Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1941, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.07.1941, Blaðsíða 21
Óblóðug styrjöld I heimínum eru háS fleiri stríí heldur en þau, sem verða milljónum manna a& bana og sagt er frá í aSalfregnum blaSanna. En þessara strí%a er ehhi minnst eins og hinna ,,reglulegu“ strííSa og er þatS shiljanlegt. Hver man nú eftir sigarettustríSinu, sem geisaði í byrjun þessarar aldar? Grein sú, sem hér fer á eftir, lýsir í stuttu máli átöhunum milli amerísha sígarettuhóngsins Duhe og ensha sígarettuhringsins. Um aldamótin var nafnið ,,Duke of Dur- ham“ eins vel þekkt meðal stráka á óknytta- aldi, eins og Tom Mix eða Charles Lindbergh nú á dögum. ,,Duke of Durham“ var nefnilega aðalsígarettan. Allir reyktu hana og hér eru víst margir, sem byrjuðu reykingar sínar á sterkum og ilmandi ,,duke“. En fáir þeirra munu hafa vitað að gjafirnar, sem voru látn- ar fylgja hverjum pakka, voru vopnin, sem beitt var í harðasta samkeppnisstríði, sem heimurinn hefir nokkru sinni verið vitni að — stríðinu milli Dukes og tóbakskaupmann- anna brezku. James Buchanan Duke — hann var skírður tveim fyrri nöfnunum í höfuðið á forsetanum, sem bjó í Hvíta húsinu, þegar hann fæddist -— sá fyrst dagsins ljós í bóndabæ einum, 5 km. fyrir utan bæinn Durham í N.-Carolina- fylki, um 80 km. suður af New York. Móðir hans dó skömmu síðar og er hann var á fimmta ári hófs borgarastyrjöldin árið 1861. Faðir hans gekk í her Suðurríkjanna og seldi jörð sina og búslóð. Fékk hann það að mestu greitt í mynt Suðurríkjanna, en afganginn átti að greiða með tóbaki tveim árum síðar. James var sendur til föðurafa síns, sem bjó um 50 km. fná Durham. En þegar Duke eldri kom heim aftur árið 1865, gat eigandi jarðarinnar ekki greitt eft- irstöðvarnar og varð Duke þá einskonar með- eigandi. Næsta ár bjó James með föður sín- um og bróður í ömurlegum, köldum kofa, þar sem þeir urðu að sofa á hálmfletum. Systir þeirra vann hjá hinum bóndanum. í nokkur ár varð fjölskyldan að þola ýmsar raunir, en þá tókst Washington Duke — föð- FRJÁLS VERZLUN urnum — loks að komast yfir jörðina aftur og hóf þá tóbaksrækt. Auk þess var hann um- ferðasali og seldi bæði tóbak og aðrar vör- ur. Bændurnir í nágrenninu voru farnir að rækta tóbak og Duke lét þá greiða úttektir sínar með því. Það seldi hann svo með sinni eigin uppskeru. Þetta var upphaf hins risa- varna fyrirtækis. Þegar Duke hafði tekizt að leggja dálítið af peningum ,,til hliðar“, fór hann að kaupa tóbaksuppskeru bændanna í nágrenninu og sá um flutning á því til annarra landshluta. Árið 1871 nam umsetningin 50.000 dollurum á ári. Þegar James var 8 ára, var faðir hans orð- inn svo efnaður, að hann vildi senda hann á háskóla. Bóklegs lærdóms hafði James til þess tíma aflað sér í kveldskóla að loknu dagsverki, sem var ekki ýkja mikið á vet- urna. En James vildi ekki verða prófessor: ,,Ég vil ekki fara í háskóla. Ég vil verða með- eigandi í fyrirtækinu. Ég vil starfa og afla mér fjár“ — einkunnarorð amerísks æsku- lýðs! Faðirinn bauðst til að lána honum fé til þess að byrja á eigin skýtur, en skömmu síðar gaf hann sonum sínum tveim sjötta hluta fyrir- tækisins. Þá fór það fyrst að ganga, þegar þessir tveir ungu menn tóku til starfa. Gamla verksmiðjan, sem var úr tré, var of lítil. Ný var reist í Durham, því að nú var ,,Duke of Durham“ að komast á heimsmarkaðinn. í fyllingu tímans árið 1878, var breytt til um fyrirkomulag fyrirtæksins. Þá var stofnað félag með Washington Duke og sonum hans, James B. Duke og B. N. Duke, sem var eldri, gl

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.