Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1945, Qupperneq 3

Frjáls verslun - 01.01.1945, Qupperneq 3
Magnús Kjaran: Alþjóðaráðstefna Kaupsýslumanna. Kafli úr erindi, fluttu 22. jan. s. 1. Kæru félagar! Ég hafði í gleðivímunni yfir því að vera kom- inn heim dregizt á það við formann félagsins, að segja ykkur lítið eitt frá Alþjóðaráðstefnu kaupsýslumanna, sem haldin var í Rye í New York-fylki dagana 10.—18. nóv. Ég gerði þetta meðal annars vegna þess, hve langan tíma mér virtist ég hafa til undirbúnings. En þegar ég svo sá fundinn auglýstan, brá mér í brún. Dagarnir höfðu liðið, án þess að ég FRJÁLS VERZLUN myndi eftir þessu loforði eða gæfi mér tíma til að sinna því- Ég er því hræddur um, að þið verðið öll vonsvikin, en ég þó mest sjálfur, því að vissulega voru þetta ánægjulegir og viðburða- ríkir dagar fyrir okkur fulltrúana, [þó að flest af því, sem á dagana dreif, sé varla í frásögur færandi og hafi lítið gildi fyrir áheyrendur.] Nú gæti ég þó að sjálfsögðu sagt ykkur all ítai'- lega frá þinginu og störfum þess, en það yrði svo þurt og líflaust, að ég legg ekki út í það. Ég hefi því kosið þá leið, að segja ykkur stutta ferðasögu og flétta inn í hana því helzta, er mér virtist máli skipta á fundunum og þeim ályktunum, er þingið gerði. Fljúgðu, fljúgðu klæði. Laugai'daginn 21. október lögðum við Eggert Kristjánsson, Haraldur Árnason og ég af stað héðan frá Reykjavík kl. 6 til flugvallarins. Við gistum um nóttina á Hotel De Gink, sem frægt er orðið, því þar hafa gist mörg stórmenni, t. d. Vilhelmína Hollandsdrottning, Pétur Jugoslava- konungur o. fl., enda er það full boðlegur dvalar- staður hverjum þjóðhöfðingja. Eftir að hafa neytt hinnar beztu máltíðar og kvatt vin okkar, Valdimar Björnsson, sjóliðsforingja, sem fylgdi okkur þangað, gengum við til hvílu. En mér varð ekki svefnsamt, hvort sem það nú var af eftir- væntingu eða ég hefi haft það á tilfinningunni, að okkur yrði ekki lengi svefns auðið. Kl. 3 er- um við vaktir til árdegisverðar, og kl. 4 er lagt af stað út í kolsvart náttmyrkrið. Flugvélin er ekki af verri endanum, 4 hreyfla „Skymaster“, luxus-skip, eins og Ameríkumenn kalla það. Dóri Hjálmarsson, ofursti, sem var okkur samferða, hafði séð um það. Við erum 28 farþegar, en 6 3 I

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.