Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1941, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.07.1941, Blaðsíða 8
verzlunarviðskipti og allt almennt líf háð mjög ströngu eftirliti hins opinbera, þannig að ekki varð þverfótað fyrir reglugerðum og opinber- um fyrirskipunum á hvaða sviði atvinnulífsins sem var. Útflutning bar að efla með öllu móti, og voru allir útflutningsatvinnuvegir háðir mjög ströngu eftirliti í því skyni, aftur á móti bar að hefta innflutning, nema innflutning hrá- efna, og var í því skyni beitt háum tollum, inn- flutningshöftum og öðrum hömlum, eftir bví sem við var komið. Sú skoðun var yfirleitt ríkj- andi að vinna bæri utanríkisverzlun annarra landa allt það tjón sem unnt var, og var þeirri stefnu framfylgt svo rækilega, að oft varð til- efni til styrjalda. Viðskiptahömlur merkantilismans voru auð- vitað þrándur í götu hverskyns nýjunga á sviði atvinnulífsins. Einkum urðu hömlur þessar þó tilfinnanlegar eftir að uppfinningar þeirra James Watt, Arkwrights, Hargraves o. fl. höfðu rutt braut nýrrar tækni á sviði iðnaðarfram- leiðslunnar. Lokun markaðanna og sérréttindi iðnaðarmannafélaganna gerði ókleift að nota þá möguleika til framfara sem hin nýja tækni hafði skapað. Og það var fyrir baráttu sína gegn viðskiptahömlum merkantilismans, sem Adam Smith hefir getið sér ódauðlegt nafn. Að vísu var það engan veginn svo, að Adam Smith væri fyrsti formælandi frjálsra við- skipta. Þegar í byrjun 17. aldar höfðu ýmsir kaupsýslumenn m. a. Frakkinn Boiseguillbert gagnrýnt hagkerfi merkantilista og krafist meira verzlunarfrelsis. „Fysiokratarnir“ frönsku höfðu einnig gerzt talsmenn frjálsari viðskipta, þar eð þeir álitu að slíkt væri í þágu landbúnaðarins, en það var sá atvinnuvegur, sem þeir báru öðrum fremur fyrir brjósti. En það var tvent sem bar til þess að áhrif kenninga Smiths á raunhæfa stjórnmálastefnu urðu meiri en fyrri formælenda viðskiptafrels- isins. í fyrsta lagi sú ritsnilli og rökfesta, sem málafærsla Smiths var borin af og í öðru iagi sá jarðvegur sem hin nýja tækni hafði skap- að þessum kenningum. Hér skulu í stuttu máli raktar þær helztu röksemdir sem Smith færði fram þeim skoðun- um sínum til stuðnings að einstaklingsfrelsi á sviði atvinnulífsins tryggði bezt efnalega af- komu þjóðfélagsins. Sem prófessor í siðfræði hafði Smith mjög hu.gleitt þá spurningu, hvernig einstaklingnum bæri að haga sér þannig að skyldur hans við þjóðfélagið yrðu bezt uppfylltar. Að hve miklu leyti rekast hagsmunir einstaklingsins og þjóð- félagsins á, og að hve miklu leyti fara þeir saman? Hin ríkjandi skoðun í þessu efni hafði verið sú, að hinu opinbera bæri að setja at- hafna frelsi einstaklingsins sem strangastar skorður til þess að á þann hátt yrði komið í veg fyrir að hann ynni þjóðarheildinni tjón. Það kom því mjög í bága við ríkjandi kenningar þegar Adam Smith setti fram þá skoðun að þegar einstaklingurinn framfylgdi eiginhags- munum sínum, gerði hann sér óafvitandi jafn- framt það sem þjóðarheildinni var fyrir beztu. Það borgaði sig t. d. ekki fyrir kaupsýslumann- inn að verzla með svikna vöru, því afleiðingin yrði sú, að brátt myndi enginn vilja skipta við hann. Smith deildi einnig á þá stefnu merkantilista að heimila fagfélögum strangt eftirlit með að- streymi nýrra manna að hinum ýmsu atvinnu- greinum. Hann lagði áherzlu á, að afköst hvers einstaklings í þágu þjóðfélagsheildarinnar væru mjög undir því komin, að hann gæti frjáls og óhindraður valið sér lífsstöðu, „því einstaling- urinn getur miklu betur sagt um það sjálfur, á hvaða sviði hæfileikar hans fá bezt notið sín, en nokkur stjórnmálamaður getur gert fyrir hans hönd“, sagði Smith. Athafnafrelsi einstakl- ingsins var að áliti Smiths nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að sú verkaskipting meðal borgara þjóðfélagsins gæti ekki átt sér stað, sem bezt tryggði hagnýtingu starfskrafta hvers einstaks. Til þess að hver einstaklingur gæti valið sér þá lífsstöðu, er hann áleit hæfileikum sínum bezt henta, bar nauðsyn til að hið opinbera legði sem minnstar hömlur á atvinnufrelsið. Enda þótt kunningjar Smiths í þessum efni hefðu mikilvæg áhrif í þá átt að kollvarpa hinu ríkjandi skipulagi á sviði iðnaðarmála, sérrétt- indum iðnaðarmannafélaganna og hinu opin- bera eftirliti, og ryðja þannig braut hinni nýju iðnaðartækni, var það á sviði þeirrar stefnu sem rekin hafði verið á sviði utanríkisverzlun- ar, sem kenningar Smiths ollu mestum straum- hverfum. Stefna Smiths í verzlunarmálum var rökrétt afleiðing þeirra skoðana er að framan getur. Eins og hver einstaklingur gerir þjóð sinni að jafnaði mest gagn með því að sérhæfa sig á því sviði er hann telur sig hafa mesta hæfileika, eins er það skilyrði fyrir því að hvert land fái bezt hagnýtt þau auðæfi er það hefir yfir að ráða, að því sé frjálst að framleiða þær afurðir er bezt samsvara náttúruskilyrðum þess, og selja þær á frjálsum markaði. Eins og það væri í þágu allra þjóðfélagsborgara að hver einstaklingur sérhæfði sig á því sviði, þar sem hæfileikar hans voru mestir, eins væru frjáls verzlunarviðskipti, sem gerðu hverju landi kleift að stunda þá framleiðslu er því bezt henntaði, í þágu allra þjóða. 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.