamir í öllum viðskiptum. Þeir áttu
enga óvini, en öllum, án undantekningar, var
vel við þá. Verzlunin hefir frá upphafi átt
marga og góða viðskiptavini, enda hefir það ver-
ið viðurkennt, að þar væri verzlað með góðar og
sanngjarnlega verðlagðar vörur.
Afi Jes Zimsen var erlendur maður, sem starf-
aði við verzlun er var í erlendri eigu, faðir hans
fluttist ungur til landsins og varð íslendingur
og rak íslenzka verzlun. Jes Zimsen var fæddur
íslendingur og einn af fremstu athafnamönnum
þjóðarinnar. Venjulega var það þó svo, að hinir
erlendu verzlunarmenn, sem störfuðu á íslandi,
fluttust aftur heim til Danmerkur, og flest þau
nöfn erlendra verzlana og kaupmanna, sem al-
þekkt voru fyrir aldamót, eru nú horfin. Annað-
hvort leystust verzlanirnar upp eða þær komust
í einni eða annarri mynd á innlendar hendur.
Zimsens-nafnið er undantekning og hin einasta
í höfuðstað landsins. Það sýnir hvernig þróunin
gat orðið í einstöku tilfellum. Þessi verzlunar-
manna-ætt, sem í upphafi var erlend, varð ís-
lenzk, og vann landinu gagn og gerði því sóma.
Fjármá I Da na
[Fá blöð komast nú hingað frá Norðurlöndum, en þó
sjást hér einstöku blöð og bæklingai', sem koma til við-
takenda eftir langan tíma. Eftirfarandi er tekið úr
sænska blaðinu Handelsarbetaren, aprílheftinu.]
Atvinnuvegir Dana byggjast öllu fremur á
utanríkisverzlun og þá ekki sízt í vesturátt,
og gefur því að skilja að innlimun landsins í
hið þýzka ,,Lebensraum“ hefir ekki verið án
afleiðinga. Danmörk skortir mörg hráefm og
getur því miklu síður en Svíþjóð lagað sig eft-
ir ástandinu og breytt til um framleiðsluna.
Iðnaðarframleiðsla Dana minnkaði árið
1940 um 15% og er þar fyrst og fremst um að
k nna skorti á hráefnum. En vegna þess að
kaupmáttur almennings hefir minnkað og
skattarnir stórhækkað hafa jafnvel þær grein-
ar iðnaðarins, sem ekki skorti efni, gengið
saman.
Þegar utanríkisverzlun Dana árið 1940 er
athuguð reka menn fyrst augun í að innflutn-
ingur hefir minnkað um 367 millj. kr. eða nið-
ur í 1,374 millj. kr. Ef miðað er við vörumagn
kemur lækkunin enn skýrar í ljós vegna þess
hve verðlag hefir hækkað. Það er talið að
verðhækkunin, miðað við 1938, á innflutnings-
vörum hafi verið 45,6%, í lok ársins 1940 var
hún orðin allt að 65,3%, en hækkun litflutn-
ingsvara aðeins 16,5%. Það er því auðséð að
dönsku utanríkisverzluninni hefir hnignað all-
verulega.
Atvinnuleysi hefir siglt í kjölfar þessa og
var hlutfallstala atvinnuleysisins í desember
1940 35,6%, en 28,6% árið áður. Tala at-
vinnulausra var á sama tíma 180,000 og þar
af 55,000 í Kaupmannahöfn.
Landbúnaðinum vegnaði aftur á móti betur
árið 1940 en iðnaðinum og kom þetta í ljós á
rekstursárinu 1939—1940, þótt verulegar
verðhækkanir yrðu ekki fyrr en á síðarnefnda
árinu. Ágóðavísitala landbúnaðarins var 1939
—40 5,1, en 4,5 árið áður. Á þessu rekstursári
mun landbúnaðurinn fá í tekjur vegna slátr-
unar á kvikfénaði um 350—400 millj. króna.
Þetta endurtekur sig ekki og hefnir sín síðar
þannig að minna verður af mjólkurvörum og
öðrum landafurðum. Hvað verðlaginu viðvík-
ur var smjörið milli ágústmánaðar 1939 og
des. 1940 hækkað úr 219 í 389 kr. pr. 100 kg.
I janúar hafði útflutningsverðið komizt yfir
500 krónur. Verð það, sem bændur fá fyrir
smjörið, hefir því tvöfaldazt. Þótt ekki sé lit-
ið á þá slátrun kvikfénaðar, sem áður er vikið
að, er talið að tekjur danska landbúnaðarins
1941 muni verða 120 millj. kr. meiri en árið
áður.
Þjóðverjar kaupa vörur frá Danmörku í
stórum stíl, en yfirfæra ekki allt verðið og
Danmörk getur ekki tekið við þýzkum vörum
upp í mismuninn. Tekjuhækkunin verður því
fremur á pappírnum.
6
FRJÁLS VERZLUN