Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1941, Page 13

Frjáls verslun - 01.07.1941, Page 13
! . : 1 1 ■ - ; ■ ; - r?:k~> Nýjir samningar við Breta Skv. tilkynningu ríkisstjórnarinnar, sem gef- in var út 31. júlí s.l. hefir verið samið við Lreta um að matvælaráðuneyti þeirra kaupi eftir- taldar fiskafurðir af íslendingum : Nýr fiskur, verð 35 aura kílóið við skipshlið, saltfiskur 80—90 aurar kg. fob. en andvirðið greiðist að 75% strax eftir að fiskurinn hefir verið met- inn og veginn, 20 % eftir 2 mánuði, 5 c/ þegar hann er fluttur hér í skip, frosinn fiskur, verðið hefir enn ekki verið birt, niðursoðinn fiskur sem nú er til og það sem umbúðir eru til fyrir. Óháð þessu samkomulagi mega 25—30 ísl. skip, sem undaftfarið hafa stundað fiskflutn- inga, flytja fisk frá höfnum á norð-austur- landi (frá Húsavík til Vestmannaeyja) ogselja hann á Englandsmarkaði við því verði, sem þar er um að ræða á hverjum tíma. Samið er um að Bretar láti í té, salt og olíu við sama verði og nú meðan samningstíminn stendur, en hann er 11 mánuðir. Magn þessara vara er ótiltekið. Ekkert hefir verið samið um salt- síld. Viðvíkjandi saltfiskinum er það að segja, að undantekið er frá því sem selja skal til Eng- lands 5000 smál. af framleiðslu, sem nú er fyrirliggjandi og 3000 smál. af framleiðslu samningstímabilsins. Mun þetta vera svipað magn og það sem selt hefir verið undanfarið vestur um haf á þessu tímabili. Samningur þessi vekur að vonum mikla at- hygli, en hitt vekur einnig athygli, að ekkert er samið um innflutning okkar frá Englandi er komi í móti þeim verðmætum, sem við látum af hendi eða um gjaldeyrisviðskiftin milli landanna, að öðru leyti. Eins og kunnugt er, hafa verið gerðir ýmsir samningar við Breta viðskiftalegs eðlis. í fyrsta lagi var í fyrra gerður samningur við þá um vörukaup Breta hér og útvegun okkar á nauðsynjum í Englandi og var sá samningur með almennu orðalagi og án þess að samið væri sérstaklega um tilteknar vörutegundir, FRJÁLS VERZLUN f þeim samningi var einnig svo ákveðið, að gengi ísl. krónu gagnvart pundi og dollar skyldi vera óbreytt. Þessi samningur hefir ver- ið aðalgrundvöllur viðskiftanna hingað til. í öðru lagi, var gerður sérstakur samningur um kaup Breta á síldarlýsi og var þar rætt um tiltekið magn fyrir fast verð. í þriðja lagi var samið um kaup þeirra á þorskalýsi og var þar miðað við Bandaríkja- verð. í fjórða lagi var samið um sölu á kjöti frá s.l. hausti og var þar einnig um að ræða ákveð- ið magn og verð. I fimmta lagi var gert samkomulag við Breta er Bandaríkjamenn komu hingað um að ís- lendingar gætu áfram haft viðskifti við Bret- land og að þau yrðu fremur aukin en mink- uð. Ennfremur var falið í því samkomulagi að breytt yrði ákvæðum eldri samningsins um að gengi ísl. krónu gagnvart pundi og dollar héldist hið sama og verið hafði. Hinn nýi samningur, sem nú stendur til að undirrita eða staðfesta endanlega er aðeins um verzlun okkar við Breta um tilteknar fram- leiðsluvörur héðan en ekkert annað. Hinsveg- ar er því slegið föstu, eins og áður segir, að ákvæðin um óbreytt gengi krónunnar verði felt úr gildi og að íslendingar ráði þar á eft- ir einir gengi síns gjaldmiðils. Hvað viðvík- ur vörukaupum okkar hjá Bretum er það að segja, að um þau er enn ekkert ákveðið nán- ar en það sem tekið er fram með almennu orðalagi í samningnum frá í fyrra og sam- komulagi því, sem gert var við Breta er Banda-* ríkjamenn komu hingað. Það vantar því enn samning, sem ákveði nánar um vörukaup okk- ar í Englandi á sama hátt og nú hefir verið samið um söluskyldu okkar á mörgum afurð- um. Bretar eru, eins og nú er, ekki samnings- lega bundnir við að láta okkur í té neitt ákveð- ið magn af nokkurri vörutegund. Þeir krefj- ast þess einnig, að hafa íhlutun um gjaldeyiN 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.