Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1941, Page 15

Frjáls verslun - 01.07.1941, Page 15
isnotkun olckar hvað Ameríku viðkemur. Hins- vegar hafa Bretar skuldbundið sig til þess ao útvega okkur þá dollara, sem okkur að þeirra dómi vanhagar um fyrir nauðsynjar er við þurfum að flytja að vestan og hafa þeir í sam- ræmi við þetta látið okkur í té nokkra upp- hæð í dollurum fram yfir það, sem við höfum aflað okkur sjálfir með útflutningi vestur. Bretar hafa hingað til verið mótfallnir því, að gengi ísl. krónu yrði hækkað. Þeir telja að það mundi valda aukningu framleiðslukostn- aðarins hér, en það leiddi aftur af sér, að ís- lendingar sæktu á um enn hærra verð fyrir af- urðirnar í Englandi. Af íslands hálfu hefir verið vísað til þess að framleiðslukostnaðurinn lækkar að sama skapi í ísl. krónum og þarf því ekki að hafa þær afleiðingar, sem Bretar gera ráð fyrir. Nú, þegar Bretar hafa gengið inn á að. breyta því sem samið var áður um þetta atriði, eins og að framan er sagt, getur ekki neinn vafi leikið lengur á um rétt okkar til að ráða sjálfir gengi gjaldeyrisins, því í þessu samkomulagi getur vitaskuld ekki falist neitt annað en það, að Islendingar hafi þennan ákvörðunarrétt ó- skei-tann. Brottfall allra almennra innflutn- ingshamla á erlendum vörum til Islands af hálfu Breta, hlýtur að vera eðlileg afleiðing þeirrar breytingar sem nú er orðin á allri af- stöðu landanna hvors til annars. Enn hefir ekki verið samið um eitt né neitt viðskiftalegs eðlis við Bandaríkin. Sendinefnd mun bráðlega fara vestur um haf af hálfu ís- lands til þess að undirbúa samninga. Skv. því samkomulagi, sem gert hefir verið við Banda- ríkin, hafa þau lofað ,,að styðja að hagsmun- um íslands á allan hátt, sem í þeirra valdi stendur, þar með talið að sjá landinu fyrir nægum nauðsynjavörum, tryggja nauðsyn- legar siglingar til landsins og frá og að gera í öðru tilliti hagstæðan verzlunar- og viðskifta- samning við það“. Eins og sést á þessu er um mjög almennt orðalag að ræða og all svipað því, sem var á í'yrsta loforði Breta, er þeir komu hingað í maí í fyrra. Lofað er hagstæðum verzlunar- samningi, en ekki er tiltekið neitt hvað nánar felst í þessu orðalagi. Reyndin varð sú, hvað Bretum viðvíkur, að íslendingar hafa gert a. m. k. fjóra samninga við þá um sölu á ísl. afurðum, en aldrei neitt verið á sama hátt samningslega ákveðið um skyldu þeirra til að láta okkur í té tiltekið lágmark nauðsynja. í gjaldeyrismálunum hafa Bretar vafalaust þröngvað kosti okkar fremur en almennt var búist við, eftir fyrstu ioforðum þeirra að dæma. Gengisskráningin og eins konar fryst- ing mikilla inneigna okkar í Bretlandi hefir ekki verið okkur til hags. Samningarnir við Bandaríkin standa nú fyrir dyrum og má vafa- laust gera ráð fyrir því, að þar verði samið um ákveðnar skyldur og réttindi, sem íslending- ar og Bandaríkjamenn hafi hvorir um sig, hvað þessum málum viðvíkur. Eftir CASSO N : Skoðanir manna Nýtur fyi'irtæki, sem cr orðið stórt á stórum vegna vaxtar síns eða samruna við fyrirtækjum. annað fyrirtæki, ekki sömu vin- sælcla og minni fyrirtæki? Lítur l'ólk með vánþóknun á stór fyrirtæki? Svarið er á þessa leið: Aðeins mjög lítill hópur manna er andvígur stórum verzlunarfyrirta'kum og sum stói' fyrirtæki eru niiklu vinsælari en þau sem minni eru. Lýðskrumarar ráðast oft á stóru fyrirtækin, í ræðu cða riti. þeir þurfa að geta ráðizt á eitthvað. þeir tala um „hringa og „samsteypur" og halda að þetta láti vel í eyrum fjöldans. Samt sem áður heldur fólkið áfram að verzla við þessa hringa. Stór fyrirtæki og lítil njóta eins mikilla vinsælda og þau eiga skilið. Stæi'ðin er vinsældunum óviðkom- andi. Ameríska tímaritið „Salcs Management” lét nýlega fara fram rannsókn á þessu. það vahli sem dæmi boi'g með 46.000 íbúum og spurði eitt þúsund íhúanna hvað þeim fyndist um 00 stórfyrirtæki. Spurningarlisti var útbúinn mcð nöfnum allra þess- ara 00 fyrirtækja og þessar fjórar spurningar settar fram: 1. Hvaða fyrirta'ki gefur fullt verð fyrir peningana, að yðar dómi? 2. Hvað fyrirtæki koma vel fram við starfslið sitt? 3. Munduð þér neita að verzla við eitthvað þessara fyrirtækja vegna þess að þér féllust ekki á stefnu þess? þessari fjórðu spurningu svöruðu 90 af hundraði með „nei“. Sú útkoma ætti að gota oj)nað augu lýð- skrumarnanna. þau fyrirtæki, sem seldu skrifstofuhúsgögn og lyf reyndust vera vinsælust. þau sem nutu minnstrar livlli voru fyrirtæki, sem attu margar sölubúðir. það fyrirtæki, sem minnstra vinsælda naut, var aðeins fordæmt af 52 mönnum. þetta sannar, að jafnvel í Bandaríkjunum er allur almenningur hlyntur stórfyrirtækjunum, þótt ríkis- stjórnin herjist gegn þeim. Hvort sem fyrirtæki er stórt eða lítið getur það aflað sér vinsælda með því að rækja starf sitt vel og trúlega. FRJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.