Frjáls verslun - 01.07.1941, Qupperneq 17
AðalleiÖin til hinna fornu við-
skiptalanda Evi'ópu í austri, Indlands
og Kína, liggur um Miðjarðarhaf til
Port Said við mynni Suez-skurðar og
þaðan um skurðinn og Rauðahaf,
fiam hjá heitustu höfn veraldar, sem
er Aden, og síðan um Indlandshaf til
Bombay eða til Kolombo á Ceylon.
Til Kína er síðan haldið áfram um
Singapore og um höfin við strendur
Kína til Kanton, Shanghai og Hong-
kong. Þá er og skammt til hafnar-
borga Japana. Þannig er leiðin á
friðartímum, en ef ástandið nú er
athugað, þá sést að Miðjarðarhafið
er lokað og höfin við Kínastrendur
einnig'. Leiðin liggur um þessar
mundir á sömu slóðum og var fyrir
70 árum eða suður fyrir Góðravon-
arhöfða. Vezlunarleiðin um Miðjarð-
arhaf og þaðan landleiðina austur
var ein hin þýðingarmesta í milli-
landaverzlun fyrr á tímum. Þá leið
voru fluttar hinar dýrustu vörur til
Evrópu og baráttan um yfirráð
hinna ýmsu stöðva á þessari leið er
einn af þekktari og þýðingarmeii'i
köflum sögunnar. Ymsir telja að í
rauninni hafi krossferðirnar á mið-
öldum að verulegu leyti snúizt um
yfirráðin yfir verzlunarleiðinni í
austurátt og mun það nærri lagi.
I upphafi miðalda eftir fall hins
vesturrómverska ríkis var Konstan
tínópel einskonar höfuðborg Evrópu.
Þar voru viðskiptin blómlegust, þar
döfnuðu listir og vísindi. Þar var
Mikligarður, borgin, sem norrænir
menn nefndu svo af því að það var
hinn mesti „garður", er þeir höfðu
séð. íslendingar sóttu margir, sem
kunnugt er, til Miklagarðs og hafa
að sjálfsögðu farið eftir hinum fjöl-
FRJÁLS VERZLUN
Viðskiffaleiðir
förnu leiðum viðskiptanna þangað
austur, eins og síðar verður minnst
á. Krossfarar og aðrir Evrópumenn,
sem lögðu leið sína um Miklagarð á
þessu tímabili, höfðu aldrei fyrr séð
slíka auðlegð og menningu og þeir
gleymdu ekki veru sinni þai'. Á hin-
um fyrri miðöldum var Konstantínó-
Úlfaldalestirnar fóru eftir gömlum
slóðum frá Asiulöndum til Miklagarðs
pel í mestum blóma. Hún var þunga-
miðja heimsverzlunarinnar á þeim
tíma. Hér skárust allar þær leiðir, er
tengdu löndin í vestri og austri. Ríki
Konstantínópelsmanna náði þá yfir
öll þau lönd, sem verzlunarleiðirnar
að Miðjarðarhafinu lágu um, en það
voru Egyptaland, Sýrland og Svarta-
hafslöndin. Þegar Arabar síðan tóku
Sýrland og Egyptaland um 650, þá
hélzt sambandið milli Austur-Asíu og
Konstantínópel um Svartahaf yfir
Armeníu og Kákasuslöndin. Kaup-
menn frá Miklagarði voru hvarvetna
á ferð og höfðu stöðvar í öllum
hafnarbæjum við Miðjarðarhaf. Ar-
abar tóku þó brátt að troða þeim um
tær og eftir það voguðu kaupmenn-
irnir sér ekki eins víða, en lcusu að
láta sækja til sín vörurnar. Erlendir
kaupmenn flykktust til Miklagarðs,
því þar vai' margt að fá, bæði vörur,
sem komu að austan og iðnaðarvör-
ur úr borginni sjálfri. Iðnaður stóð
þar með miklum blóma, einkum silki-
og purpuraiðnaður og framleiðsla
hverskyns listiðnaðar. Á þessum
tíma var mikið um beinar verzlun-
arferðir milli Miklagaríjs og Italíu,
en þai' voru Róm og Amalfi mestu
viðskiptastöðvarnar. En það var
einnig önnur breið og fjölfarin við-
skiptaleið, sem lá frá Miklagarði, en
hún lá til Novgorod i Rússlandi eða
Hólmgarðs, eins og' sá bær heitir á
norræna tungu. Einnig' var mikil
verzlunarmiðstöð á þessum norðlægu
slóðum í Kiev eða Kænugörðum.
Greinar af þessari miklu norðurleið
viðskiptanna lá svo enn lengra til
norðurs til Svíþjóðar og Danmerk-
ui. Menningarsan.band Norðurlanda
við Miklagarð var þá mikið. Verzl-
unin ruddi brautina eins og svo víða
annarstaðar. Eftir þessari norðlægu
leið komust íslendingar til Mikla-
g'arðs, eins og kunnugt er úr foin-
sögunum. Úr norði'i fluttist mikið
af grávöru, hunangi og vaxi til
Miklagarðs. Hunang var þá notað í
stað sykurs og vaxið í kerti, sem
milcið þurfti af einkum til kirkju-
Amalfi á Italíu var miðstöð verzlun-
arinnar við Miklagarð.
17